Síða 1 af 1

Má hirða gömul sjónvarp ofl úr gámum hjá sorpu ?

Sent: Sun 31. Jan 2016 16:21
af jonsig
Sælir/sælar.

Núna vantar kallinum componeta í smá project , maður gæti sótt partana úr gömlum raftækjum . Hafiði hugmynd hvar maður getur sótt slíka hluti á
höfuðborgarsvæðinu ? Hvíslað var að manni að það væri vesen .

Ég hafði haldið að minna rusl hjá þeim sé = minna vesen . Mér finnst hæpið að maður gæti súað þá ef maður slasar sig á draslinu ,nema maður væri undir lögstafnum titlaður leikmaður .

Mynd

Re: Má hirða gömul sjónvarp ofl úr gámum hjá sorpu ?

Sent: Sun 31. Jan 2016 16:33
af appel
Best væri að hringja fyrst og kynna sig og fá leyfi til að gera þetta. Ef þú mætir bara á staðinn og byrjar að rífa upp úr gámum þá er þér hent í burtu.

Re: Má hirða gömul sjónvarp ofl úr gámum hjá sorpu ?

Sent: Sun 31. Jan 2016 17:21
af Xovius
Hef gert þetta áður í gámum útá landi án vesens en þar er náttúrulega ekkert starfsfólk. Sé ekki að þetta ætti að vera neitt vesen ef þú biður bara fallega.

Re: Má hirða gömul sjónvarp ofl úr gámum hjá sorpu ?

Sent: Sun 31. Jan 2016 17:48
af Squinchy
Skilst að það sé ekki issue svo lengi sem menn eru ekki komnir út í vitleysu eins og að tæma heilann gám í bílinn hjá sér

Re: Má hirða gömul sjónvarp ofl úr gámum hjá sorpu ?

Sent: Sun 31. Jan 2016 18:23
af SkinkiJ
Ég hef spurt hvort ég megi ekki taka eitthvað, þeir segja oftast að þeir munu bara horfa í burtu og ekki vita af neinu.