Síða 1 af 1

Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 15:14
af hakkarin
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... olla_2017/

"Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra seg­ist stefna að því að af­nema alla tolla, að toll­um á mat­vöru und­an­skild­um, þann 1. janú­ar 2017.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag seg­ir fjár­málaráðherra að við af­nám þeirra tolla sem um ræðir, auk af­náms tolla á fatnað og skó, sem tek­ur gildi þann 1. janú­ar nk., verði tekjum­iss­ir rík­is­sjóðs í kring­um sex millj­arða króna á ári.

Bjarni tel­ur að ekki þurfi að grípa til sér­stakra mót­vægisaðgerða vegna þessa. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir af­nám þess­ara tolla séu tekj­ur rík­is­sjóðs að vaxa. „Þess­ar aðgerðir eru hugsaðar til þess að lækka vöru­verð, auka gegn­sæi í verðmynd­un, bæta sam­keppn­is­hæfni og auka skil­virkni og nýta þannig bet­ur fram­leiðsluþætt­ina,“ seg­ir Bjarni í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag."


Jæja, er nú ekki kominn tími til þess að stofna nýjan hægriflokk? Það stefnir í að maður kjósi hægri-græna næst. Þann flokk hef ég ekki kosið áður og tel hann reyndar vera aaaaaaaaaaallt of popúlískan, en maður verður að refsa heimskum stjórnmálamönnum einhvernvegin og ekki mun ég gera það með því að kjósa krata :(

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 15:38
af rapport
Þetta er fín tillaga hjá BB, tollar eru forneskjulegt fyrirbæri sem ætti að nota sparlega.

Tilgangurinn með tollum á matvælum er að tryggja að innlend framleiðsla sé ekki undirboðin s.s. auðvelda innlendum framleiðendum að rukka hátt verð...

Það meikar ekki sens þegar t.d. mjólkurframleiðsla er niðurgreidd, er seld undir einokun MS og fær svo líka tollvernd.

Ég veit ekki hvernig það er með kjötframleiðslu eða grænmetisframleiðslu nema að rafmagn og hiti til grænmetisbænda er e-h ódýrara.

En til lengri tíma þá er miklu ódýrara að framleiða næringu fyrir fólk með grænmetisrækt en með kjöti, það mætti því fara styrkja þá framleiðslu hér innanlands frekar en mjólkuriðnaðinn.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 15:55
af urban
Í fyrsta lagi þá skalltu kynna þér til hvers tollar eru á matvöru, fyrst og fremst er það til þess að vernda innlennda framleiðslu (síðan er það allt annað mál hvort að þess þurfi eða hvort að það eigi að gera það og þá hvernig, en já, það er mál í aðra umræðu)

Í öðru lagi, þá ert þú einstaklingur.

það að afnema tolla á t.d. föt og barnavörur gerir alveg heilmikið fyrir óhemju helling af fjölskyldum ekkert nema gott mál.

Nú þeir sem að segja að þetta komi aldrei til með að skila sér til neytenda, þá er bara að vera alvöru neytendur og sleppa því að versla við þau fyrirtæki, þar sem að það eru jú innflutningstollar sem að er verið að fella niður, þannig að við getum alveg eins flutt inn vörunarnar sjálfir og sleppt því að borga tolla.

Það er einmitt alveg stórkostlegt að fylgjast með umræðum á spjallsvæðum fjölmiðlanna núna, þar sem að hver einn og einasti nöldrari segir að þetta komi ekki til með að skila neinu, jú vissulega kemur það til með að skila ekki neinu til neytenda ef að menn eru búnir að ákveða að þetta skili engu og gera ekkert nema að væla yfir því á internetinu.

Það sem að mér þykir allra allra verst við þessa framkvæmd er hvað þetta er alveg rosalega mikill atkæðasöfnun, þar sem að það eru jú kosningar á árinu 2017.

Alveg merkilegt hvað ríkisstjórnin er búin að segjast ætla að gera mikið á árinu 2017 og jafnvel búin að ákveða það um mitt ár 2014 og fram á mitt ár 2015, en virðast ekki geta gert neitt af því fyrr en svona akkurat sem að kosningarnar dynja yfir, rosalega furðulegt allt saman....

