Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Vaktari
Póstar: 2518
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 242
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn

Pósturaf GullMoli » Mið 30. Des 2015 20:46

Greinin á Vísir.is

Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli.

Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri.

„Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli.

Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir.

„Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli.

Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum.



Hvað segja menn við þessu?

EDIT: Well, þetta varð nú heldur betur ómerkilegt


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 240
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn

Pósturaf nidur » Mið 30. Des 2015 21:28

Er málið þá að slökkva á servernunum sem eru ekki á UPS í nótt? :)



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn

Pósturaf Halli25 » Mán 04. Jan 2016 14:19

var að keyra austur á klaustur einmitt um þetta leiti og komu 4 rosalega eldingar


Starfsmaður @ IOD


isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn

Pósturaf isr » Mán 04. Jan 2016 14:48

Er á suðausturlandi,þar gengu yfir eldingar á gamlársdag og grilluðu einn spenni frá rarik í sumarhúsahverfi skammt frá.