Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Allt utan efnis
Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 06. Jan 2016 15:21

Ég keypti íbúð 2010 sirka.

Seldi hana fyrir 2 árum. Kaupi á 17.8. Sel á 22.5

Nota mismuninn að stækka við mig. Er að nota séreignarsparnað til að borga niður eitt fasteignalánið.
Sé þetta klárlega sem fjárfestingu. Langtímafjárfestingu en fjárfestingu samt



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf urban » Mið 06. Jan 2016 18:43

Jón Ragnar skrifaði:Ég keypti íbúð 2010 sirka.

Seldi hana fyrir 2 árum. Kaupi á 17.8. Sel á 22.5

Nota mismuninn að stækka við mig. Er að nota séreignarsparnað til að borga niður eitt fasteignalánið.
Sé þetta klárlega sem fjárfestingu. Langtímafjárfestingu en fjárfestingu samt

Já þú semsagt selur hana 4,7 milljónum dýrari en þú kaupir :)
það er vel gert, en síðan er náttúrulega spurning hvað kostaði það sem að þú keyptir núna fyrir þessum 5 árum.

Spurning hvort að það sé ekki búið að hækka jafn mikið %lega séð.

En já húsið er alveg klárlega fjárfesting, en aftur á móti einsog ég segi, þá ertu náttúrulega að ná þér í heimili.
ég myndi aldrei líta á heimilið mitt sem fjárfestingu til ávöxtunar, auka íbúð í kjallaranum myndi ég hugsanlega líta á fjárfestingu til ávöxtunar aftur á mót :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf rapport » Fim 07. Jan 2016 01:36

Upphafsspurningunni hefur verið svarað held ég að mestu...

En ég er sammála Urban, manns eigins heimili er ekki "fjárfesting" per se. en þetta er samt stærsta fjárfesting sem maður fer í fyrir sjálfan sig og heimilið á lífsleiðinni.




phillipseamore
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fim 07. Jan 2016 05:32
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf phillipseamore » Fim 07. Jan 2016 05:39

Jón Ragnar skrifaði:Ég keypti íbúð 2010 sirka.
Seldi hana fyrir 2 árum. Kaupi á 17.8. Sel á 22.5


17.800.000 kr. í janúar 2010 eru jafnt og 20.744.559 kr. í janúar 2014 (vísitala neysluverðs).

Meðal fermetraverð í fjölbýli (<90fm) í RVK (jan 2010): 229.294 kr. (ársmeðaltal 232.419 kr.)
Meðal fermetraverð í fjölbýli (<90fm) í RVK (jan 2014): 309.303 kr. (ársmeðaltal 324.266 kr.

Hefðir þurft að selja á 24-25 milljónir til að vera á sléttu.

Heimildir:
https://hagstofa.is/talnaefni/efnahagur ... ysluverds/
http://www.skra.is/markadurinn/verdsja-fasteigna/
Síðast breytt af phillipseamore á Fös 21. Okt 2016 17:11, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 07. Jan 2016 09:26

phillipseamore skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Ég keypti íbúð 2010 sirka.
Seldi hana fyrir 2 árum. Kaupi á 17.8. Sel á 22.5


17.800.000 kr. í janúar 2010 eru jafnt og 20.744.559 kr. í janúar 2014 (vísitala neysluverðs).

Meðal fermetraverð í fjölbýli (<90fm) í RVK (jan 2010): 229.294 kr. (ársmeðaltal 232.419 kr.)
Meðal fermetraverð í fjölbýli (<90fm) í RVK (jan 2014): 309.303 kr. (ársmeðaltal 324.266 kr.

Hefðir þurft að selja á 24-25 milljónir til að vera á sléttu.