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 17:20
af hakkarin
rapport skrifaði: Þetta er fín tillaga hjá BB, tollar eru forneskjulegt fyrirbæri sem ætti að nota sparlega.


Er ekki ósammála, en þetta er reyndar ekki alveg svona einfalt. Málið er það, að það er mikill munur á því að lækka tolla með því að til dæmis undirrita fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir í skiptum fyrir það að þær launi okkur greiðan með því að gera það sama fyrir okkur, og það að afnema bara einfaldlega tollana án þess að pæla einu sinni í því hvort að aðrir geri síðan hið sama.

Það eru algjör efnahagsleg gervivísindi að halda því fram að engir tollar bæti stöðu innlendrar framleiðsu ef að erlenda samkeppnin fær samt að venda sjálfa sig frá okkur. Ég myndi meira segja ganga svo langt að halda því fram að það að afnema bara tolla án þess að aðrir geri það sama fyrir okkur er ekki einu sinni frjáls verslun þar sem að frelsið nær þá bara í aðra áttina.

Frjáls verslun er góð...svo lengi sem að engin er að svindla.

rapport skrifaði: Tilgangurinn með tollum á matvælum er að tryggja að innlend framleiðsla sé ekki undirboðin s.s. auðvelda innlendum framleiðendum að rukka hátt verð...


Það virðast reyndar vera kaupmenninir sem að eru hvað duglegastir við að okra. Man eftir frétt um daginn þar sem að einhver bóndi benti á það að einhverjir bændur hafi lækkað verð en að sú lækkun hafi síðan ekkert skilað sér út í verðlag.

urban skrifaði: Í fyrsta lagi þá skalltu kynna þér til hvers tollar eru á matvöru, fyrst og fremst er það til þess að vernda innlennda framleiðslu (síðan er það allt annað mál hvort að þess þurfi eða hvort að það eigi að gera það og þá hvernig, en já, það er mál í aðra umræðu)


Uhm, þú veist að það ógeðslega mikið af mat sem að við borðum sem að er ekkert búinn til á Íslandi ekki satt? Rétt áðan var ég að borða grillaðan innfluttan tilbúinn kjúkling með kóki sem að ég keypti í netto...

Ef að þú labbar inn í týpíska bónus búð eða aðra verslun, þá þarftu ekki annað en að líta í kringum þig til þess að sjá að það er erlendur matur út um allt.

urban skrifaði: það að afnema tolla á t.d. föt og barnavörur gerir alveg heilmikið fyrir óhemju helling af fjölskyldum ekkert nema gott mál.


Föt eru ekki bara föt. Það er fullt af fólki sem að kaupir sér dýr merkjavöru föt. Er það rökrétt að lækka tolla á lúxus varning?

urban skrifaði: Nú þeir sem að segja að þetta komi aldrei til með að skila sér til neytenda, þá er bara að vera alvöru neytendur og sleppa því að versla við þau fyrirtæki, þar sem að það eru jú innflutningstollar sem að er verið að fella niður, þannig að við getum alveg eins flutt inn vörunarnar sjálfir og sleppt því að borga tolla.


Þetta er kanski rétt að takmörkuðu leyti en það er ekki hægt að kaupa bara allt á internetinu.

urban skrifaði: Það sem að mér þykir allra allra verst við þessa framkvæmd er hvað þetta er alveg rosalega mikill atkæðasöfnun, þar sem að það eru jú kosningar á árinu 2017.

Alveg merkilegt hvað ríkisstjórnin er búin að segjast ætla að gera mikið á árinu 2017 og jafnvel búin að ákveða það um mitt ár 2014 og fram á mitt ár 2015, en virðast ekki geta gert neitt af því fyrr en svona akkurat sem að kosningarnar dynja yfir, rosalega furðulegt allt saman....


Veit ekki hvort að þetta breyti miklu. Ég er beinlínis reiðari heldur en áður.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 18:05
af capteinninn
urban skrifaði:Það sem að mér þykir allra allra verst við þessa framkvæmd er hvað þetta er alveg rosalega mikill atkæðasöfnun, þar sem að það eru jú kosningar á árinu 2017.

