Síða 1 af 1

Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Þri 20. Okt 2015 22:47
af hakkarin
Er bara kominn með svo mikið ógeð af þessari ofmetnu verslunarhátíð sem að hugsanlega er ekki einu sinni í biblíunni hvort eð er. Svo er ég ekkert trúaður. Þoli það ekki að þurfa að fara í bæjinn í einhverjar verslunarferðir með ættingjum þótt svo að ég vilji það ekki og taka svo þátt í einhverjum jólaþrifum heima hjá þeim (þótt svo að ég eigi ekki ennþá heima hjá þeim lengur hefur fjölskyldan samt alltaf fagnað jólunum heima hjá þeim). Þá hata ég líka allt þetta auglýsingardrasl sem er í kringum þetta. Strax komið jólaöl út í búð um miðjan oktober halló???

En hinsvegar veit ég ekki hvernig fjölskyldan mun bregðast við. Efa að hún verði glöð ef að ég vill ekki taka þátt í þessu, sérstaklega mamma. En þau verða bara að sætta sig við það. Hlusta ekki á eitthvað kjaftæði að maður verði að stunda einhverja siði bara útaf hefð og hópþrýstingi.

Eru einhverjir aðrir hérna sem að hata jólin?

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Þri 20. Okt 2015 22:54
af rapport
Ég get ekki sagt að ég hati þau... en ág var algjört jólabarn, notaði oft afmælispeningana mína til að kaupa jólagjafir handa öðrum sem krakki (svona er að eiga afmæli snemma í des)...

Mér finnst jólin fín enda eru margir í minni fjölskyldu sem passa sig á að vera ekki að gera þau að einhverri kvöð og enginn verður móðgaður ef maður segist ætla eiga rólegt kvöld heima einhverja af dögunum.

En mig hlakkar til að fá kalkún... nú er eins gott að ég fái kalkún einhverstaðar -_-

+ maður verður að hafa vit til að fatta að fólk á allt sem það langar í í dag, ekki reyna að vera sniðugur og keupa eitthvað fokdýrt dót handa öllum.

Fannst Pabbi einna sniðugastur í fyrra, ég fékk sortir af dóti sem hann pantaði af Ali express... líka slím til að þrífa lyklaborð... það var líklega ein af mínum uppáhalds gjöfum í fyrra og sú mest notaða... lol

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Þri 20. Okt 2015 23:19
af sopur
Mer finnst þetta of mikið hatur.

Ég hef gaman að jólunum, versla jólagjafir, hitta fjölskylduna og borða góðan mat - svo er auðvitað mjög gott að hafa það bara notalegt heima hjá sér einhverja daga líka.

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Þri 20. Okt 2015 23:28
af kiddi
Veit ekkert betra en að troða mig út af jólaöli og piparkökum og glápa á jólateiknimyndir með börnunum mínum og hlusta á jólatónlist. Skil vel að barnlausum þyki þetta orðið yfirborðskennt og markaðsvætt, en maður endurupplifir jólin í gegnum börnin sín og ég hlakka til jólanna á hverju ári þar sem ég fæ að deila jólunum með þeim, og það tengist jólagjöfum og auglýsingum bara nákvæmlega ekki neitt. Hátíð ljóss og friðar, og fjölskyldunnar. Er notabene trúlaus með öllu, og set í dag ekkert samasemmerki á milli trúarinnar og jólanna.

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Þri 20. Okt 2015 23:46
af nidur
Mér finnst mjög fínt að sleppa þessu jólainnkaupabrjálæði, en alltaf lendir maður í verslunarmiðstöðinni korter í jól.

Jólatónlistin í útvarpinu verður leiðinleg fljótt og auglýsingarnar.

Það sem ég sakna alltaf eru samt rjúpur ef þær eru ekki á boðstólnum, eins og hefur verið hjá mér seinustu 2 ár.

Og svo er heimurinn ein stór verslunarhátíð í dag alveg sama hvaða mánuður er.