Heimildir:
https://hagstofa.is/talnaefni/efnahagur ... ysluverds/
http://www.skra.is/markadurinn/verdsja-fasteigna/


Já það er rétt. Í dag eru eins íbúðir og ég seldi á 22.5 komnar í 25ish

Íbúðin sem ég er í er komin upp fyrir 30m



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf rapport » Fim 07. Jan 2016 09:50

Keypti mína 2011, fasteignamat á henni var 19,3 og ég fékk hana á 19,2 greiddi 2,0 út og yfirtók lán fyrir 17,2

Þau skiptust í 11,1 frá 2004 3,1 frá 1990 og 3,0 síðan 1991 = sum lánin voru hálfnuð = afborganir fara ekki eingöngu í vaxtakostnað oglánið greiðist hraðar niður.

Í dag standa lánin í 19,3 og fasteignamat er komið í 25,5 og eignir hér í kring að seljast á 27-29,9.

Og þetta er í næst ódýrustu götunni í Monopoly.... Hraunbænum.




Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Axel Jóhann » Fim 07. Jan 2016 09:58

Ég kaupi íbúð í mars 2014 á 20.500.000, 4,3 út og 16,4 lán í dag eru 15.8 áhvilandi og eru eins íbúðir að seljast á 25-6, svo að það er ágætis ávöxtun á stuttum tíma.


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2493
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf svanur08 » Fim 07. Jan 2016 10:37

Make money money money make money money money, money money. :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf rapport » Fim 07. Jan 2016 15:27

Axel Jóhann skrifaði:Ég kaupi íbúð í mars 2014 á 20.500.000, 4,3 út og 16,4 lán í dag eru 15.8 áhvilandi og eru eins íbúðir að seljast á 25-6, svo að það er ágætis ávöxtun á stuttum tíma.


Nema þetta er ekki ávöxtun ef þú getur ekki leyst út hagnaðinn.

Ef þú ætlar í sambærilega eign í dag þá þarftu að greiða 25-26 milljónir.

Það sem þetta þýðir fyrir þig er að nú greiðir þú meira í fasteignagjöld og eiginfjárhlutfallið þitt hefur batnað = það er hægt að lána þér meiri peninga.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf nidur » Fim 07. Jan 2016 19:03

Passa sig bara að eiga ekki mikið meira en 100 milljónir í fasteignum ef stjórnvöld halda áfram með auðlegðarskattinn.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 08. Jan 2016 18:48

Skemmtilegar umræður - ætla að láta hlutabréf/skuldabréfa umræða vera en;

Fasteign einstaklings er í einföldu máli er algengasta fjárfestingarform almennings og þar sem þú/þið/fjölskyldan býr sjálf/ur í fasteigninni er sú fjárfesting almennt ekki talin mjög áhættusöm. (tapar bara ef þú hættir að borga sjálfum þér leigu fyrir afborguninni eða borgar sjálfur ekki af láninu/gjöldin)

Atvinnuhúsnæði er allt annar handleggur en íbúðarhúsnæði en áhættan þar talin samt töluverð (gjaldþrot og greiðslufall fyrirtækja)

Leiguhúsnæði hérlendis er talin áhættusöm fjárfesting þar sem hlutfall þeirra sem greiða ekki leigu og sá tími sem það tekur að koma fólk út úr íbúðum er langur. Auk þess er alltaf hætta á skemmdum á leiguhúsnæði þar sem leigutaki er ekki í standi til að borga viðgerðir / skemmdir. Viðgerðarkostnaður hérlendis er hár og oft hærri á leigusvæði eru í eldra hússnæði (101, hlíðar og vesturbær í versta standi hvað viðhald varðar t.d.)Til að fá hámarks leigu þarf að vera miðsvæðis oftast í eldra húsnæði. (mun algengara en fólk heldur að leigutaki borgi ekki eða skemmi húsnæði)

Að kaupa eign til að leigja út getur borgað sig ef menn skulda lítið í henni og ekki kemur til viðgerða.