Alveg merkilegt hvað ríkisstjórnin er búin að segjast ætla að gera mikið á árinu 2017 og jafnvel búin að ákveða það um mitt ár 2014 og fram á mitt ár 2015, en virðast ekki geta gert neitt af því fyrr en svona akkurat sem að kosningarnar dynja yfir, rosalega furðulegt allt saman....



Þetta finnst mér lykilpunkturinn. Þetta eru bara innantóm kosningarloforð því að flokkarnir eru skíthræddir við að Píratar séu að fara að fá einhvert alvöru magn af atkvæðum.

Trúi því aldrei að þeir séu að fara að gera þetta fyrr en þetta er búið og gert.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 18:06
af urban
hakkarin skrifaði:
urban skrifaði: Í fyrsta lagi þá skalltu kynna þér til hvers tollar eru á matvöru, fyrst og fremst er það til þess að vernda innlennda framleiðslu (síðan er það allt annað mál hvort að þess þurfi eða hvort að það eigi að gera það og þá hvernig, en já, það er mál í aðra umræðu)


Uhm, þú veist að það ógeðslega mikið af mat sem að við borðum sem að er ekkert búinn til á Íslandi ekki satt? Rétt áðan var ég að borða grillaðan innfluttan tilbúinn kjúkling með kóki sem að ég keypti í netto...

Ef að þú labbar inn í týpíska bónus búð eða aðra verslun, þá þarftu ekki annað en að líta í kringum þig til þess að sjá að það er erlendur matur út um allt.

Já akkurat, þú getur verslað þér kjúkling sem að er framleiddur á íslandi og styrkt þá við íslenskt atvinnulíf og álíka.
þú getur líka sleppt því og verslað þér kjúkling sem að er búið að leggja tolla á, sem að er búið að leggja á til þess að vernda innlenda framleiðslu.

Innlend vara er tollalaus, innflutt matvara (sem að er einnig framleidd hér á landi) ber tolla, Miunnir að það eigi reyndar við um fleiri vöruflokka en bara þá sem að eru innlendir.

hakkarin skrifaði:
urban skrifaði: það að afnema tolla á t.d. föt og barnavörur gerir alveg heilmikið fyrir óhemju helling af fjölskyldum ekkert nema gott mál.


Föt eru ekki bara föt. Það er fullt af fólki sem að kaupir sér dýr merkjavöru föt. Er það rökrétt að lækka tolla á lúxus varning?

Það að ég fari og kaupi mér 100.000 króna úlpu kemur þér akkurat ekkert við ef að ég hef efni á henni.

já það er rökrétt að lækka tolla á lúxusvarning sem annan, tollar einir og sér á öðru en því sem að einnig er framleitt á íslandi er í raun og veru gersamlega úrelt og fáránleg tekjuleið fyrir ríkið.

hakkarin skrifaði:
urban skrifaði: Nú þeir sem að segja að þetta komi aldrei til með að skila sér til neytenda, þá er bara að vera alvöru neytendur og sleppa því að versla við þau fyrirtæki, þar sem að það eru jú innflutningstollar sem að er verið að fella niður, þannig að við getum alveg eins flutt inn vörunarnar sjálfir og sleppt því að borga tolla.


Þetta er kanski rétt að takmörkuðu leyti en það er ekki hægt að kaupa bara allt á internetinu.

ÞEtta er bara rangt, burt séð frá matvælum, þá er ekki margt sem að þú mátt ekki flytja inn til landsins, það er ef að það er á annan hátt CE merkt eða löglegar vörur.
það er nefnilega án gríns hægt að kaupa allt (innflutt)á netinu, hvort að það á annað borð borgi sig eða sé þess virði er allt annað mál.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Fim 09. Júl 2015 19:34
af hakkarin
capteinninn skrifaði:Þetta finnst mér lykilpunkturinn. Þetta eru bara innantóm kosningarloforð því að flokkarnir eru skíthræddir við að Píratar séu að fara að fá einhvert alvöru magn af atkvæðum.


