Úrvalið í ÁTVR

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf hakkarin » Sun 01. Nóv 2015 19:55

Ein af þeim rökum sem að hafa verið gefin gegn því að ríkið hætti að sjá um sölu áfengis er að þá myndi úrval minka. Þá er okkur sagt að úrvalið í átvr sé svo gott. En hvaða úrval er það eiglega? Þeir sem að kaupa bara bjór og vodka og svo kanski einstaka jameson taka kanski ekki eftir þessu, en sem viskí áhugamaður að þá fer það oft í tauganar á mér hversu oft maður les um eitthvað áhugavert viskí á netinu sem að er auðveldlega aðgengilegt annarstaðar í heiminum en er svo ekki selt hérna. Meira segja stóru vörumerkinn eins og Johnny walker eru bara með einföldustu viskín sín hérna, eða þar að segja red label, black label og double black. Gold label og green label (ég hef heyrt að green label sé það besta) eru ekki seld (heyrði reyndar að blue label væri selt í fríhöfninni, get þó ekki staðfest það).

Þá virðist ballantine's 17 ekki vera selt hér heldur þrátt fyrir að eiga að vera besta ballantine's viskíð og bara stórkostlegt viskí almennt eftir því sem að ég hef lesið. Það er bara hægt að kaupa ballantine's finest (sem er drasl) og svo 12 ára (sem að ég hef heyrt að sé ágæt).

Um hvað er fólk eiglega að tala þegar það segir að úrvalið í átvr sé svona æðislegt???




Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Klara » Sun 01. Nóv 2015 20:51

Fullyrðing: Vöruúrvalið í búðum yrði ekki jafn gott og í vínbúðunum

Hakkarin: Það er ekki allt viský sem fæst í ríkinu og þar af leiðandi er fullyrðingin röng.

Fallacy = 0% :baby



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Revenant » Sun 01. Nóv 2015 21:18

Ertu búinn að tala við ÁTVR / innflutningaðilana?

Ef svo er þá er greinilega ekki nægilega stór markaður fyrir svona vín á íslandi.
Ef svo er ekki þá ættiru að byrja á því að tala við þá því ef enginn biður um svona vín þá eru þau ekki pöntuð.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6302
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 442
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf worghal » Sun 01. Nóv 2015 21:25

þú getur látið panta fyrir þig nánast hvað sem er minnir mig svo lengi sem það sé þess virði fyrir þá að panta, s.s. ekki eina kippu af bjór, frekar 2 flöskur af góðu dýru viskí.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Xovius » Sun 01. Nóv 2015 21:53

Í öllum borgum á stærð við reykjavík erlendis er yfirleitt að minnsta kosti ein sérverslun með fín vín og wiský og svoleiðis. Held að ef sala væri leyfð fyrir utan ríkið þá væri kannski minna úrval í bónus en er í ríkinu en í staðinn væru sérverslanir með ýmislegt annað. Tökum sem dæmi píputóbak. Í flestum sjoppum er hægt að fá tvær þrjár tegundir en svo eru sérverslanir eins og Björk sem hafa mun meira úrval.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf hakkarin » Sun 01. Nóv 2015 22:37

Revenant skrifaði:Ef svo er þá er greinilega ekki nægilega stór markaður fyrir svona vín á íslandi.


Hvernig veistu það ef að áfengissala lítur ekki markaðslögmálum til þess að byrja með?

Xovius skrifaði:Í öllum borgum á stærð við reykjavík erlendis er yfirleitt að minnsta kosti ein sérverslun með fín vín og wiský og svoleiðis. Held að ef sala væri leyfð fyrir utan ríkið þá væri kannski minna úrval í bónus en er í ríkinu en í staðinn væru sérverslanir með ýmislegt annað. Tökum sem dæmi píputóbak. Í flestum sjoppum er hægt að fá tvær þrjár tegundir en svo eru sérverslanir eins og Björk sem hafa mun meira úrval.


Og ekki gleyma því að internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk verslar. Þótt svo að það væri bara einn verslun að þá gæti hún samt leyft fólki að versla við sig rafrænt og látið síðan senda sér varningin.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Revenant » Sun 01. Nóv 2015 22:59

hakkarin skrifaði:
Revenant skrifaði:Ef svo er þá er greinilega ekki nægilega stór markaður fyrir svona vín á íslandi.