Dæmi 1: 25mkr eign, skuldar 15-17mkr (eðlileg afborgun 100-150þ (fer eftir vtr/óvtr 20-40ára osfr), hússjóður 10-20þ, rafmagn+hiti 10þ = 120-190þ beinn kostnaður) - líklegast erfitt að leigja slíka eign nema miðsvæðis RVK fyrir 200þ plús (20% skattur af leigu ath)

Dæmi 2: 25mkr eign, skuldar 20-22mkr (eðlileg afborgun 125-175þ (fer eftir vtr/óvtr 20-40ára osfr) , hússjóður 10-20þ, rafmagn+hiti 10þ = 145-205þ - segir sig sjálft að þetta dæmi borgar sig aldrei í leigu. (20% skattur af leigu ath)


Viðmið : Ef við hugsum samt dæmi út frá því að eiga 20mkr á sparnaðar reikning með 4% vöxtum (800.000kr á ári - 20% skattur = 640.000 kr.) - 5mkr á sparnaðarreikning með 4% vöxtum = 160.000kr eftir skatt.
En athugið að hér er engin áhætta þar sem nýju reglur ESB sem gilda líka hérlendis tækla að einstaklingar eru tryggðir af viðkomandi ríki fyrir 140.000€ (ath. sögustund úr hruninu 2007) en áhætta fylgir alltaf leiguhúsnæði, sama hvað fjölmiðlar vilja heilaþvo almenning.


Leigudæmi miðað við vaxtatekjur af bankareikning.
Ef aðili fær 20þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 240.000kr
Ef aðili fær 30þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 360.000kr
Ef aðili fær 40þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 480.000kr
Ef aðili fær 50þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 600.000kr
Ef aðili fær 60þ krónur í vasann eftir kostnað af leigu og eftir skatta = 720.000kr

Auðvelt má sjá að það þarf að eiga mjög stóran/frekar stóran eignarhluta í íbúð/húsnæði svo viðkomandi reikningsdæmi gengur upp sérstaklega á svæðum miðsvæðis.

Því er bankabókin betri fjárfesting að mörgu leyti en leiguíbúð (ath. hér er ekki reiknað með hækkunum eða verðbólgu sem getur breytt öllu, bæði á jákvæðann hátt og neikvæðann - meira virði = hærri fasteignagjöld ef fasteignamat hækkar í samræmi, verðbólga hækkar lánið ofc.)

Líklegast í dag er of seint til að fjárfesta í leiguhúsnæði þar sem miklar hækkanir hafa þegar orðið á fasteignamarkaði, nema menn nái að kaupa á svæðum sem eru eftir t.d. Breiðholt, hluti af Kóp og hfj. (ath að þar er líka lægri leiga því þarf að reikna dæmið)

Hækkanir á húsnæði er samt ekki raunverulegur hagnaður þar sem sambærilegt/stærra húsnæði hækkar líka, því græða menn í raun ekki neitt nema fara út af fasteignamarkaðnum til að leysa út hagnaðinn eða fara á ódýrari svæði. (e.exit strategy)

Vona að ég drepi ykkur ekki úr leiðindum, þar var ekki ætlunin vildi eingöngu sýna einfalda mynd á mannamáli af frekar flóknum pælingum, en takk fyrir góðar umræður \:D/

Kv. fyrrum leiðinlegi bankalögfræðingurinn sem vann í lánadeild. :guy


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 08. Jan 2016 18:49

nidur skrifaði:Passa sig bara að eiga ekki mikið meira en 100 milljónir í fasteignum ef stjórnvöld halda áfram með auðlegðarskattinn.