Þessi pírataflokkur er bara loft og prump. Ef að þeir komast í ríkistjórn næst að þá verða þeir fyrir miklu fylgisfalli, að því að þessi flokkur stundar bara innihaldslaust lýðskrum og popúlisma. Þar að auki er þetta bara nýr ESB vinstriflokkur sem að neitar að koma út úr skápnum.

urban skrifaði:Það að ég fari og kaupi mér 100.000 króna úlpu kemur þér akkurat ekkert við ef að ég hef efni á henni.


Sömu rök: Af hverju ætti sá sem að fær hundrað milljónir á mánuði að borga hærri tekjuskatt en sá sem að er bara með 200.þús? Hvað kemur það þér við að aðrir borgi meira að því að þeir eru efnameiri? Reyndar er ég hægri-maður og er á móti öfgasköttum á ríku fólki. En samt, þetta eru sömu rökinn.

Annars er þetta ekki bara spurning um það hvort að það komi eða komi mér ekki við hvort að þú kaupir þér góða úlpu eða ekki. Þetta er spurning um forgangsröðun. Ástæðan fyrir því af hverju ég er reiður er af sömu ástæðu og af hverju ég varð reiður þegar sykurskatturinn var afnuminn. Það var ekki að því að ég er fylgandi sykurskatti (ég er það ekki), heldur frekar út af tímasetningunni. Matarskatturinn var hækkaður á eiglega sama tíma og sykurskatturinn var afnuminn...

Er það góð forgangsröðun?

Svo þýðir líka ekkert að nota frjálshyggjurökin til þess að verja þetta rugl. Í alvöru frjálshyggju væru allt þetta drasl bara skattlagt eins. En það er ekki þannig. Þannig að þeir sem að þurfa nauðsynjavörur og borga skatta af því eru að niðurgreiða þá sem að ekki þurfa að borga skatta af lúxus vörunum sýnum.

Wealth distribution for the rich FTW!

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Lau 11. Júl 2015 13:35
af urban
hakkarin skrifaði:
urban skrifaði:Það að ég fari og kaupi mér 100.000 króna úlpu kemur þér akkurat ekkert við ef að ég hef efni á henni.


Sömu rök: Af hverju ætti sá sem að fær hundrað milljónir á mánuði að borga hærri tekjuskatt en sá sem að er bara með 200.þús? Hvað kemur það þér við að aðrir borgi meira að því að þeir eru efnameiri? Reyndar er ég hægri-maður og er á móti öfgasköttum á ríku fólki. En samt, þetta eru sömu rökinn.

við skulum halda okkur við eitt umræðu efni...
hakkarin skrifaði:Annars er þetta ekki bara spurning um það hvort að það komi eða komi mér ekki við hvort að þú kaupir þér góða úlpu eða ekki. Þetta er spurning um forgangsröðun. Ástæðan fyrir því af hverju ég er reiður er af sömu ástæðu og af hverju ég varð reiður þegar sykurskatturinn var afnuminn. Það var ekki að því að ég er fylgandi sykurskatti (ég er það ekki), heldur frekar út af tímasetningunni. Matarskatturinn var hækkaður á eiglega sama tíma og sykurskatturinn var afnuminn...

Er það góð forgangsröðun?

þú hefur greinilega misskilið ástæðuna fyrir að leggja niður sykurskattinn.
það var til þess að höggið á heimili landsins yrði ekki jafn mikið við það að VSK á matvæli voru hækkuð, þar sem að það var jú verið að reyna að einfalda VSK kerfið (síðan er annað mál hvort að þetta hafi haft tilætluð áhrif eða hvort að það sé rétt af þessu staðið)

Ekki gleyma því heldur að þetta eru allt tekjuaflanir fyrir ríkið, ríkið sá þennan leik á borði og hafði svipaða krónutölu útúr þessu (að þeir sögðu þá allavegana)

Aftur á móti er það náttúrulega algerlega út í hött að taka sykurskattinn af, hann mátti alveg vera áfram.

hakkarin skrifaði:Svo þýðir líka ekkert að nota frjálshyggjurökin til þess að verja þetta rugl. Í alvöru frjálshyggju væru allt þetta drasl bara skattlagt eins. En það er ekki þannig. Þannig að þeir sem að þurfa nauðsynjavörur og borga skatta af því eru að niðurgreiða þá sem að ekki þurfa að borga skatta af lúxus vörunum sýnum.

