Verðlagning á Applevörum á Íslandi
Sent: Fös 03. Júl 2015 08:52
Það er kominn tími hjá mér til að endurnýja tölvuna hjá mér.
Svo ég fór að skoða verð, það kom svo sem ekki á óvart að á fákeppnisklakanum þá eru allir að bjóða sömu vörurnar á sama verði.
Eftir því sem ég kemst næst er það heildsalanum um að kenna.
En nóg um það, ég var að spá í að fá mér nýja iMacan með retina skjá, og fyrst maður er að kaupa svona stóra vél þá vildi ég helst hafa i7 örgjörva í henni. Epli selur þessa vél á littlar 569.980 kr (sem mér fannst í hærri kantinum)
Svo ég fór að skoða þetta betur.
Apple USA selur þessa vél á $ 2.549 sem gera 420.570 kr með VSK.
En jú það þarf víst líka að flytja hana til landsins og þess háttar.
Mér fannst þetta frekar mikill munur svo ég fór að koða ShopUSA sem ég hef aldrei notað vegna þess að mér finnst það svo dýrt. En þessi vél komin til Íslands með ShopUSA 497.287 kr. það er 72.693 kr. mismunur á að versla beint við Epli. Og það besta er að hún er komin fyrr til landsins heldur en ef ég panta hana á Epli, þar sem þeir gefa sér 4 vikur í afgreiðslufrest.
Síðan má benda á það að það eru til fleirri og ódýrari leiðir til að senda vörur til Íslands en ShopuUSA svo auðveldlega er hægt að spara sér rúmlega 100.000 sem mér þykir frekar mikið í jafn einföldum viðskiptum og þetta eru.
Hvert er ykkar álit á þessu, finnst ykkur þetta eðlilegur munur?
Kveðja einn pirraður...!
Svo ég fór að skoða verð, það kom svo sem ekki á óvart að á fákeppnisklakanum þá eru allir að bjóða sömu vörurnar á sama verði.
Eftir því sem ég kemst næst er það heildsalanum um að kenna.
En nóg um það, ég var að spá í að fá mér nýja iMacan með retina skjá, og fyrst maður er að kaupa svona stóra vél þá vildi ég helst hafa i7 örgjörva í henni. Epli selur þessa vél á littlar 569.980 kr (sem mér fannst í hærri kantinum)
Svo ég fór að skoða þetta betur.
Apple USA selur þessa vél á $ 2.549 sem gera 420.570 kr með VSK.
En jú það þarf víst líka að flytja hana til landsins og þess háttar.
Mér fannst þetta frekar mikill munur svo ég fór að koða ShopUSA sem ég hef aldrei notað vegna þess að mér finnst það svo dýrt. En þessi vél komin til Íslands með ShopUSA 497.287 kr. það er 72.693 kr. mismunur á að versla beint við Epli. Og það besta er að hún er komin fyrr til landsins heldur en ef ég panta hana á Epli, þar sem þeir gefa sér 4 vikur í afgreiðslufrest.
Síðan má benda á það að það eru til fleirri og ódýrari leiðir til að senda vörur til Íslands en ShopuUSA svo auðveldlega er hægt að spara sér rúmlega 100.000 sem mér þykir frekar mikið í jafn einföldum viðskiptum og þetta eru.
Hvert er ykkar álit á þessu, finnst ykkur þetta eðlilegur munur?
Kveðja einn pirraður...!