Bjarni Ben afnumdi skattinn um leið og hann varð fjármálaráðherra ef mig minnir rétt :happy

edit: skal hafa þetta rétt, hann endurnýjaði ekki skattinn, hann afnumdi hann ekki.
Síðast breytt af Dr3dinn á Sun 10. Jan 2016 01:43, breytt samtals 1 sinni.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf nidur » Lau 09. Jan 2016 10:02

Dr3dinn skrifaði:Bjarni Ben afnumdi skattinn um leið og hann varð fjármálaráðherra ef mig minnir rétt :happy


Enda gott mál, aldrei að vita hvað næsta ríkistjórn gerir :)




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Garri » Lau 09. Jan 2016 10:21

Dr3dinn.. skiptir í sjálfu sér ekki öllu hvað þú átt mikið í íbúðinni. Þú verður að reikna inn ávöxtunarkröfu á eigið fé sem þú átt í íbúðinni. Ef þú átt 10 millur og fjárfestir í íbúð, þá þarftu að reikna með í það minnsta 5.5% vexti sem kostnað eða 550þús á ári um 50.000 á mánuði osfv.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf nidur » Lau 09. Jan 2016 10:29

Dr3dinn skrifaði:Skemmtilegar umræður


Takk fyrir þetta innlegg,

Ég var einmitt búinn að reikna út svipað, nema að það var fyrir litla íbúð sem kostaði 15m og 3m innborgun í byrjun.

20-25 þús í gróða á mánuði 300 þús á ári í stað 120 þús ef maður væri með 3m á bankareikning.
En ég var ekki að horfa á gróðann á leigunni einungis heldur það að íbúðin myndi hækka eitthvað á næstu árum og að hún borgi sig sjálf niður.

Ef við miðum svo við 4 ár þá væri maður búinn að greiða niður 1m, íbúðin hefði hækkað um 1m og leigutekjur 1m
Þannig að ef að ég myndi selja hana á 16m þá ætti ég 11m eftir af lánunum þeas. 5m og svo 1m sem ég hefði í gróða.

3m í 6m á 4 árum er fín fjárfesting myndi ég halda, ef við myndum sleppa alveg gróðanum þá væru þetta samt 5m




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Dr3dinn » Lau 09. Jan 2016 12:49

Garri skrifaði:Dr3dinn.. skiptir í sjálfu sér ekki öllu hvað þú átt mikið í íbúðinni. Þú verður að reikna inn ávöxtunarkröfu á eigið fé sem þú átt í íbúðinni. Ef þú átt 10 millur og fjárfestir í íbúð, þá þarftu að reikna með í það minnsta 5.5% vexti sem kostnað eða 550þús á ári um 50.000 á mánuði osfv.


Eigið féið byggist náttúrulega út frá eignarhlutanum í íbúðinni, því lægri sem hann er því meira þarftu að borga af lánum, þar af leiðandi vexti til viðkomandi fjármálafyrirtækis (banka/lífeyrissjóðs)

Þarft í rauninni hærri ávöxtunarkröfu á leiguíbúð en vexti á bankabók (alltaf að hugsa um skatta líka) því áhættan er meiri.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Dr3dinn » Lau 09. Jan 2016 13:03

nidur skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Skemmtilegar umræður


Takk fyrir þetta innlegg,

Ég var einmitt búinn að reikna út svipað, nema að það var fyrir litla íbúð sem kostaði 15m og 3m innborgun í byrjun.

20-25 þús í gróða á mánuði 300 þús á ári í stað 120 þús ef maður væri með 3m á bankareikning.
En ég var ekki að horfa á gróðann á leigunni einungis heldur það að íbúðin myndi hækka eitthvað á næstu árum og að hún borgi sig sjálf niður.

Ef við miðum svo við 4 ár þá væri maður búinn að greiða niður 1m, íbúðin hefði hækkað um 1m og leigutekjur 1m
Þannig að ef að ég myndi selja hana á 16m þá ætti ég 11m eftir af lánunum þeas. 5m og svo 1m sem ég hefði í gróða.

