Síða 1 af 1

Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Lau 26. Sep 2015 22:13
af hakkarin
Ég hafði mjög gaman af þessum bókum þegar ég var yngri og væri alveg til í að fara yfir þær aftur. Veit einhver hvort að hægt sé að nálgast þær í stafrænu formi? Má alveg vera á ensku.

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 01:18
af rapport
Þessar bækur eru "the shit"...

Það væri snilld að fá modern Viggó Viðutan þar sem hann er ekki á fjölmiðli heldur á einhverri IT deildinni...

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 21:31
af hakkarin
Ég virðist ekki finna enskar útgáfur af þessu. Var þetta kanski bara aldrei gefið út á ensku?

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 21:39
af trausti164
Samkvæmt Wikipediu er engin ensk þýðing.

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 21:40
af Hrotti
þurfum við ekki bara að búa til einhvern standard og rippa þetta sjálfir? ég held að ég eigi eitthvað af þessum bókum uppi á lofti.

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 21:43
af zurien
Það virðist vera að þetta hafi ekki komið út á ensku:
http://www.rork.nl/guust/

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 21:54
af DaRKSTaR
listi á þessari síður yfir á hvaða túngumálum þessar bækur voru gefnar út.. þvímiður er enska ekki þar á meðal.

http://www.rork.nl/guust/

væri gaman að komast yfir þetta safn á íslensku.. myndi greiða morðfjár fyrir það :)

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 23:05
af akarnid
Finnst það af afskaplega ólíklegt að einhver hafi digitiz-að gömlu Viggó bækurnar sínar á íslensku. Ef þú skilur frönsku reiprennandi þá er það alveg möguleiki, enda er hann franskur og er nokkuð vinsæll þar.

Þú gætir verslað þér nýja Viggó bók út í búð sem kom út á íslensku í sumar : http://myndasogur.is/Froskur-Utgafa.html .

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Sun 27. Sep 2015 23:21
af vesley
Fann einmitt eina Viggó bók niðrí geymslu um daginn, ásamt flestum Tinna og Lukkuláka bókunum.

Margir sem myndu greiða morðfjár fyrir svona bækur hefur maður heyrt :)

Freistandi að athuga með áhugann..

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Mán 28. Sep 2015 00:18
af Hrotti
Þetta er ferlega lélegt ripp hjá mér, skannaði bara með appi og átti ekkert meira við þetta.
Ég fann samt heilann kassa af myndasögum og væri alveg til í að gera þetta almennilega (skanni/Photoshop ofl) einhverntímann á næstunni og það væri gaman ef að einhverjir nenntu að taka þátt.

En hér er smá viggó allavega. :)


https://drive.google.com/file/d/0B2flsxTyWtxkQlp3ZGZMQ01fRWs/view?usp=sharing

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Mán 28. Sep 2015 17:03
af DaRKSTaR
Hrotti skrifaði:Þetta er ferlega lélegt ripp hjá mér, skannaði bara með appi og átti ekkert meira við þetta.
Ég fann samt heilann kassa af myndasögum og væri alveg til í að gera þetta almennilega (skanni/Photoshop ofl) einhverntímann á næstunni og það væri gaman ef að einhverjir nenntu að taka þátt.

En hér er smá viggó allavega. :)


https://drive.google.com/file/d/0B2flsxTyWtxkQlp3ZGZMQ01fRWs/view?usp=sharing



snilld..... meira af þessu :)

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Þri 29. Sep 2015 17:42
af hakkarin
Hrotti skrifaði:Þetta er ferlega lélegt ripp hjá mér, skannaði bara með appi og átti ekkert meira við þetta.
Ég fann samt heilann kassa af myndasögum og væri alveg til í að gera þetta almennilega (skanni/Photoshop ofl) einhverntímann á næstunni og það væri gaman ef að einhverjir nenntu að taka þátt.

En hér er smá viggó allavega. :)


https://drive.google.com/file/d/0B2flsxTyWtxkQlp3ZGZMQ01fRWs/view?usp=sharing


Væri afar gott af að hægt væri að gera meira af þessu :)

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Þri 29. Sep 2015 22:43
af zurien
Viggó 1 - Viggó hinn óviðjafnanlegi
Skönnuð með appi, er á pdf formi:
https://docs.google.com/uc?id=0B4nOnqnE ... t=download

Re: Hvar finn ég Viggó viðutan í stafrænu formi?

Sent: Þri 29. Sep 2015 22:59
af urban
Hrotti skrifaði:Þetta er ferlega lélegt ripp hjá mér, skannaði bara með appi og átti ekkert meira við þetta.
Ég fann samt heilann kassa af myndasögum og væri alveg til í að gera þetta almennilega (skanni/Photoshop ofl) einhverntímann á næstunni og það væri gaman ef að einhverjir nenntu að taka þátt.

En hér er smá viggó allavega. :)


https://drive.google.com/file/d/0B2flsxTyWtxkQlp3ZGZMQ01fRWs/view?usp=sharing

Að mínu mati er þetta alveg nóg til þess að lesa þetta.
Alveg óþarfi að mínu mati að eyða meiri tíma eða vinnu í þetta.

Yrði vel þegið ef að þú myndir henda inn fleiri svona sögum ef að þú hefur nenni og getu í.

Ég býð bjór einhvern tíman í staðin ef að ég hitti þig :)