Síða 1 af 1

Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Fös 05. Jún 2015 23:46
af svanur08
Einhver stærðfræði snillingur hérna sem getur reiknað út eitt dæmi fyrir mig?

Oblong Ducts(Oval) í þvermál round shape, ef það er 14cm í lengd og 8cm á breidd hvað jafngildir það þvermál í hring?

--> http://www.engineeringtoolbox.com/equiv ... d_205.html

Sem sagt Oblong shape (racetrack shape) í þvermál í Round shape.

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Lau 06. Jún 2015 00:42
af nidur
ummálin verða 115mm og þvermál þá 36,605mm

Ef ég skil þig rétt.

Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Lau 06. Jún 2015 09:42
af Gislinn
Á engineering toolbox linkunum sem þú linkar í er gefið að sambandið milli oblong duct og circular ducts er:
d_e = 1.55 (π*b^2 / 4 + a*b - b^2)^0.625/(π*b + 2*a - 2*b)^0.25
ef a = 14 cm og b = 8 cm þá verður d_e = 11.04 cm.

Þetta miðast við að þrýstifall í pípu með þetta form sé óbreytt, sem ég geri ráð fyrir að þú viljir finna skv. linknum sem þú linkar í.

Ef þetta er ekki svarið sem þú leitar eftir þá máttu endilega orða spurninguna betur. :)

nidur skrifaði:ummálin verða 115mm og þvermál þá 36,605mm

Ef ég skil þig rétt.


Ég ætla að setja smá spurningarmerki við útreikningana hjá þér, hlutur með 14 cm lengd og 8 cm breidd er tæpast 115 mm = 11.5cm í ummál. :?:

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Lau 06. Jún 2015 11:31
af nidur
Gislinn skrifaði:
nidur skrifaði:ummálin verða 115mm og þvermál þá 36,605mm


Ég ætla að setja smá spurningarmerki við útreikningana hjá þér, hlutur með 14 cm lengd og 8 cm breidd er tæpast 115 mm = 11.5cm í ummál. :?:

Klárlega vitlaust hjá mér var eitthvað þreyttur í gærkvöldi greinilega.

Ég myndi halda að ummálið á þessu væri 358,2mm og þvermálið þá 114,0176mm

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Lau 06. Jún 2015 18:41
af svanur08
Skal bara seigja hvað ég er að pæla, ef loftgatið á þessum hátalara er 8x14cm hvað jafnast það á við stórt round port í þvermál.

----> http://images.klipsch.com/R-28F-Front_6 ... 180000.jpg

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Lau 06. Jún 2015 20:44
af lifeformes
http://www.calculatoredge.com/new/ventlength.htm

Hefurðu prófað þetta, svo geturðu prufað að senda þeim línu á parts express þeir eru snillingar í svona hlutum og eru mjög viljugir að aðstoða mann.

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Lau 06. Jún 2015 21:30
af svanur08
Er þetta ekki bara sama og round port sem er með 11.5cm þvermál?

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Sun 07. Jún 2015 00:34
af nidur
jummz

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Sun 07. Jún 2015 03:09
af odinnn
Þar sem ég nenni ekki að grafa upp reiknivélina mína þá langar mig vita hvort ég sé ekki að skilja tilganginn með þessum útreikningum, það er að finna flatarmálið á óvalnum til að geta reiknað út þvermálið á hring sem hefur sama flatarmál? Og þannig hafa sama flatarmál sem ýtir lofti áfram frá keilunni og þegar þegar hún fer aftur sem þar af leiðandi í gegnum opið?

Re: Útreikningur Oblong í round þvermál

Sent: Mið 10. Jún 2015 17:19
af Kristján Gerhard
Ellipsa með radíusana 70 mm og 40 mm er 8796,4594 mm2 að flatarmáli. Umreiknað gefur hringur með þvermál 105,83 mm sama flatarmál.