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 00:41
af capteinninn
Það er bara ein hátíð og það er:

FESTIVUS


Mynd

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 07:50
af g0tlife
Ég er búinn að versla allar gjafir meiri segja fyrir kærustuna. Eina sem ég þarf að gera núna er að pakka þessu inn og slappa af :happy

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 07:53
af hagur
Scrooge much?

Annars er ég fullkomlega sammála Kidda hér að ofan.

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 08:31
af Tbot
hakkarin skrifaði:Er bara kominn með svo mikið ógeð af þessari ofmetnu verslunarhátíð sem að hugsanlega er ekki einu sinni í biblíunni hvort eð er. Svo er ég ekkert trúaður. Þoli það ekki að þurfa að fara í bæjinn í einhverjar verslunarferðir með ættingjum þótt svo að ég vilji það ekki og taka svo þátt í einhverjum jólaþrifum heima hjá þeim (þótt svo að ég eigi ekki ennþá heima hjá þeim lengur hefur fjölskyldan samt alltaf fagnað jólunum heima hjá þeim). Þá hata ég líka allt þetta auglýsingardrasl sem er í kringum þetta. Strax komið jólaöl út í búð um miðjan oktober halló???

En hinsvegar veit ég ekki hvernig fjölskyldan mun bregðast við. Efa að hún verði glöð ef að ég vill ekki taka þátt í þessu, sérstaklega mamma. En þau verða bara að sætta sig við það. Hlusta ekki á eitthvað kjaftæði að maður verði að stunda einhverja siði bara útaf hefð og hópþrýstingi.

Eru einhverjir aðrir hérna sem að hata jólin?



Þetta með jólahreingerninguna ér smá geggjun. Spurning um að segja sína skoðun á kurteisan en ákveðinn hátt.
En ekki gleyma því að það er ekki all skemmtilegt sem við gerum í nafni fjölskyldunnar en er samt hluti þess að vera fjölskylda. Því það er nú oft hún sem stendur með þér þegar harðnar á dalnum en ekki einhverjir ókunnugir.

Þetta með neysluna vegna jóla, hver og einn stjórnar því en ekki einhverjar auglýsingar.

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 12:54
af kassi

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 13:20
af Jón Ragnar
Ég elska jólin, Frábær tími til að eyða með fjölskyldu og vinum ásamt þess að borða frábæran mat.

Ég er með öllu trúlaus og tengi jól ekki neitt við Kristna trú

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 14:17
af stefhauk
Mér finnst jólin fín fínn matur fá einhverjar gjafir þó þær þurfa ekki að vera dýrar eins og þú segjir þá á maður allt sem manni vantar fá sér jólabjór og hafa það huggulegt en er svosem alveg sammála að það er hundleiðinlegt að kaupa gjafirnar í troðningnum í búðunum en það er svosem manni sjálfum að kenna að vera alltaf á seinustu stundu með þetta allt.

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 19:44
af Hrotti
Mér heyrirst þú nú ekki beint hafa "fagnað" jólunum hingað til heldur :)

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 19:49
af hakkarin
stefhauk skrifaði: fá sér jólabjór


Það var í tísku hjá mér í nokkur ár áðun en ég fattaði það að jólabjórinn er oftast bara drasl útgáfa af venjulega bjórnum. :guy


Hrotti skrifaði:Mér heyrirst þú nú ekki beint hafa "fagnað" jólunum hingað til heldur :)


Ég veit ekki til um að ég hafi vælt undan jólunum hingað til hérna á vaktinni. :hnuss

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 20:41
af vesley
hakkarin skrifaði:
Ég veit ekki til um að ég hafi vælt undan jólunum hingað til hérna á vaktinni. :hnuss


Síðast þegar ég gáði var Vaktin líka stofnuð sem spjallborð fyrir tækniumræðu og verðvakt. ;)




Koníakstofan
(708 Innlegg / 94.65% af innleggjum notanda)

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 20:53
af nidur
vesley skrifaði:Síðast þegar ég gáði var Vaktin líka stofnuð sem spjallborð fyrir tækniumræðu og verðvakt. ;)


Rofl...

