Bjórar eins og NewCastle brown ale?
Sent: Fim 07. Maí 2015 17:11
af hakkarin
Mér finnst NewCastle Brown ale vera afa spes bjór og mikið frábrugðinn öðrum bjórum sem ég hef smakkað. Mér finnst hann góður. Eru til einhverjir aðrir bjórar í ríkinu sem að eru svona svipaðir og NewCastle?
Re: Bjórar eins og NewCastle brown ale?
Sent: Fim 07. Maí 2015 17:20
af worghal
Newcastle er frábær með þá eiginleika að vera góður sama hvernig virðrar.
eyddi viku á Wacken með tvo kassa af newcastle og engann kæli, alltaf góður!

faxe eiga svipaðann bjór en ekki nærri jafn góðann.
Re: Bjórar eins og NewCastle brown ale?
Sent: Fim 07. Maí 2015 17:30
af machinefart
Svolítið langt síðan ég smakkaði hann, þekki ekki marga bjóra í nákvæmlega þessum stíl, hinsvegar myndi ég leggja til að þú tékkaðir á bæði Barón og Móra frá ölvisholti. Sennilega er Baróninn talsvert nær honum, það er amerískur brown ale, hann er létt humlaður með möltuðum keim.