Hvernig veistu það ef að áfengissala lítur ekki markaðslögmálum til þess að byrja með?


Lágmarkspöntun er oftast X einingar (1 kassi með 6/9 flöskum eða jafnvel heilt vörubretti) - nema þetta sé eitthvað mjög dýrt vín.
Ef eftirspurnin er ekki næg þá borgar það sig ekki að panta (bæði ÁTVR og innflytjandinn verða að hafa ákveðna arðsemi af svona pöntunum).
Þar fyrir utan þá kostar að halda lager (ef við á) og hillupláss í búðum kostar (oft 500-2500 tegundir í búðum).




Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Klara » Sun 01. Nóv 2015 23:05

hakkarin skrifaði:
Revenant skrifaði:Ef svo er þá er greinilega ekki nægilega stór markaður fyrir svona vín á íslandi.


Hvernig veistu það ef að áfengissala lítur ekki markaðslögmálum til þess að byrja með?



](*,) ](*,) ](*,)




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Olli » Sun 01. Nóv 2015 23:17

Ef þú þykist vera viskíáhugamaður og þig langar í green label, þá tekuru upp símann og pantar green label, djöfulsins væll er alltaf í þér!



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 02. Nóv 2015 09:42

Það er mjög gott úrval í Heiðrúni af vískíi. Og ef þér vantar eitthvað sérstakt, þá pantaru það



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf hakkarin » Mán 02. Nóv 2015 22:33

Jón Ragnar skrifaði:Það er mjög gott úrval í Heiðrúni af vískíi. Og ef þér vantar eitthvað sérstakt, þá pantaru það


Ég skoða úrvalið á vefsvæði þeirra. Þar getur maður séð allt sem að er til. Annað neyðist maður til að kaupa á netinu, hafi maður efni á því og tímir.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Hannesinn » Mán 02. Nóv 2015 23:03

Ég er með heimabar og er með mikið af líkjörum og áfengi sem alla jafna er ekki í hillunum í ríkinu. Að því sögðu, þá langar mig að benda á þá einföldu staðreynd að ÁTVR er ekki innflytjandi að áfengi. Það eru heildsalar sem flytja inn áfengi, og ef þeir á annað borð flytja það inn, þá er lítið mál að kaupa það í gegnum ÁTVR, þar sem þeir mega ekki selja það sjálfir beint nema til þeirra sem hafa vínveitingaleyfi.

Ef þig langar að tuða yfir lélegu úrvali af Johnny Walker vískíum, kvartaðu þá við Ölgerðina. Þeir flytja það inn.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf hakkarin » Þri 03. Nóv 2015 13:41

Hannesinn skrifaði:Að því sögðu, þá langar mig að benda á þá einföldu staðreynd að ÁTVR er ekki innflytjandi að áfengi. Það eru heildsalar sem flytja inn áfengi


Þá eru rökinn fyrir átvr jafnvel ennþá veikari, að því að þá þjónar þessi sjoppa engum tilgangi öðrum heldur en þeim að viðhalda matador ríkisins yfir áfengissölu.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 04. Nóv 2015 10:36

Það þykir samt gríðarlega gott úrval í ÁTVR miðað við annað. T.d í Svíþjóð er ekki svona gott viskí úrval :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


davida
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mið 20. Jan 2010 20:49
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf davida » Mið 04. Nóv 2015 10:47

Jón Ragnar skrifaði:Það þykir samt gríðarlega gott úrval í ÁTVR miðað við annað. T.d í Svíþjóð er ekki svona gott viskí úrval :)


Tjah, það er nú þokkalegt hérna í Svíþjóð. Ef ég skoða vef systembolaget sé ég 160 mismunandi tegundir til á lager hér í krummaskuðsbúðinni í smábænum sem ég bý í, og ~1500 tegundir sem hægt er að panta í heildina litið :)



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1986
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 263
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf einarhr » Mið 04. Nóv 2015 10:56

Sem Whiskey áhugamaður þá er mér bara nokkuð sama þó svo að Johhy Walker Green, Blue eða Black sé ekki til á meðan það eru gæða Single Malt Whiskey í ÁTVR.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 04. Nóv 2015 11:32

davida skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Það þykir samt gríðarlega gott úrval í ÁTVR miðað við annað. T.d í Svíþjóð er ekki svona gott viskí úrval :)


