Síða 1 af 1

Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Þri 19. Jan 2016 19:32
af vesi
Sælir, ætla fara upgrade-a úr ps2, sem hefur actually dugað hingað til, en með komu góðs tv er ps3 eða ps4 orðin raunhæfur kostur. En hvaða útgáfa af ps3 er skást að ná sér í, ég spyr kanski kjánalega en er svo löngu dottin úr þessu console dæmi. Hvað er skást í þessu og afhverju..

kv. Vesi

Ps. ef þið hafið áhugaverðan ps3 pakka til að selja hendið á mig pm.
í pakka á ég við tölva,2Xcontrolers at least, og einhverjir leikir. (væri ekki verra ef fifa15/16 væri með)

Re: Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Þri 19. Jan 2016 19:34
af baldurgauti
Slim

Re: Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Þri 19. Jan 2016 19:59
af darkppl
Ef ég væri að fá mér ps3 í dag myndi ég reyna fá gömlu 60gb tölvuna, eða bara slim útgáfuna.
En ég myndi frekar taka PS4 vegna þess að það er gífurlegur munur að spila á þeim grafíklega séð og líka það að nýir leikir munu líklegast bráðlega hætta koma á ps3.
en það er bara mín skoðun

Re: Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Mið 20. Jan 2016 03:44
af Steinman
Myndi forðast Fat vélarnar. Þú gætir verið að kaupa næstum 10 ára gamla vél, þær hafa hærri bilanatíðni og háværar viftur. Plús að hún er þvílíkur hlúnkur.
Myndi skoða báðar Slim vélarnar og athuga hvort það sé eithvað sem þú fílar ekki við aðrahvora. Þó mér sýnist venjulega Slim vélin vera sú sem er almennt mælt með.
Hérna eru aðrir að ræða þetta http://www.gamespot.com/forums/playstation-nation-1000002/which-one-is-better-ps3-slim-or-super-slim-29330712/

Re: Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Mið 20. Jan 2016 12:25
af HalistaX
Á eina 60gb sem verður 9 ára í nóv, aldrei bilað, mæli með 60gb vélunum. :D

Re: Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Mið 20. Jan 2016 16:54
af diabloice
er sjálfur með eina 8ára 40gb Fat, moddaða ,sem hefur aldrei bilað , en alveg samála að viftan í henni er hávaðaseggur

Re: Hvaða ps3 ætti maður að fá sér í dag?

Sent: Mið 20. Jan 2016 23:59
af Steinman
Ps3 voru sem betur fer aldrei eins slæmar og xbox360 í bilunum og ofhitnun. Þannig þetta var aldrei neinn faraldur sem gekk yfir og alls ekkert víst að þú myndir lenda á lélegri vél. En Slim vélin er samt alltaf betri kostur ef þú villt kaupa þér notaða vél í dag.
https://en.wikipedia.org/wiki/PlayStation_3_models#Slim_model Sjáið undir "Slim model" hvaða breytingar og uppfærslur voru gerðar. Hún notar minna rafmagn, keyrir kaldar og hefur hljóðlátari viftur.