Wealth distribution for the rich FTW!


Það er verið að fella niður tolla á öllum vörum nema matvörum.
Við þurfum öll t.d. föt, ég í minni 100.000 króna úlpu og þú í þinni 10.000 úlpu, ég hef hærri tekjur en þú og get þess vegna leyft mér 100.000 króna úlpu á meðan að þú getur það ekki.

Báðar úlpurnar skila jafnhárri tollprósentu til ríkisins núna (100.000 króna úlpan mín mun hærri tölu þar sem að hún er mun dýrari)
báðar úlpurnar skilja jafnhátti tollprósentu til ríkisins eftir að þetta er komið í gegn, 0 krónur

Nú við þurfum báðir mat líka (sem að verður tollaður áfram)
þú ferð og kaupir þér ódýran útlenskan kjúkling og það er búið að greiða af honum tolla.
Nú ég hef meiri peninga þannig að ég fer og kaupi mér erlendan kalkún, sem að er töluvert dýrari og þess vegna enþá hærri króna af tollum sem að fer þangað (nú geri ég ráð fyrir því að bæði kjúklingur og kalkúnn séu í sama tollflokki, getur verið að svo sé ekki)

Hvor okkar er nú búinn að skila meiru til ríkisins svona ?
Hvor okkar er að niðurgreiða hinn ?


Hættu nú að blanda alltaf saman alveg gersamlega ólíkum hlutum einsog tollum, VSK og sykurskatti.

p.s. ég á ekki og hef aldrei átt 100.000 króna úlpu, þetta var eingöngu tekið sem dæmi.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Lau 11. Júl 2015 17:41
af Danni V8
Eina sem ég vill vita er hvort tollar á innflutning bíla verða felldir niður líka. Við erum að tala um að flytja eldri bíl sem er ekki með skráð CO2 kostar í dag kaupverð + flutningur = tollverð, tollverð + 55% = vsk verð, vsk verð + 24% = heildarverð. Bíll sem kostar um 200 þúsund kall erlendis kostar aldrei undir 600þús kominn heim. Ég veit það útaf ég hef verið viðriðinn flutning á nokkrum þannig bílum.

En eins og ég upplifi þetta þá finnst mér þetta vera eitthvað "too good to be true". Að hugsa um íslensk stjórnvöld sem sjá að það eru að koma tekjur inn einhverstaðar sem samkvæmt Bjarn Ben eru óþarfar og actually fella niður gjöldin.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Lau 11. Júl 2015 18:08
af hakkarin
urban skrifaði: Báðar úlpurnar skila jafnhárri tollprósentu til ríkisins núna (100.000 króna úlpan mín mun hærri tölu þar sem að hún er mun dýrari)
báðar úlpurnar skilja jafnhátti tollprósentu til ríkisins eftir að þetta er komið í gegn, 0 krónur


Sem að þýðir að þú græðir 10x meira. Til að nota þitt eigið reiknisdæmi:

1. Ég kaupi úlpu á 10.000kr.
2. Þú kaupir úlpi á 100.000kr.
3. Það er 10% tollur (veit ekki hver hann er í alvörunni en segjum bara að hann sé 10% svo að auðvelt sé að reikna þetta).
4. Ég borga 1000kr en þú 10.000.
5. Tollurinn er afnuminn.
6. Ég spara 1000kr en þú 10.000kr.
7. Ríkið tekur á sig 11.000kr tap með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og þú færð svona 90% af hagnaðinum.
8. Þannig að við græðum alveg jafn mikið! (ekki).

urban skrifaði: Nú við þurfum báðir mat líka (sem að verður tollaður áfram)
þú ferð og kaupir þér ódýran útlenskan kjúkling og það er búið að greiða af honum tolla.
Nú ég hef meiri peninga þannig að ég fer og kaupi mér erlendan kalkún, sem að er töluvert dýrari og þess vegna enþá hærri króna af tollum sem að fer þangað (nú geri ég ráð fyrir því að bæði kjúklingur og kalkúnn séu í sama tollflokki, getur verið að svo sé ekki)

Hvor okkar er nú búinn að skila meiru til ríkisins svona ?
Hvor okkar er að niðurgreiða hinn ?