Tjah, það er nú þokkalegt hérna í Svíþjóð. Ef ég skoða vef systembolaget sé ég 160 mismunandi tegundir til á lager hér í krummaskuðsbúðinni í smábænum sem ég bý í, og ~1500 tegundir sem hægt er að panta í heildina litið :)



Nújæja. Var bara búinn að heyra einhverja nefna að úrvalið væri afar gott hérna og betra en í Svíþjóð :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf hakkarin » Lau 07. Nóv 2015 18:01

einarhr skrifaði:Sem Whiskey áhugamaður þá er mér bara nokkuð sama þó svo að Johhy Walker Green, Blue eða Black sé ekki til á meðan það eru gæða Single Malt Whiskey í ÁTVR.


Held að Green label þykki góður akkúrat að því að hann er blandaður eiglega næstum bara með single malts. En annars fynnst mér þessi mýta um að single malts (eða einmöltungar á Íslensku) séu allaf betri vera rugl. Ég hef alveg smakkað single malts sem að eru ekkert spes. Líklega hafa blönduð viskí fengið orðspor sem óæðri viskí að því að flestir sem að kaupa þau eru að kaupa eitthvað ódýrt.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Lau 07. Nóv 2015 21:27

Þetta er bara tíska, hér áður fyrr var litið á single malt sem "ingredient" í blended whiskey og single malt mun ódýrara. Svo hefur þetta breyst á síðustu 50 árum. Uppáhalds whiskey-in mín eru nú samt öll single malt, bottom line: aldrei láta neinn segja þér hvað er betra en eitthvað annað. Þegar kemur að whiskey þá er þetta algjörlega einstaklingsbundið.




BO55
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf BO55 » Sun 08. Nóv 2015 01:54

Single malts eru viskí. Blended eru blöndur af single malts. Blöndur geta stundum verið ágætar - þær eru blandaðar til að henta "flestum", eða hugsaðar fyrir "main stream" markað. Það gilda mismunandi reglur með þessar gerðir um aldur. Viskí áhugamenn drekka ekki blöndur, þeir drekka single malt. Ef þú ert að feta þig áfram í viskí fræðum, þá lestu þig til, smakkar hin ýmsu single malt viskí og finnur svo hvað hentar þér. Ef þú smakkar blöndur samhliða single malt, þá finnst þér blöndurnar vondar.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 08. Nóv 2015 13:35

BO55 skrifaði:Single malts eru viskí. Blended eru blöndur af single malts. Blöndur geta stundum verið ágætar - þær eru blandaðar til að henta "flestum", eða hugsaðar fyrir "main stream" markað. Það gilda mismunandi reglur með þessar gerðir um aldur. Viskí áhugamenn drekka ekki blöndur, þeir drekka single malt. Ef þú ert að feta þig áfram í viskí fræðum, þá lestu þig til, smakkar hin ýmsu single malt viskí og finnur svo hvað hentar þér. Ef þú smakkar blöndur samhliða single malt, þá finnst þér blöndurnar vondar.


Þetta er einfaldlega rangt, viskí áhugamenn drekka það viskí sem þeim finnst gott. Hvort sem það er blended eða ekki.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf Pandemic » Sun 08. Nóv 2015 14:36

Þetta er einmitt kjaftæði, single malt og blended eru bara tvær mismunandi aðferðir við að fá bragð prófíl.
Blended er blandað til að ná consistent bragð prófíl versus single malt sem getur verið viltara.




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Úrvalið í ÁTVR

Pósturaf machinefart » Mán 09. Nóv 2015 00:12

Sem bjór áhugamaður er ég mjög ánægður með úrvalið í ÁTVR, þar að auki kemst ég í mjög gott úrval í gegnum sérpöntun. Kostur ÁTVR fyrir mér er ekki endilega eitthvað rugl með að það verði ekki til sérvöruverslun með góðu úrvali sé fríverslun opnuð, heldur verður þessi sérvöruverslun aldrei með 19% fasta álagningu :) Þið Egils Gull sötrandi auðlingar eruð nefnilega að niðurgreiða bjóráhugann minn, takk kærlega fyrir mig :)