Síða 1 af 1

hjálp með val á 27" skjá

Sent: Mið 02. Sep 2015 16:35
af Jon1
Sælir/sælar

ég er að leita mér að 27" skjá eitthvað bang for the buck þar sem ég er háskóla nemi það helsta sem hann þarf að hafa er :

vesa mount = must have
helst 1440p
nothæfur í leiki (ekki neit of mikið inputlag)

eitthverjar hugmyndir ? notað eða nýtt

Re: hjálp með val á 27" skjá

Sent: Mið 02. Sep 2015 16:39
af Frost
Ég er með BenQ GW2765HT. IPS 1440p 27" skjár. Frábær skjár í alla staði!

Re: hjálp með val á 27" skjá

Sent: Mið 02. Sep 2015 17:52
af Jon1
smá pæling , hversvegna kostar þessi skjár http://www.start.is/index.php?route=pro ... ct_id=1193
sirka það sama og 1440p 27" skjáir (ég er ekki skjá sérfræðingur)
eru litirnir verri ?

Re: hjálp með val á 27" skjá

Sent: Mið 02. Sep 2015 18:28
af hjalti8
Jon1 skrifaði:smá pæling , hversvegna kostar þessi skjár http://www.start.is/index.php?route=pro ... ct_id=1193
sirka það sama og 1440p 27" skjáir (ég er ekki skjá sérfræðingur)
eru litirnir verri ?


Hann er með TN panel en ekki IPS. TN panelar hafa leiðinda color shifting og almennt léleg viewing angles.

ódýrast er að panta 1440p ips skjá af ebay frá kóreu(keypti minn á 60k fyrir ca 2 árum). Það eru til endalaust af þráðum á erlendum spjallsíðum(t.d. overclock.net) um allskonar týpur ef þessum skjáum(t.d. qnix, yamakasi, crossover ofl.). Sumir eru yfirklukkanlegir og með frekar lítið input lag svo þeir geta verið ágætir í tölvuleiki, en aldrei jafn responsive og 144hz TN skjáir eða nýju 1440p 144hz ips skjáirnir(Acer Predator XB270HU og ASUS MG279Q), en þeir kosta líka töluvert meira.