Síða 1 af 1
Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Þri 22. Sep 2015 11:45
af g0tlife
Kærustunni langar svo í þetta en ég er búinn að reyna google og leita en finn bara á kokka.is, fruanna.is og byggtogbuid.is.
Hljóta aðrar verslanir að vera með þetta ef þið vitið endilega segja mér

Re: Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Þri 22. Sep 2015 12:23
af MrIce
Re: Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Þri 22. Sep 2015 12:25
af dori
Hann sagðist hafa fundið þetta (og fleiri staði). @OP, af hverju ertu að leita að öðru? Eru þessir sem þú hefur fundið ekki í þeim stíl sem þú ert að leita að (þá kannski að taka fram hvað það er sem þú ert að leita að)? Eða er það of dýrt? Og ef svo er, hvaða verðbil ertu að skoða?
Re: Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Þri 22. Sep 2015 14:35
af svanur08
Hvað er smjörkúpa?
Re: Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Þri 22. Sep 2015 16:01
af Klara
svanur08 skrifaði:Hvað er smjörkúpa?
Þetta er ílát undir smjör.
Og til G0tlife þá geturðu örugglega fundið þetta í flestum búðum sem selja matarílát m.a. Mér dettur í hug bónus/krónan/hagkaup. Án þess að ég viti það 100%.
Re: Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Þri 22. Sep 2015 23:00
af g0tlife
dori skrifaði:Hann sagðist hafa fundið þetta (og fleiri staði). @OP, af hverju ertu að leita að öðru? Eru þessir sem þú hefur fundið ekki í þeim stíl sem þú ert að leita að (þá kannski að taka fram hvað það er sem þú ert að leita að)? Eða er það of dýrt? Og ef svo er, hvaða verðbil ertu að skoða?
Nei þetta í kokka er flott en er ekki hannað fyrir íslenskan smjör markað og eru því svo lá. myndi þurfa skera smjörið niður til að koma því þangað í. Annars er ég opinn fyrir öllu
Re: Hvar fær maður smjörkúpu ?
Sent: Mið 23. Sep 2015 00:27
af odinnn
Tupperware er með smjör kúpu, gömul útgáfa hefur pláss fyrir heilt smjörstikki en sýnist þeir hafa breytt hönnuninni eitthvað í seinni tíð..