Ég fór einmitt á myndina og fannst hún alveg mjög góð "popcorn" mynd, flottar tökur og action senurnar sjálfar nokkuð góðar ef ekki er hugsað út í söguna.
Vandamálið fannst mér vera að þeir voru að reyna að peppa upp svo rosalega næstu mynd.
Tróðu inn Doomsday, Wonderwoman sem átti enga sögu þarna annað en að vera sexy og taka þátt í hasarsenunum.
Ben Affleck kom á óvart sem Batman, tókst alveg að grípa þennan karakter sem hann er í þessarri sögu og gera hann einmitt "bulky" og grófann,
en guð minn góður hvað þessi sena með hann að detta í brunninn skemmdi fyrir mér, hefðu alveg mátt nota eitthvað annað í staðinn, og ofnotkuninn á senunni með byssuna og perlurnar, spiluð aftur og aftur og aftur og aftur í gegnum myndina.
Overall gef ég myndinni um 6/10 og held að hún verði einmitt skárri eftir að Wonder woman og Justice League myndin kemur út.
AntiTrust skrifaði:appel skrifaði:AntiTrust skrifaði:Til að fá smá perspective - finnst þér Avengers góðar?
Avengers er kick ass.
Þetta er nefnilega þar sem mig greinir á við flesta. Ég fíla nánast allar ofurhetjurnar í þessum myndum, að cpt. America undanskildum - en mixed saman? Verður svo silly fyrir mér að ég get varla horft á myndirnar.
Ég hef ekki séð Batman vs. Superman og ég veit bara að ég mun hata þetta combo. Þetta eru bara tveir heimar sem eiga ekki saman IMO.
Er alveg hrikalega sammála þér með Avengers myndirnar, trailerinn fyrir nýjustu Captain America myndina fær mig til að verkja í augun.