Síða 1 af 1
Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fim 03. Mar 2016 22:34
af dawg
Sælir, hafið þið einhverja reynslu af rafmagnshjólum?
Hef verið að skoða að henda mid-drive mótor á hjólið mitt og var þá að reyna finna út hversu góðan mótor/batterí/controller ég þarf?
Er safe að panta frá ali, t.d batterí osfrv?
Eitthvað annað sem ég þarf að vita þið sem hafið gengið í gegnum þetta eða svipað ferli?
Hjólið yrði notað sem aðal farartæki, allt frá Grv>miðbær og styttri ferðir.
http://lunacycle.com/mid-drive-kits/ 
Ps.,
Hvernig er að hjóla á svona?
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fim 03. Mar 2016 22:49
af bigggan
Vill bara bæta við að hámark afl á íslandi er 250 W á rafhjól mótorar, þú getur lent i það leiðinlega að mótorinn er tekið af þer i tollinum og sektað ef þú ert stoppað í umferðinni. þó tel ég það er mjög litlar líkur að verða stoppaður úti umferðinni með eikvað svoleiðis.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 04. Mar 2016 00:06
af dawg
bigggan skrifaði:Vill bara bæta við að hámark afl á íslandi er 250 W á rafhjól mótorar, þú getur lent i það leiðinlega að mótorinn er tekið af þer i tollinum og sektað ef þú ert stoppað í umferðinni. þó tel ég það er mjög litlar líkur að verða stoppaður úti umferðinni með eikvað svoleiðis.
Tollurinn tekur varla af þér mótorinn er það? Er þetta ekki bara svipað og með bílana, komast yfir hámarkshraða þó það sé ólöglegt?
Þó ég myndi auðvitað

, að sjálfsögðu

, stilla controllerinn til að limita hámarkshraða.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 04. Mar 2016 11:17
af svanur08
Ertu að hjóla eins og Dagur borgarstjóri?
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 04. Mar 2016 11:21
af blitz
Þarftu þetta virkilega?
Grafarvogur í 101 er frekar slétt og þægileg leið
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 04. Mar 2016 18:49
af jericho
Ég er 500W mótor á hjólinu mínu, en ég keypti pakka frá Rafhjól.is sumarið 2010. Get því miður ekki kommentað á hvernig það er að kaupa þetta sjálfur af netinu. En ég veit þó að eigandi Rafhjól.is var búinn að vera að panta alls kyns mismunandi týpur af mótorum, batteríum og controllerum áður en hann datt niður á það sem hann byrjaði að flytja inn til landsins og selja. Þannig að það er örugglega hellings framboð af drasli og erfitt að spotta hvað eru gæði og hvað ekki.
Til dæmis, þá var álið í gjörðinni á afturhjólinu ekki mjög sterkt og ég þurfti að kaupa nýja gjörð og láta teina hana upp á nýtt. Það er fullt af atriðum sem þarf að huga að og leiðinlegt að fá e-ð drasl.
Gangi þér annars vel!
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 04. Mar 2016 23:37
af dawg
jericho skrifaði:Ég er 500W mótor á hjólinu mínu, en ég keypti pakka frá Rafhjól.is sumarið 2010. Get því miður ekki kommentað á hvernig það er að kaupa þetta sjálfur af netinu. En ég veit þó að eigandi Rafhjól.is var búinn að vera að panta alls kyns mismunandi týpur af mótorum, batteríum og controllerum áður en hann datt niður á það sem hann byrjaði að flytja inn til landsins og selja. Þannig að það er örugglega hellings framboð af drasli og erfitt að spotta hvað eru gæði og hvað ekki.
Til dæmis, þá var álið í gjörðinni á afturhjólinu ekki mjög sterkt og ég þurfti að kaupa nýja gjörð og láta teina hana upp á nýtt. Það er fullt af atriðum sem þarf að huga að og leiðinlegt að fá e-ð drasl.
Gangi þér annars vel!
En hvernig myndirðu segja að munurinn væri, hjólandi?
blitz skrifaði:Þarftu þetta virkilega?
Grafarvogur í 101 er frekar slétt og þægileg leið
Sá fyrir mér að geta hjólað í og úr vinnu án þess að þurfa svitna einsog ég hef verið að gera og jafnvel komast aðeins hraðar án þess að þurfa reyna jafn mikið á.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Sun 06. Mar 2016 19:27
af jericho
dawg skrifaði:En hvernig myndirðu segja að munurinn væri, hjólandi?
Ertu þá að tala um afturgjörðina eða almennt að hjóla á rafhjóli vs. venjulegu?
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Mán 07. Mar 2016 00:51
af dawg
jericho skrifaði:dawg skrifaði:En hvernig myndirðu segja að munurinn væri, hjólandi?
Ertu þá að tala um afturgjörðina eða almennt að hjóla á rafhjóli vs. venjulegu?
Almennt en hitt má auðvitað fylgja.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Mán 07. Mar 2016 07:45
af jericho
Kaupin á mótornum og öllu tilheyrandi voru ein bestu kaup sem ég hef nokkurn tímann gert. Það var einmitt engin sturta í vinnunni og ég bjó í Breiðholtinu, svo ég svitnaði töluvert við að hjóla í/úr vinnu. Ég hugsaði þetta allan tímann sem samgöngutæki, líkt og bíll númer tvö, en ekki líkamsræktartæki. Hjólaði allt árið í vinnuna og það gekk þótt veturinn hafi verið mjög snjóþungur. Svo var ekkert mál að hjóla með tvö börn í hjólavagni (í/úr leikskóla eða í hjólatúra).
Þetta var lífstílsbreyting fyrir mig og ég fór að nota hjólið svo miklu miklu meira en ég hafði gert. Fór nánast allar mínar ferðir á því. En ég þekki líka fólk sem fékk sér eins pakka og þetta var ekki að virka fyrir þau, e-a hluta vegna. It all depends.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Mán 07. Mar 2016 11:39
af elri99
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Lau 19. Mar 2016 12:47
af dawg
Með flutninginn á rafhlöðunni, hvað er það sem þarf að passa?
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Lau 19. Mar 2016 18:19
af elri99
Það eru takmarkanir á hversu öfluglar lithium rafhlöður má flytja með frakt í farþegaflugvélum. DHL flytir t.d. ekki svona rafhlöður til Íslands.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 25. Mar 2016 14:02
af dawg
elri99 skrifaði:Það eru takmarkanir á hversu öfluglar lithium rafhlöður má flytja með frakt í farþegaflugvélum. DHL flytir t.d. ekki svona rafhlöður til Íslands.
Skil þig, takk fyrir það.
Svona loka, veistu nokkuð hver tollurinn er af svona mótorum? Tekst ómögulega að finna þetta í tollareiknivélinni.
Re: Breyta hjólinu mínu í rafmagnshjól
Sent: Fös 25. Mar 2016 20:40
af elri99
Bara vaskur.