hakkarin skrifaði:urban skrifaði:Það að ég fari og kaupi mér 100.000 króna úlpu kemur þér akkurat ekkert við ef að ég hef efni á henni.
Sömu rök: Af hverju ætti sá sem að fær hundrað milljónir á mánuði að borga hærri tekjuskatt en sá sem að er bara með 200.þús? Hvað kemur það þér við að aðrir borgi meira að því að þeir eru efnameiri? Reyndar er ég hægri-maður og er á móti öfgasköttum á ríku fólki. En samt, þetta eru sömu rökinn.
við skulum halda okkur við eitt umræðu efni...
hakkarin skrifaði:Annars er þetta ekki bara spurning um það hvort að það komi eða komi mér ekki við hvort að þú kaupir þér góða úlpu eða ekki. Þetta er spurning um forgangsröðun. Ástæðan fyrir því af hverju ég er reiður er af sömu ástæðu og af hverju ég varð reiður þegar sykurskatturinn var afnuminn. Það var ekki að því að ég er fylgandi sykurskatti (ég er það ekki), heldur frekar út af tímasetningunni. Matarskatturinn var hækkaður á eiglega sama tíma og sykurskatturinn var afnuminn...
Er það góð forgangsröðun?
þú hefur greinilega misskilið ástæðuna fyrir að leggja niður sykurskattinn.
það var til þess að höggið á heimili landsins yrði ekki jafn mikið við það að VSK á matvæli voru hækkuð, þar sem að það var jú verið að reyna að einfalda VSK kerfið (síðan er annað mál hvort að þetta hafi haft tilætluð áhrif eða hvort að það sé rétt af þessu staðið)
Ekki gleyma því heldur að þetta eru allt tekjuaflanir fyrir ríkið, ríkið sá þennan leik á borði og hafði svipaða krónutölu útúr þessu (að þeir sögðu þá allavegana)
Aftur á móti er það náttúrulega algerlega út í hött að taka sykurskattinn af, hann mátti alveg vera áfram.
hakkarin skrifaði:Svo þýðir líka ekkert að nota frjálshyggjurökin til þess að verja þetta rugl. Í alvöru frjálshyggju væru allt þetta drasl bara skattlagt eins. En það er ekki þannig. Þannig að þeir sem að þurfa nauðsynjavörur og borga skatta af því eru að niðurgreiða þá sem að ekki þurfa að borga skatta af lúxus vörunum sýnum.
Wealth distribution for the rich FTW!
Það er verið að fella niður tolla á öllum vörum nema matvörum.
Við þurfum öll t.d. föt, ég í minni 100.000 króna úlpu og þú í þinni 10.000 úlpu, ég hef hærri tekjur en þú og get þess vegna leyft mér 100.000 króna úlpu á meðan að þú getur það ekki.
Báðar úlpurnar skila jafnhárri tollprósentu til ríkisins núna (100.000 króna úlpan mín mun hærri tölu þar sem að hún er mun dýrari)
báðar úlpurnar skilja jafnhátti tollprósentu til ríkisins eftir að þetta er komið í gegn, 0 krónur
Nú við þurfum báðir mat líka (sem að verður tollaður áfram)
þú ferð og kaupir þér ódýran útlenskan kjúkling og það er búið að greiða af honum tolla.
Nú ég hef meiri peninga þannig að ég fer og kaupi mér erlendan kalkún, sem að er töluvert dýrari og þess vegna enþá hærri króna af tollum sem að fer þangað (nú geri ég ráð fyrir því að bæði kjúklingur og kalkúnn séu í sama tollflokki, getur verið að svo sé ekki)
Hvor okkar er nú búinn að skila meiru til ríkisins svona ?
Hvor okkar er að niðurgreiða hinn ?
Hættu nú að blanda alltaf saman alveg gersamlega ólíkum hlutum einsog tollum, VSK og sykurskatti.
p.s. ég á ekki og hef aldrei átt 100.000 króna úlpu, þetta var eingöngu tekið sem dæmi.