Þetta er kanski ekki vitlaust þannig séð en samkvæmt þessum rökum ætti líka að vera bara flattur tekjuskattur með engum persónuafslætti. Prósenta er jú prósenta. En samt er það ekki þannig að því að hlutfarlslega stærri hluti að tekjum lágtekjufólks fer í nauðsynjar og því þarf það hlutfallslega stærri hluta af laununum sínum heldur en efnaðari einstaklingur. Það er ástæðan fyrir því af hverju fólk fær persónuafslátt. En samkvæmt þínum rökum ætti hann ekki að vera til staðar og allir ættu bara að borga 100% sömu prósentuna. Það myndi ekkert virka.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Lau 11. Júl 2015 19:04
af Danni V8
"7. Ríkið tekur á sig 11.000kr tap með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og þú færð svona 90% af hagnaðinum. "

Ef það er eitthvað að marka það sem BB sagði samkvæmt fréttunum að þá vill hann meina að ríkið þurfi ekki að grípa til sérstakra mótvægisaðgerða vegna niðurfellingarinnar og þar af leiðandi á ekki að vera nein skerðing á þjónustu.

Að sjálfsögðu græðir sá sem borgar hærra verð meira þegar liður sem er prósentureiknaður er felldur niður. En þetta gerir það að verkum að þeir sem eiga minna á milli handanna geta jafnvel leyft sér meira en áður fyrir sömu tekjur.

Voðalega þarftu að vera fúll á móti. Það er allt ömurlegt núna og allar breytingar til að laga það eru ömurlegar líka.

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Lau 11. Júl 2015 20:35
af hakkarin
Danni V8 skrifaði: Ef það er eitthvað að marka það sem BB sagði samkvæmt fréttunum að þá vill hann meina að ríkið þurfi ekki að grípa til sérstakra mótvægisaðgerða vegna niðurfellingarinnar og þar af leiðandi á ekki að vera nein skerðing á þjónustu.


Jafnvel þótt svo að það gerist að þá er það peningur sem að ekki er hægt að nýta í annað og því er tækisfærikostnaðurinn mikill.

Danni V8 skrifaði: Að sjálfsögðu græðir sá sem borgar hærra verð meira þegar liður sem er prósentureiknaður er felldur niður. En þetta gerir það að verkum að þeir sem eiga minna á milli handanna geta jafnvel leyft sér meira en áður fyrir sömu tekjur.


Það er til soldið sem að heitir tækifæriskostnaður.

https://en.wikipedia.org/wiki/Opportunity_cost

Wikipedia skrifaði: In microeconomic theory, the opportunity cost of a choice is the value of the best alternative forgone, in a situation in which a choice needs to be made between several mutually exclusive alternatives given limited resources. Assuming the best choice is made, it is the "cost" incurred by not enjoying the benefit that would be had by taking the second best choice available. The New Oxford American Dictionary defines it as "the loss of potential gain from other alternatives when one alternative is chosen". Opportunity cost is a key concept in economics, and has been described as expressing "the basic relationship between scarcity and choice". The notion of opportunity cost plays a crucial part in ensuring that scarce resources are used efficiently. Thus, opportunity costs are not restricted to monetary or financial costs: the real cost of output forgone, lost time, pleasure or any other benefit that provides utility should also be considered opportunity costs.


Þetta eru 6 milljarðar sem að ekki fara í annað gáfulegra...

Re: Bjarni: afnemum tolla á allt nema það sem að skiptir máli!

Sent: Sun 12. Júl 2015 00:42
af urban
hakkarin skrifaði:Það er til soldið sem að heitir tækifæriskostnaður.

https://en.wikipedia.org/wiki/Opportunity_cost


Þetta eru 6 milljarðar sem að ekki fara í annað gáfulegra...[/quote]

Þetta eru 18.11 krónur að meðaltali á hverja einustu manneskju í landinu sem að verður eftir hjá þeim aðilum og fer beint út í hagkerfið aftur.