3m í 6m á 4 árum er fín fjárfesting myndi ég halda, ef við myndum sleppa alveg gróðanum þá væru þetta samt 5m


Verður að reikna með vöxtum/vtr af 12mkr láninu, borgar rauninni ekkert af láninu fyrstu árin þess (getur vissulega sett þau mismunandi upp) heldur bara vexti, 12mkr óverðtryggt lán til 25-30ár greiðiru til að mynda eingöngu vexti fyrstu 5-10árin af afborguninni, þ.e. mikil meirihluti eru bara vextir.

Vaxtakostnaður hérlendis er mjög hár, sérstaklega ef þú vilt vera safe og taka óverðtryggt lán (6,95-8% vextir)... en óverðtryggðu hafa lægri vaxtakröfu en eru mun áhættusamari og viðkæmari fyrir öllum breytingum í samfélaginu. (engu að síður borgaru raunverulega ekkert af láninu) - 5% verðbólga hérlendis t.d. eða verðbólgu skot og lánin þín mun hækka í samræmi við það og allar afborganir nánast horfnar út í hafsauga.

Fyrstu árin greiðiru ekki 2mkr af 12mkr láni, það er of mikil einföldun nema þú ætlir að setja allan mismun af láninu beint inn á höfuðstól + aukalega frá þér sjálfum. (mikil sparnaður og líklegast besta fjárfesting sem almenningur gerir er að losa sig við lán)

Tókstu ekki örugglega 20% fjármagnstekjur af viðkomandi upphæð áður en þú dregur frá kostnað? Þannig leigufjárhæð 100.000 kr dreguru fyrst 20% frá sem er í raun fjárhæðin sem þú reiknar þig út frá kostnaðinn þ.e. (80.000 kr - kostnaður/lán/hússjóður = afgangur)

Annars er mjög hollt að spá í þessu og spyrja áður en menn stökkva í svona framkvæmdir, vildi óska þess að allir væru svona skynsamir að spyrja og hinkra í staðinn fyrir að taka 20-40mkr verðtryggð lán og stökkva í djúpu laugina.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf nidur » Lau 09. Jan 2016 13:53

Dr3dinn skrifaði:Annars er mjög hollt að spá í þessu og spyrja áður en menn stökkva í svona framkvæmdir, vildi óska þess að allir væru svona skynsamir að spyrja og hinkra í staðinn fyrir að taka 20-40mkr verðtryggð lán og stökkva í djúpu laugina.


Hvað ætli maður megi áætla að húsnæðisverð hækki miðað við verðbólgu?

er of lítið að áætla 3% verðbólgu á ári næstu 4 árin og 1.5% hækkun á húsnæðisverði á sama tíma eða ætti maður að nota sömu prósentutölu?




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Dr3dinn » Lau 09. Jan 2016 13:55

Skynsamlegt er að setja alltaf hærri tölu en viðmiðunartölur banka/SÍ, en þetta er algjört gamble út í loftið :S

Hækkun húsnæðisverð miðast við hverfi og stærð fremur en fastmiðaða prósentu. Sum hverfi eru til dæmis að verða búin að maxa sig.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf nidur » Lau 09. Jan 2016 14:33

Ef ég miða við 15m íbúð 5m innborgun í byrjun og þá 10m óverðtryggt lán til 40ára með 65þ greiðslu á mánuði.

120þ leiguverð (fyrir sirka 45fm íbúð á höfuðborgarsvæðinu) ekki innifalið vatn, rafmagn og hússjóð.
Fasteignagjöld 4þ, tryggingar 3þ og 65þ í lánið á mánuði, samtals 72þ
skattar 24þ gerir 96þ eftir skatta eða 24þ á mánuði.

24þ á 4 árum gerir 1,15m

Íbúðin hefur hugsanlega hækkað úr 15m í 15,9m miðað við 1,5% hækkun á ári.

Lánið hefur lækkað úr 10m í 9.8m, þannig að ef hún yrði seld á þessum tímapunkti þá fengum við 6,1m + 1,15m = 7,15m eða 2,15m á 4 árum

Held að ég hafi engu gleymt í þessum útreikningum.

