Síða 1 af 1

Sparnaður í erlendri mynt

Sent: Fim 13. Ágú 2015 18:47
af Hjaltiatla
Góða kvöldið vaktarar

Vildi athuga hvort einhver hérna á spjallinu væri vel að sér í sparnaðarleiðum í erlendum bönkum og hvað þyrfti að huga að.
t.d hjá Deutsche bank (í Evrum) næstu 20 árin sirka 10 % af launum (vill gera þetta sjálfur án milliliða ).
Nú spyr ég hvernig er best að snúa sér í þeim málum þegar afnám gjaldeyrishafta á Íslandi líkur. Hvað þarf ég að gera til að geta opnað bankareikning í Þýskalandi.

Linkur um afnám gjaldeyrishafta : http://www.fjarmalaraduneyti.is/afnam/

Fyrirfram þakkir
Hjalti

Re: Sparnaður í erlendri mynt

Sent: Fim 13. Ágú 2015 19:11
af nidur
Er ekki aðal vandamálið við svona að þú þarft að borga um 1500 kr í hvert skipti þegar þú vilt millifæra á erlendan bankareikning.

ættir að geta sent "gjafir" upp að 600þús á erlendan reikning, veit bara ekki hvort það megi vera á þínu nafni.

Re: Sparnaður í erlendri mynt

Sent: Fim 13. Ágú 2015 19:14
af Hjaltiatla
Það er góð spurning, hef því miður ekki svörin sjálfur :) , kannski einhver annar hérna inni gæti svarað því.

Re: Sparnaður í erlendri mynt

Sent: Fös 14. Ágú 2015 11:10
af Jón Ragnar
10% af launum er alveg slatti.

Ertu að hugsa um þetta aukalega við séreignarsparnað?

VInnuveitandi er með mótframlag þar

Re: Sparnaður í erlendri mynt

Sent: Fös 14. Ágú 2015 11:31
af rattlehead
Ég og konan förum til Póllands á hverju ári. Erum með reikning á hennar nafni. Hún má ekki millifæra sjálf enn ég get það. Held að kvótinn sé 300.000 á mánuði. Mig minnir það

Re: Sparnaður í erlendri mynt

Sent: Fös 14. Ágú 2015 15:23
af Hjaltiatla
Takk fyrir svörin , Er nú þegar með verðtyggðan séreignarsparnað í ísl krónum. Er í rauninni að skoða hvort það er hægt að eiga í viðskiptasambandi við erlendan banka með annan sparnað í huga (ekki bundinn jafn lengi og séreignarsparnaðurinn).