Síða 1 af 1

Heimabruggaður bjór

Sent: Sun 26. Apr 2015 19:55
af hakkarin
Hef áhuga fyrir því að búa til minn eiginn bjór en hef þó nokkrar spurningar.

1. Ef heimagerður bjór eitthvað betri eða er þetta bara gert fyrir sportið?

2. Varla er rukkaður áfengisskattur af hráefnunum þannig að er þetta ekki ódýrara heldur en að kaupa bjór út í búð?

3. Hvað tekur langan tíma að búa til bjór og hvað geymist hann lengi?

4. Er auðvelt að nálgast hráefni í bjór eða þarf að fara í einhverjar sérvöruverslanir?

5. Hafið þið reynslu að því að búa til ykkar eigin bjór?

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Sun 26. Apr 2015 20:09
af Gummzzi
http://aman.is/

Hér færðu allt til alls og upplýsingar um allar gerðir burggunar. :happy

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Sun 26. Apr 2015 20:18
af beggi90
Getur líka kíkt á http://brew.is/oc/ með vörur til að bera verð saman við Ámuna.
Og líklega best að fá upplýsingar á http://fagun.is/ nóg af þráðum þar til að skoða og átta sig betur á ferlinu.

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Sun 26. Apr 2015 22:11
af dori
1. Aðallega sport en auðvitað er hægt að gera rosalega góðan bjór svona.
2. Það er ekkert áfengisgjald rukkað af efnunum (augljóslega) en ekki gera þetta ef þú ert að því til að "spara". Jújú, þú nærð örugglega að búa til aðeins lægra lítraverð en það sem þú færð útúr vínbúð en það er ekki jafn mikið og þú myndir halda, efniskostnaður er nokkur og svo tekur svolítinn tíma að "afskrifa" búnaðinn. Svo er þetta alveg slatta vinna.
3. Mismunandi eftir tegundum, 3-4 vikur hver lögun minnir mig.
4. Sjá komment hér fyrir ofan frá beggi90 og Gummzzi
5. Bróðir minn var að dunda sér við þetta og ég hjálpaði smá 1-2 sinnum.

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 01:11
af Viktor
Ég hef búið til bjór og hvítvín.

Bjórinn var ÓGEÐ. Mjög vond lykt og frekar erfitt að búa hann til, fékk litla kolsýru og hann varð bara plain vondur. Keypti svona kit hjá Ámunni.

Það er hinsvegar fáránlega auðvelt að búa til hvítvín, hef búið til nokkra tugi lítra af því. Ef þér finnst það of beiskt eða ekki nógu gott þá seturðu bara meiri sykur.

Mér reiknaðist að þegar ég bjó til 15-20L af hvítvíni væri ég að borga um 200-300 kr. fyrir flöskuna, svo það var töluverður sparnaður við það. En mikið umstang, en ég hafði gaman af þessu á þeim tíma.

Áfengismagnið var alltaf rougly 12-15%.

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 09:19
af linenoise
Ég þekki þrjá sem brugga öl og ölið þeirra er ótrúlega gott. Það kostaði samt alveg nokkrar lélegar lagnir og heilmikla heimildavinnu að komast þangað. Þetta eru víst frekar mikil vísindi.

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 09:47
af C2H5OH
http://fagun.is/ hérna geturðu fengið góða leiðsögn

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 19:09
af hakkarin
Bara til að vera viss, það er alveg löglegt að brugga sér bjór og eða vín er það ekki? Veit nefnilega að það er bannað að búa til landa/vodka.

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 19:27
af Póstkassi
Prófaði að googla það og ég fann akkúrat umræðu um það á Fágun

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 22:06
af hakkarin
Póstkassi skrifaði:Prófaði að googla það og ég fann akkúrat umræðu um það á Fágun


Samkvæmt þessum þræði er bannað að framleiða áfengi sem að fer yfir 2.2% í styrkleika jafnvel þótt svo að það sé bara gert til einkanota. En ef að svo er, er þessum lögum eitthvað framfylgt? Miðað við þessa linka sem að þið sýnduð mér áðan að þá virðist nú ekkert vera erfitt að redda sér búnaði og hráefnum til þess að búa til bjór. Er það kanski gert undir þeim formerkjum að aðeins eigi að búa til léttöl? Svona eins og bjórauglýsingar segjast bara vera að auglýsa það en ekki alvöru bjór með því að hafa litla stafi í horninu þar sem að stendur "léttöl"?

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Mán 27. Apr 2015 22:50
af bigggan
Það sem skiftir mestu máli þegar bruggað er er hreinleiki, þarf ekki mikið óhreindi i tækinn og þú er búinn að skemma marga vikna vinnu. sjóða og sótthreinsa eins mikið og hægt er.

td er Star san notað mikið, veit ekki hvort það fæst herna.

Re: Heimabruggaður bjór

Sent: Þri 28. Apr 2015 00:26
af beggi90
bigggan skrifaði:Það sem skiftir mestu máli þegar bruggað er er hreinleiki, þarf ekki mikið óhreindi i tækinn og þú er búinn að skemma marga vikna vinnu. sjóða og sótthreinsa eins mikið og hægt er.

td er Star san notað mikið, veit ekki hvort það fæst herna.


http://www.brew.is/oc/Hreinsiefni/Star_San :happy
Hreinlæti nr. 1, 2 og 3


Annars hef ég ekki heyrt um að eitthver sé tekinn fyrir að brugga bjór fyrir einkaneyslu.

Ef þú ert að fara í þetta mæli ég frekar með BIAB heldur en þessum dósum með eitthverju þykkni.
Hef reyndar bara prófað svona dós einu sinni en þótti það alls ekki gott m.v hitt.