Síða 1 af 1

Tölvuverslanir í London

Sent: Lau 25. Apr 2015 22:15
af g1ster
Sæl veriði,

Ég er að fara til London í næsta máuði og langaði að versla ýmsar tölvuvörur.

Mæli þið með einhverjum búðum eða net-verslunum sem ég gæti kíkt á?

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Lau 25. Apr 2015 22:18
af krat
dýrar ef eitthvað er að versla í london <.<

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Lau 25. Apr 2015 22:23
af g1ster
Fjandinn, er það? jafnvel ef ég panta af netinu?

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Lau 25. Apr 2015 22:47
af flottur
Það eru engar tölvubúðir í london, er búin að leita sjálfur. Það eru svona venjulegar tölvubúðir til að kaupa fartölvur og tilbúnar tölvur en engar svona sem selja sér parta eins og skjákort og svona.
Annars geturu pantað af overclockers.co.uk og borgað með kreditkorti og látið senda dótið á hótelið sem þú kemur til með að vera á.

Spurninginer hvort þú þurfir ekki að borga skatt af því sem þú pantar þér fyrst þú lætur senda það innanlands?

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Lau 25. Apr 2015 23:04
af Snorrivk
London er nú bara ein dýrasta borg í heimi ;)

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 00:04
af g1ster
jú gæti látið senda það á hótelið/íbúðina, en planið var að reyna koma þessu hjá skatti. :8)

Vitiði hvort það sé einhver sekt að vera tekinn með þetta í tollinum eða þarf maður bara að borga skattinn?

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 00:24
af Lunesta
mátt koma með hluti fyrir max 88k án þess að þurfa að borga skatt anyway.
http://www.tollur.is/subqa.asp?cat_id=1 ... nt_id=1745

Ef þú ert bustaður við að reyna að smygla þá geturu tapað vörunni og fengið sekt.
http://www.tollur.is/subqa.asp?cat_id=1 ... nt_id=1742

Svo var gamall póstur frá 2012 sem sagði að sektin væru 50k og upp úr.
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_ ... t_id=11467

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 00:44
af bigggan
Þetta fer á sakaskrá sem er ekki gott, svo ef þetta er eikvað mikið þá mundi ég fara á rauða hliðið.

Veit ekki hvar i London þú ert en http://www.yoyotech.co.uk/ er rett fyrir utan London


Annars hef þú https://www.overclockers.co.uk/ sem er aðeins á netinu þó, td.

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 01:18
af HalistaX
Snorrivk skrifaði:London er nú bara ein dýrasta borg í heimi ;)

Hvernig færðu það út? Þegar ég var þar fyrir nokkrum árum fékk ég þar þrjú skó pör
á 25þús á meðan það sama hefði kostað yfir 50 hérna heima.
London er langt frá því að vera ein dýrasta borg í heiminum.

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 02:07
af Jonssi89
Prófaðu cclonline.com

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 02:56
af g1ster
Lýtur þá út fyrir að ég fari með þetta í rauða hliðið. Býst ekki við því að versla fyrir meira en 88k í þessum málum. Var aðalega að pæla í GTX 960 og SSD, mögulega vatnskælingu eða aflgjafa.

www.overclockers.co.uk virðist vera góður kostur. Annars er verðmunurinn ekki mikill miða við hérna heima þegar pundið er að rjúka upp úr öllu valdi.

Takk fyrir hjálpina :)

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 09:41
af Televisionary
Einnig er vert að skoða Amazon og finna stað sem er hægt að sækja vöruna á. Ég nota Amazon mjög mikið og sæki vöruna í kjörbúðina úti á horni einnig eru Amazon með skápa á sumum stöðum.

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 13:49
af krat
HalistaX skrifaði:
Snorrivk skrifaði:London er nú bara ein dýrasta borg í heimi ;)

Hvernig færðu það út? Þegar ég var þar fyrir nokkrum árum fékk ég þar þrjú skó pör
á 25þús á meðan það sama hefði kostað yfir 50 hérna heima.
London er langt frá því að vera ein dýrasta borg í heiminum.

hvernig fær hann það út?
http://www.telegraph.co.uk/finance/prop ... me=2783020

bara suddalega dýrt að vera þar, allt mokk dýrt hvort sem það er að versla sér mat eða ferðast frá A til B. Vörur eru líka dýrar.

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 16:23
af bigggan
krat skrifaði:hvernig fær hann það út?
http://www.telegraph.co.uk/finance/prop ... me=2783020

bara suddalega dýrt að vera þar, allt mokk dýrt hvort sem það er að versla sér mat eða ferðast frá A til B. Vörur eru líka dýrar.


Að ferðast i Englandi er dýrt já, en vörur er þónokkuð ódýrara en herna á íslandi. reyndar þá er tölvuvörur nokkuð það sama verð en flest annað er ódýrara en á íslandi. Hef farið til London/Englands nokkrum sinnum svo ég hef séð það sjálfur.

Re: Tölvuverslanir í London

Sent: Sun 26. Apr 2015 17:49
af nidur
Það eina sem ég hef verslað í bretlandi eru headphone og ECC minni. Minnið var á sama verði og influtt frá USA en headphone ódýrari af því að það var enginn skattur reiknaður.