Síða 1 af 1

Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 08:52
af bjorkollur
Það er kominn tími hjá mér til að endurnýja tölvuna hjá mér.
Svo ég fór að skoða verð, það kom svo sem ekki á óvart að á fákeppnisklakanum þá eru allir að bjóða sömu vörurnar á sama verði.
Eftir því sem ég kemst næst er það heildsalanum um að kenna.

En nóg um það, ég var að spá í að fá mér nýja iMacan með retina skjá, og fyrst maður er að kaupa svona stóra vél þá vildi ég helst hafa i7 örgjörva í henni. Epli selur þessa vél á littlar 569.980 kr (sem mér fannst í hærri kantinum)

Svo ég fór að skoða þetta betur.
Apple USA selur þessa vél á $ 2.549 sem gera 420.570 kr með VSK.
En jú það þarf víst líka að flytja hana til landsins og þess háttar.

Mér fannst þetta frekar mikill munur svo ég fór að koða ShopUSA sem ég hef aldrei notað vegna þess að mér finnst það svo dýrt. En þessi vél komin til Íslands með ShopUSA 497.287 kr. það er 72.693 kr. mismunur á að versla beint við Epli. Og það besta er að hún er komin fyrr til landsins heldur en ef ég panta hana á Epli, þar sem þeir gefa sér 4 vikur í afgreiðslufrest.

Síðan má benda á það að það eru til fleirri og ódýrari leiðir til að senda vörur til Íslands en ShopuUSA svo auðveldlega er hægt að spara sér rúmlega 100.000 sem mér þykir frekar mikið í jafn einföldum viðskiptum og þetta eru.

Hvert er ykkar álit á þessu, finnst ykkur þetta eðlilegur munur?

Kveðja einn pirraður...!

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 11:06
af ElvarP
Sama og hjá pennanum með Herman Miller stóla, frekar leiðinlegt.

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 11:31
af Tiger
Þessi vél kostar 532.942kr í gegnum ShopUSA. Verður að reikna skattinn úti inní verðið líka og er því verð vélarinnar $2701,94.

Þannig að það er 37.038kr munur á vélunum. Án þess að vera 100% þá færðu bara 1árs ábyrgð úti en 2ár hérna heima, færð bara enskt lykaborð með vélinni úti en Íslenskt hérna heima.

Er langt frá því fan af skakkaturni, en myndi samt velja hann í þessu tilfelli umfram shopusa kostinn.

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 11:50
af Moldvarpan
Bara fuck apple. :)

Simple as that. (ég hef rök fyrir þessari skoðun minni en ekki í stuði fyrir þras í dag)

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 11:52
af rapport
Það má samt benda á að í verðinu hjá Apple USA, þá er smásöluálagning + VAT í USA, Epli er ekki að kaupa þessar tölvur á því verði.

Hugsanlega er jafnvel ekki VAT á útflutning heildsala, eingöngu þegar keypt er í smásölu.

Þannig að ef við segjum að álagning Apple USA sé lítil 25% (s.s. 33% ofaná heildsölugverð), þá kostar tölvan $2.162 í heildsölu (er líklega lægra).

Þá fá þeir tölvuna hingað á 285.700 kr. + flutningskostnað (segjum 14.300 pr. stk) = 300.000 kr. fyrir að fá vélina hingað (án VSK, fá hann endurgreiddan)

Selja hana á 569.980 (tökum 24% VSK af, þá er smásöluverð án VSK = 459.661 = 53% álagning.

50% álagning er virkilega algeng "slump" tala á Íslandi og því er þetta bara nokkuð líklega nálægt raunveruleikanum.


S.s. það má giska á að Epli kaupi vélina á c.a. 300.000 og selji hana á 450.000 ...

Til samanburðar, þegar ég var hjá 10-11 á sínum tíma, um 2004 þá var meðalálagning 40% (en hefur örugglega hækkað síðan)

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 12:48
af mind
Mér finnst skrítið að kvarta yfir verðlagningu á merkjavöru, það er ekkert sem segir að verðið á þeim endurspegli verðmæti vörunnar.