---
Ákvað að bæta þessu við,

Ef ég myndi hinsvegar setja þessar 5m inn á núverandi húsnæðislán sem ég er með þá myndi það spara 3,8m í heildarlánskosnaði á láninu, ef ég myndi ekki halda áfram að borga aukalega inn á það og klára næstu 30 ár.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Garri » Lau 09. Jan 2016 16:03

Dr3dinn skrifaði:
Garri skrifaði:Dr3dinn.. skiptir í sjálfu sér ekki öllu hvað þú átt mikið í íbúðinni. Þú verður að reikna inn ávöxtunarkröfu á eigið fé sem þú átt í íbúðinni. Ef þú átt 10 millur og fjárfestir í íbúð, þá þarftu að reikna með í það minnsta 5.5% vexti sem kostnað eða 550þús á ári um 50.000 á mánuði osfv.


Eigið féið byggist náttúrulega út frá eignarhlutanum í íbúðinni, því lægri sem hann er því meira þarftu að borga af lánum, þar af leiðandi vexti til viðkomandi fjármálafyrirtækis (banka/lífeyrissjóðs)

Þarft í rauninni hærri ávöxtunarkröfu á leiguíbúð en vexti á bankabók (alltaf að hugsa um skatta líka) því áhættan er meiri.


Ríkistryggð skuldabréf eru með um 5-6% nafn vexti. Þú verður í það minnsta að reikna þá inn í þetta dæmi til að fá út nokkuð rétt kostnaðar leiguverð.

Fannst þú algjörlega sleppa öllum kostnaði á eigið fé í þessum útreikningum þínum, kannski las ég þetta bara of hratt?




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Dr3dinn » Sun 10. Jan 2016 01:41

Garri skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:
Garri skrifaði:Dr3dinn.. skiptir í sjálfu sér ekki öllu hvað þú átt mikið í íbúðinni. Þú verður að reikna inn ávöxtunarkröfu á eigið fé sem þú átt í íbúðinni. Ef þú átt 10 millur og fjárfestir í íbúð, þá þarftu að reikna með í það minnsta 5.5% vexti sem kostnað eða 550þús á ári um 50.000 á mánuði osfv.


Eigið féið byggist náttúrulega út frá eignarhlutanum í íbúðinni, því lægri sem hann er því meira þarftu að borga af lánum, þar af leiðandi vexti til viðkomandi fjármálafyrirtækis (banka/lífeyrissjóðs)

Þarft í rauninni hærri ávöxtunarkröfu á leiguíbúð en vexti á bankabók (alltaf að hugsa um skatta líka) því áhættan er meiri.


Ríkistryggð skuldabréf eru með um 5-6% nafnvexti. Þú verður í það minnsta að reikna þá inn í þetta dæmi til að fá út nokkuð rétt kostnaðar leiguverð.

Fannst þú algjörlega sleppa öllum kostnaði á eigið fé í þessum útreikningum þínum, kannski las ég þetta bara of hratt?


Ríkisskuldabréfin flækja tiltölulega einfalda umræðu nokkuð þar sem almenn vaxtakrafa þeirra er hærri til lengri ára, ef þú bíður til loka skuldabréfsins (5,65% núna) en ef þú þarf einhvern tímann að selja lækkar krafan/vaxtaprósentan (söluverð er oft talað um 5,6% á fullu verði sem lækkar og hækkar -og má ekki gleyma 20% fjármagnstekjur)

Held við ættum ekki að setja ríkisskuldabréfin í jöfnuna, þótt að sjálfsögðu að hún sé gott viðmiðunargagn ef fólk getur tekið langtíma fjárfestinguna til 20-30ára til að hámarka virði ríkisskuldabréfsins (ef mig minnir rétt, skal alveg setja fyrirvara á hversu vel ég man smáatriði með rskbr)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf dori » Sun 10. Jan 2016 14:18

