Síða 1 af 1

Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 22:42
af Dúlli
Hvar er besta að versla venjulega eldhúsinnréttingu ? þetta þarf ekkert að vera neitt fancy en samt heldur ekki drasl.

Hver er með bestu verðinn og bestu pakkana í þetta ?
Á maður að enda á því að versla þetta allt í IKEA ?

Þetta þarf ekkerta að vera neitt super bara fyrir venjulegt fólk, alveg sama hvort þetta sé eithva fancy merki eða hvað. Bara að þetta virki og sé gott í þessu.

Ráð ? :megasmile

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 22:55
af stefhauk
Færð allavegana besta verðið í IKEA. Foreldrar mínir keyptu sér eldhúsinnréttingu sérsmíðaða og kostaði það margfalt meira emm eldhúsinnréttingin sem er hjá mér úr ikea. Samt sem áður ekkert merkilegri.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 22:58
af rapport
Fyrir sama verð og ég hafði reiknað út hjá IKEA, þá ég innréttingu með tækjum hjá Fríform (það var reyndar einhver svaka afsláttur af hinu og þessu á þeim tíma)

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 22:59
af Dúlli
Akkurat, nákvæmlega það sem ég er búin að hugsa.

Er bara að velta fyrir mér hvað kostar fyrir þetta lið að hanna þetta, er búin að reyna nota þetta forrit sem þeir bjóða upp á og það er hræðilegt. Ekki sama vöru úrval og er á vefsíðu þeirra og er alltaf að lenda í því að þetta forrit frjósi og hætti að svara manni.

Henti áðan línu á nokkrar verslanir sem google henti mér. Er bara forvitinn hvað þetta lið tekur fyrir að henda saman pakka fyrir mann.

Bætt Við :

Þarf engin tæki. Bara innréttingu.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 23:13
af rapport
Það kostaði ekkert, var bara innifalið í verði innréttingarinnar.

Við hefðum þessvegna getað gengið út og sagt bæ bæ án þess að versla neitt.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 23:15
af Dúlli
Ok snild. Sendi línu á fríform.

Allar hugmyndir eru velkomnar, hef tekið eftir því að það getur verið heavy mikill verðmunnur á þessum stöffi.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Sun 27. Sep 2015 23:56
af bigggan
Kvikk eru góðir, svipað verð og hjá IKEA. Og svo hefur þú Ormsson en þau eru aðeins dýrari.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 00:24
af kunglao
Bauhaus eru með tilboð í gangi núna

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 03:13
af stefhauk
Veljir þú ikea er lang best að rissa upp herbergið hjá þér og láta þau teikna þetta upp fyrir þig fékk mjög góða teikningu frá þeim bara með því að tala við starfsmann.

Þetta forrit er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 08:56
af Dúlli
Bauhaus er því miður með ekkert úrval.

Er akkurat að krota þetta í paint hehe

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 10:15
af blitz
Verslaði mitt af IKEA, þótt forritið þeirra er hundleiðinlegt virkar það alltaf að lokum.

Þá getur þú sent beiðni til þeirra og þeir rissa þetta upp fyrir þig

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 11:18
af NiveaForMen
Keypti smá innréttingu í baðherbergi hjá Fríform. Mjög almennilegir og hjálpsamir, svo ég get allavegana mælt með þeim.

Með verðið skal ég ekki alveg segja, fannst það amk alveg sanngjarnt þó ég hafi ekki samanburð.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 12:11
af Dúlli
Akkurat, það virðast allavega allir tibunir að selja manni. En verðin er smá furðuleg þótt þau séu gróf. Einn verslun sagði að byrjunar verð er 2m án tækja.