Ef ég væri íhuga þessi kaup myndi ég bara kaupa vélina á íslandi, hlutfallslegi munurinn á verði miðað við mismun markaðanna sem er verið að bera saman er ekki óeðlilega hár.

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 12:57
af bjorkollur
Tiger skrifaði:Þessi vél kostar 532.942kr í gegnum ShopUSA. Verður að reikna skattinn úti inní verðið líka og er því verð vélarinnar $2701,94.
Þannig að það er 37.038kr munur á vélunum. Án þess að vera 100% þá færðu bara 1árs ábyrgð úti en 2ár hérna heima, færð bara enskt lykaborð með vélinni úti en Íslenskt hérna heima.
Er langt frá því fan af skakkaturni, en myndi samt velja hann í þessu tilfelli umfram shopusa kostinn.


Sæll Tiger, þetta er einfaldlega rangt hjá þér.
Ef þú sendir tölvuna frá ríki sem ekki hefur söluskat, þá þarftu ekki að greiða hann, s.s. New Hampshire, Delaware, Oregon.
Flest póstþjónustu fyrirtæki eru því með vöruhús í þessum fylkjum líkt og usa2me.com og myus.com

Varðandi lyklaborðið þá geturu sleppt því í kaupunum úti og fendið það til frádráttar á verðinu, og keypt það hér heim og átt samt væna summu eftir þegar vélin er komin til landsins.

Apple Care kostar $169 á svona vél eða 28.000 kr. hún gildir í 3 ár.

Þannig að ef mér hugnast þá get ég keypt þessa vél; fengið hana afhenda fyrr, með 3ára ábyrggð, íslensku lyklaborði og samt á rúmlega 50.000 eftir.

Þess má geta að þessi vél er ekki nema c.a. 10.000 kr dýrari í UK miða við USA.

Ég vill styðja íslenska verslun, en ég bara get ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér.
Getur einhver annar gert það...?

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 13:01
af Kristján
Það er 2015 er það ekki???

Er ennþá verið að væla yfir verði á Apple vörum???

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 13:26
af Olli
Væl

Re: Verðlagning á Applevörum á Íslandi

Sent: Fös 03. Júl 2015 16:24
af Tiger
bjorkollur skrifaði:
Tiger skrifaði:Þessi vél kostar 532.942kr í gegnum ShopUSA. Verður að reikna skattinn úti inní verðið líka og er því verð vélarinnar $2701,94.
Þannig að það er 37.038kr munur á vélunum. Án þess að vera 100% þá færðu bara 1árs ábyrgð úti en 2ár hérna heima, færð bara enskt lykaborð með vélinni úti en Íslenskt hérna heima.
Er langt frá því fan af skakkaturni, en myndi samt velja hann í þessu tilfelli umfram shopusa kostinn.


Sæll Tiger, þetta er einfaldlega rangt hjá þér.
Ef þú sendir tölvuna frá ríki sem ekki hefur söluskat, þá þarftu ekki að greiða hann, s.s. New Hampshire, Delaware, Oregon.
Flest póstþjónustu fyrirtæki eru því með vöruhús í þessum fylkjum líkt og usa2me.com og myus.com


Þú nefnir SHOPUSA.is og ef þú sendir þanngað á þeirra shipping doc, þá er skattur jú (zip 23455). Má vel vera að það sé ekki annar staðar en þú varst að tala um shopusa.is þannig að gagnslaust að bera svo saman við usa2me.com og myus.com.

Og með lyklaborðið þá sé ég nú engan kost á síðunni að sleppa við það og fá ódýrara, en þú kannski hefur þann möguleika og kannski sýnir mér?

Fyrir utan að ég hef aldrei heyrt góða sögu af shopusa. Þeir taka 44þús fyrir að flytja 1 skjákort til landsins (umfram gjöld nota bene).