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 21:07
af Baldurmar
Þetta var viðhorf mitt til margra ára, jólin voru bara stress og bull. Ég þurfti að eyða stórfé í jólagjafir sem að engum nýttust og fékk fullt af gjöfum sem í besta falli voru "sæmilegar". Ég hef aldrei verið trúaður og mér fannst verið að þvinga þetta á mig. En viðhorf mitt til jólanna hefur snarbreyst undanfarin ár.

Fyrir mér eru jólin mesti eðal-lúxus tími sem að ég fæ með fjölskyldunni og sjálfum mér, yfirleitt er allt snæviþakkt og allt svo rólegt (fyrir utan fólkið :roll: ).

Það skiptir mjög miklu máli með hvaða hugarfari maður nálgast hlutina. Ef að þér finnst jólagjafir og innkaup eyðileggja fyrir þér jólin, slepptu því bara. Semdu bara við fjölskylduna um að þau fái ekki gjafir og þú vonist til að fá engar/ sem flestar. Föndraðu kort eins og þegar þú varst barn og sendu frændum og frænkum. Reyndu að hitta þína nánustu amk 1 sinni í desember. Fáðu frænda þinn í kaffibolla, kíktu á frænku þína.

Mundu líka að þó að þú trúir ekki á jesús eða guð, þá er þessi hátið upprunalega hugsuð til að fagna því að á þessum tíma eru dagarnir loksins að lengjast (vetrarsólstöður). Kristinir voru duglegir að snúa heiðnum siðum í kristilegar hátíðir.

Þú getur skreytt nákvæmlega eins mikið og þú villt, ég læt yfirleitt nægja að setja upp gluggaljós sem að amma gaf mér.
Jólalýsingar fannst mér líka algjör þvæla og peningaplokk, núna finnst mér frábært hversu bjart.

Ég ætti líklegast að taka fram að þessi breyting kom fram á sama tíma og þegar ég fór loksins að fá viðeigandi hjálp við mínum geðvandræðum.

N.B
Mér finnst ennþá að jólagjafir eru eitthvað sem að er gert allllltof mikið úr :)

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 22:45
af Hrotti
:megasmile Núna er líka rétti tíminn til að panta sér jólaseríur á ebay ;) Ég keypti glugga seríur í allt húsið hjá mér (7 herb - 260fm) fyrir 6þús +toll/vsk

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 22:51
af zedro
Jólin eru æði! Afhverju, afsökun til að elda góðan mat, hanga með fjölskyldu og vinum, hlusta á jólalög, drekka jólaöl og horfa á flugelda!
Hef aldrei tengt jól og trú saman og er ekki á leiðinni að gera það.

Það sem er hrikalegt er að leita af pökkum enda er ég algjörlega búinn að draga úr því og fjölskyldan skal sko óska eftir einhverju nytsamlegu
í jólagjöf eða það fær út að borða, í leikhús eða einhverja upplifun.

Verslanir eru duglegar að auglýsa og skreyta, reyndar alltof duglegar, alltof snemma. Jólalögin eru þar einnig á ferðinni og eru orðin pirrandi þegar
loksins kemur að jólum :crying

En á þeim nótum, einn til að koma öllum í jóla gírinn! :twisted:

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 22:55
af Baldurmar

Re: Ætla að hætta að fagna jólunum

Sent: Mið 21. Okt 2015 23:42
af Lallistori
Sem unglingur þá þoldi ég ekki jólin en það hefur breyst með tímanum.
Núna er þetta uppáhaldstími ársins hjá mér enda á ég barn núna, fátt betra en að narta í piparkökur og horfa á jólateiknimyndir með drengnum.

Svo gef ég líka sjálfum mér alltaf uppfærslu í tölvuna eða uppfæri raftækin á þessum tíma sem er ekki leiðinlegt :megasmile

Kanski fínt að taka það fram að ég er anti-religion og ég lít á þennann tíma aðeins sem tækifæri til að éta yfir mig og njóta þess að vera með fjölskyldunni.