Maður hlítur að finna eithvað fyrir 500þ. Án tækja.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 13:34
af kjarrig
Skoðaðu Innlifun á Suðurlandsbrautinni, sama hús og Tölvulistinn, á neðri hæðinni. Keypti innréttingu fyrir tveimur árum, frábær þjónusta, Guðrún mætti á staðinn, mældi allt út, teiknaði upp eldhúsið, við komum með breytingar, og það urðu til nokkrar útgáfur af innréttingunni þangað til við vorum ánægð með teikninguna. Hægt er að velja um Alno innréttingu sem er þýsk og er frekar dýr, en við keyptum innréttingu sem er framleitt í Litháen ef ég man rétt. Fórum í IKEA, vorum ekki ánægð með þjónustuna, tók langan tíma að fá fyrstu hugmynd að innréttingu, og svo treystu þeir sér ekki í þessa innréttingu, þar sem allt er staðlað hjá þeim, en hjá Innlifun var meiri sveigjanleiki í stærðum á hurðum og skápum. Skápar komu svo samsettir, þ.a. þurfti "bara" að setja hana upp. Mæli 100% með Guðrúnu hjá Innlifun. Svo fylgdi hún uppsetningunni eftir, kom í heimsókn þegar innréttingin var uppkomin. Komum með eina athugasemd um að ein hurðin var nokkrum millimetrum of stutt, sú hurð var í annari stærð en allar hinar, sú hurð pöntuð án nokkurs kostnaðar og fengum kryddrekka með að auki. Gæti verið að þetta sé dýrara en IKEA, en mér finnst að þjónustan sem við fengum vera þess virði.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 19:38
af Dúlli
Þið sem fóruð út í sambærilegt verð.

Hvað var þetta sirka að kosta ?
Var þetta með vinnu eða án ?
Var þetta með tækjum eða án ?

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 22:53
af rapport
Ég er með U innréttingu, ekta blokkareldhús, var um 1100þ. með tækjum (helluborð, háfur og ofn) en án vinnu.

Inn í þessu voru, þrír 50sm efri skápar, einn tvöfalldur 100sm efri og annar tvöfalldur 80sm efri.
Horn, pottaskápur með snúningshillum, tveir skúffuskápar 100sm, vaskskápur, ofnskápur með örbylgjuofnaskáp og tveim skúffum, búrskápur og tveir efri skápar sem opnast upp 60sm og rétt um 650sm af extra þykkri borðplötu límtré.

Allar höldur og endar fylgdu.

Þetta var samt smá budget eldhús, hvítt, háglans plast.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Mán 28. Sep 2015 22:58
af Dúlli
Akkurat, Hjá mér er þetta mikið mikið minna og það er flott að fá svona samanburð :)

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Þri 29. Sep 2015 11:24
af kjarrig
Var tæplega 1100 þúsund hjá mér með tækjum, ég fékk mér ofn með sjálfhreinsibúnaði, þ.a. hann er aðeins dýrari, helluborð og einfalda viftu, tækin voru um 200 þúsund. Engin vinna í þessu hjá mér. En ég fékk 6 efri skápa, ca. 50 cm. breiða og rúmlega 1 meter á hæð, alveg uppí loft. 4 neðri skápa, 80 cm. breiðar, ef ég man rétt, mismunandi háar skúffurnar í skápunum. Einn neðri skápur undir vaskinum, ca. 50 cm. breiður. Einn skápur undir fyrir ofninn, tvær skúffur undir ofninum og þar fyrir ofan er örbylgjuofninn, og skápur með tveimur hillum. Lítill skápur fyrir ofan ísskápinn og svo búrskápur, sem nær frá gólfi og uppí loft. Innréttingin er U laga hjá mér.
Borðplata sem er um 4 metrar
Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Þri 29. Sep 2015 11:37
af Dúlli
Snild alltaf gott að heyra svona :)

Re: Eldhúsinnréttingar - Hvert á maður að leita ?

Sent: Þri 29. Sep 2015 14:10
af hagur
Við fengum sérsmíðaða innréttingu með háum efri skápum sem náðu alveg upp í loft, allar neðri einingarnar voru háglans og skúffur með hæglokandi búnaði og engar höldur (fræst í skúffurnar). Engir skápar niðri, bara skúffur. Efri skápar voru með eikarfrontum. Innfelld lýsing undir efri skápum. Sérsmíðað eldhúsborð í stíl. Innréttingin var teiknuð og sérhönnuð fyrir okkar eldhús. Þetta var reyndar "special price for you my friend" þar sem að tengdó er innréttingasmiður (sbsis.is) en mig minnir að fullt verð á þessum tíma hafi verið í kringum 1200 þús án tækja.