Þetta sem Dr3dinn er búinn að segja hérna rímar rosalega vel við það litla sem ég hef reiknað út í þessu. Fyrir einstakling (þar sem maður er ekki með einhverjar klikkaðar fjárhæðir) þá borgar sig eiginlega bara að fara með peninginn inná bankabók því að það eru alltof háir vextir á þessu landi. Þegar það er hægt að fá yfir 4% vexti á reikningum með engan binditíma þá þurfa fjárfestingar að skila mjög háum vöxtum til að áhættan borgi sig.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf urban » Sun 10. Jan 2016 14:26

nidur skrifaði:Ef ég miða við 15m íbúð 5m innborgun í byrjun og þá 10m óverðtryggt lán til 40ára með 65þ greiðslu á mánuði.

120þ leiguverð (fyrir sirka 45fm íbúð á höfuðborgarsvæðinu) ekki innifalið vatn, rafmagn og hússjóð.
Fasteignagjöld 4þ, tryggingar 3þ og 65þ í lánið á mánuði, samtals 72þ
skattar 24þ gerir 96þ eftir skatta eða 24þ á mánuði.

24þ á 4 árum gerir 1,15m

Íbúðin hefur hugsanlega hækkað úr 15m í 15,9m miðað við 1,5% hækkun á ári.

Lánið hefur lækkað úr 10m í 9.8m, þannig að ef hún yrði seld á þessum tímapunkti þá fengum við 6,1m + 1,15m = 7,15m eða 2,15m á 4 árum

Held að ég hafi engu gleymt í þessum útreikningum.

---
Ákvað að bæta þessu við,

Ef ég myndi hinsvegar setja þessar 5m inn á núverandi húsnæðislán sem ég er með þá myndi það spara 3,8m í heildarlánskosnaði á láninu, ef ég myndi ekki halda áfram að borga aukalega inn á það og klára næstu 30 ár.


Þarna ertu að reikna bara með föstum kostnaði við íbúðina, það má nefnilega ekki gleymast að óhöpp geta komið upp, það fer hjá þér t.d. klóakslögn eða eitthvað álíka, þá eru hundraðþúsundkallarnir fljótir að hverfa, það þarf að skipta um þak eða klæða húsið á þessum 40 árum líka, þar hverfa hundraðþúsundkallarnir líka hratt.

Ef að ég færi út í fasteignakaup til fjárfestingar/ávöxtunar þá hugsa ég að ég myndi frekar skoða atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði, bara einfaldlega vegna þess að þar eru (að mínu mati) minni líkur á óhöppum á húsnæði annars vegar og ætti að vera mun betra að fá trygga og örugga leigendur.

Þegar að ég segi atvinnuhúsnæði þá meina ég t.d. skrifstofu eða lagerhúsnæði eða álíka.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf nidur » Sun 10. Jan 2016 16:00

urban skrifaði:Þarna ertu að reikna bara með föstum kostnaði við íbúðina, það má nefnilega ekki gleymast að óhöpp geta komið upp, það fer hjá þér t.d. klóakslögn eða eitthvað álíka, þá eru hundraðþúsundkallarnir fljótir að hverfa, það þarf að skipta um þak eða klæða húsið á þessum 40 árum líka, þar hverfa hundraðþúsundkallarnir líka hratt.


Þetta er alveg satt hjá þér, en í þessu dæmi var ég að setja fram hugmynd um ávöxtun á fé í 4 ár, þá myndi ég versla íbúð í húsi sem væri nýlega búið að lagfæra og þyrfti ekki á standsetningu fyrir útleigu.

Það sem ég myndi vera hræddastur við er að missa út einhverja mánuði í leigu og eins og þú segir að laga tjón úr eigin vasa sem tryggingarnar covera ekki.

Og þessi pæling hjá mér var bara að sjá hvort að dæmið myndi ganga upp, sem að það myndi gera að mestu leyti miðað við 35-40% eignarhlutfall allt minna en það er bara tap.