Síða 1 af 1

Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 12:51
af blitz
Sælir.

Langar til þess að skipta út tenglum og rofum hérna hjá mér sem eru ansi ljótir.

Er nokkuð mikið á flakki um Þýskaland og tók eftir því að Berker er töluvert ódýrara þar vs hérna heima. Sýnist á öllu að þetta séu nákvæmlega sömu vörunr.

Get ég verslað þetta þar og tengt þetta hérna? Þarf þetta að vera eitthvað sérstaklega vottað af ríkinu (?? :)) áður en þetta er tengt? (myndi ekki sjá um að tengja þetta sjálfur,fæ rafvirkja).

Bkv.,

Re: Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 13:08
af DJOli
Hafðirðu skoðað að panta efnið sjálfur frá Reykjafelli? Þar er reyndar Jung efni, en það er verulega þægilegt efni að vinna með.

Hérna er vörulisti Reykjafells yfir Jung efni:
http://www.reykjafell.is/innlagnaefni/junginnlagnaefni/

Re: Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 13:16
af Blackened
Þetta er pottþétt nákvæmlega sama stöffið og Rönning liggur með hérna á íslandi.. held að þú þurfir ekkert sérleyfi til innflutnings á þessu

Og síðan er rafvirkjun auðvitað lögverndað starf og þú mátt ekki fikta sjálfur í rafmagninu heima hjá þér heldur færðu auðvitað Rafvirkja til að græja þetta :)

Re: Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 13:22
af Dúlli
Á ekki að vera neitt vandamál, en mæli með að skipta allt, sem sagt, tengla, rofa og þess háttar.

Ertu búin að gera samantekt ? hve marga tengla þú þarft ? hvort þú þarft einfalda, tvöfalda eða þrefalda ramma ? ef tengill er við hlíð á rofa þá þarftu helst að skipta um bæði, sem sagt rofan og tengilinn.

Jung efnið er drasl, vorum að nota það í mjög stóru verkefni og þetta er með verri efnum sem maður hefur notað. Mjög aumingjalegt. En það er samt mjög ódýrt ef þú vilt spara.

Að flytja þetta inn ætti ekki að vera neitt vandamál en þarna ertu með magn sem eru finnar líkur að tollur stoppi þig og þú þarft að greiða skatt og toll.

Í venjulegri íbúð ertu í svona 20-30 tenglar og svo þarftu ramma á þetta allt.

Re: Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 13:38
af blitz
Gott að heyra.

Ætla að byrja á að skipta öllu út í stofunni.

Sýnist ég enda á að taka Berker eða Gira. Er með mikið af dimmerum þannig að þetta er fljótt að borga sig - dimmerinn frá Berker er að kosta um 2500kr þarna úti, er hann ekki á rumar 15000 kr hérna heima (áður en menn nota afslátt)

Re: Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 13:40
af Dúlli
Já mjög sniðugt að versla dimmera, mæli samt með því að gera þetta allt, það hefur komið fyrir þegar fólk skiptir smá og smá og framleiðandi breytir útlitinu svo.

Annars er Gira líka mjög flott merki, ég er sjálfur með berker allstaðar heima hjá mér. Allir með svona svörtum gler ramma, kemur mjög flott út en rándýrt hér heima.

Re: Kaupa raflagnaefni í Þýskalandi

Sent: Lau 18. Júl 2015 19:50
af beatmaster
Verð hjá Rönning er náttúrulega með aukagjöldum eins og sendingarkostnað og íslenskan virðisaukaskatt+tolla og gjöld ef einhver eru

Bara það að flytja þetta sjálfur heim í ferðatösku og borga ekki VSK af því verður náttúrulega alltaf talsvert ódýrara en það á svosem við um allt sem selt er á Íslandi.

Þú gætir samt prufað ef að þú ert að spá í að taka mikið efni í einu að fara í Rönning og tala við Ásgeir Kristinsson sem er sölufulltrúi Berker og fá tilboð í pakkann þinn, þú ert þá allavega með ábyrgð hérna heima ef að eitthvað kæmi fyrir, ef að þú ert t.d búinn að kaupa dimmer úti og hann er bilaður og þú getur ekki skilað honum þá er kanski ekki orðið mikið eftir að hagnaðinum við að kaupa þetta úti.