Síða 1 af 1

Shopusa.is

Sent: Fös 01. Maí 2015 13:53
af krat
Hvernig stendur á því að shopusa er svona dýrt?

var að panta vöru og ætlaði að nýta mer Shopusa og vörurnar kosta 255USD samtals og óskar Shopusa efir greiðslu upp hærri greiðslu til að flytja þetta til landsins eða 41þúsund. Er ég að missa af einhverju eða?

einhver með reynslu af þessu hérna?

Re: Shopusa.is

Sent: Fös 01. Maí 2015 14:58
af KrissiP
Verðið sem shopusa gefur þér eftirá er allur flutningur til landsins, tollur og allt honum tengt og virðisauki af vörunni. Og það er mjög dýrt að fá hluti fá bna. Það eru samt einhverjar ódýrari þjónustur. Ég hef notast við shopusa hingað til bara útaf þjónustunni, svara instantly tölvupóstum og allt mjög skýrt og greinilegt.

Re: Shopusa.is

Sent: Fös 01. Maí 2015 15:01
af astro
Borgar sig sjaldan að nýta þessa þjónustu, nema þú sért með þunga og/eða stóra hluti sem er dýrt að senda internationally frá kaupanda.

Ég t.d. keypti mér íshokkí mark sem var 25 KG, kostaði um $200 og $200 að senda til íslands en frítt að senda innan US. Sendi það á shopUSA og það kom út mikið ódýrara.

Re: Shopusa.is

Sent: Fös 01. Maí 2015 16:58
af I-JohnMatrix-I
Ég hef nýtt mér pantadu.is, fín þjónusta. Margfallt ódýrara í gegnum þá heldur en shopusa.

Re: Shopusa.is

Sent: Fös 01. Maí 2015 21:19
af kunglao
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hef nýtt mér pantadu.is, fín þjónusta. Margfallt ódýrara í gegnum þá heldur en shopusa.


Á þetta semsagt vel við ef mar vill panta frá amazon.com frá U:S:A og er það ódýrara í gegnum pantaðu heldur en ekki að flestu leyti ? Á þetta við um einungis Amazon ?

Re: Shopusa.is

Sent: Lau 02. Maí 2015 00:26
af Predator
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hef nýtt mér pantadu.is, fín þjónusta. Margfallt ódýrara í gegnum þá heldur en shopusa.

Ég fékk kvót hjá þeim í flutning um daginn og það var 10þús krónum dýrara en að fara í gegnum shopusa, fer líklega eftir því hvað maður er að flytja inn hvað er hagstæðast.

Re: Shopusa.is

Sent: Lau 02. Maí 2015 00:39
af nidur
Hvað með viabox er að fara að prófa það í fyrsta skipti?

Re: Shopusa.is

Sent: Lau 02. Maí 2015 14:02
af I-JohnMatrix-I
kunglao skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég hef nýtt mér pantadu.is, fín þjónusta. Margfallt ódýrara í gegnum þá heldur en shopusa.


Á þetta semsagt vel við ef mar vill panta frá amazon.com frá U:S:A og er það ódýrara í gegnum pantaðu heldur en ekki að flestu leyti ? Á þetta við um einungis Amazon ?


Þú sendir þeim bara mail og þeir senda tilbaka verð með öllu. Skiptir ekki máli hvaðan.

Re: Shopusa.is

Sent: Mán 04. Maí 2015 16:17
af gunnji
www.myus.com

Hef notað þau margoft, Sanngjörn í verði. TOPP þjónusta. Líka ef að maður er að panta mikið af drasli frá mörgum aðilum þá koma þau því öllu fyrir í einn góðan pakka og henda öllu rusli. Annað sem er cool sem þau bjóða upp á er að ef e-ð sem þú vilt panta er lokað fyrir erlend greiðslukort eða slíkt þá versla þau allt saman fyrir þig og rukka þig örlítið fyrir það. Ég líka get varla ímyndað mér að nokkurt fyrirtæki geti boðið upp á hraðari þjónustu. Ef að ég bið þau um að senda pakka á sunnudegi þá hefur hann komið á miðvikudegi, upp að dyrum til mín.