depill skrifaði:
Okei, róum okkur aðeins í þessum afritunar rökum sem allir vildu halda uppi framar. Er hann að tala um að fara aftur í geisladiskana ? Er hann ekki meira að tala um að fara í Netflix, Hulu, Spotify o.s.frv
Ég er sammála honum í því að við eigum að greiða höfundum, en ósammála því að við eigum að vera með "hraðahindrandi" þar sem ég hef aldrei séð hver er góður í því að ritstýra contentinu.
Hér er fræðsla mikilvægust, koma þeim skilaboðum til fólks eins og rapport að það að afrita er að sleppa því að greiða höfundum fyrir það sem þeir framleiddu. Hvort sem við neytum því í gegnum Internetið eða í gegnum geisladiska skiptir engu máli.
Fyrir mér er bottom line:
- Nú þarf ég ekki að borga fyrir CD með 5 góðum lögum og 15 lélegum, nú kaupi ég bara þessi 5 erlendisfrá og fyrir vikið fær STEF innanlands ekki krónu.
- Nú kaupi ég mér ekki né leigi bíómyndir innanlands og fyrir vikið fær STEF ekki krónu.
- Nú kaupi ég ekki floppydiska, geisladiska, kasettur lengur, og fyrir vikið fær STEF ekki krónu.
Það sem ég borga til STEF eru aftur á móti gjöld af gagnamiðlum, USB lyklum, hörðum diskum o.þ.h. en þar sem internetið er að bjóða mér ódýrt gagnapláss annarstaðar, þá fer það líka minnkandi sem ég greiði STEF á því sviði.
Einnig hefur það bein áhrif á vöruverð verslana að þurfa að greiða STEF gjöld pr. fermeter, en aftur þá hafa netverslanir líklega haft þau áhrif að tekjustraumur STEF hefur ekki vaxið jafnt og þétt undanfarin 20 ár.
Mín skoðun er sú að neytendur hafi veri ðað greiða þessum félagsskap allt of mikla peninga og að völd þeirra hafi hingað til verið allt of mikil, sérstaklega þar sem Ísland var svo einangrað, hér gat fólk ekki horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp frá nágrannaríkjum.
Þetta lyktar af græðgi og leti og að vilja fá greitt fyrir vinsældir án þess að þurfa að halda tónleika.
Hvað varðar kvikmyndagerð þá er ekkert beint samhengi milli kostnaðar og tekna og raunin virðist vera sú að því meira "mainstream" sem bíómynd er því meira er eytt af peningum í hana til að gera hana "worth while" fyrir fólk að horfa á hana í bíó.
Fyrir kvikmyndagerð þá er því nánast sama niðusrstaða, þetta er leti og græðgi. Fólk nennir ekki að gera myndir af vanefnum og vill fá launin sín fyrirfram óháð árangri myndarinnar.
En ég er með fordóma gagnavrt STEF, ég finn það bara þegar ég er að skrifa þessi orð og er því ekki hlutlaus.