Síða 1 af 1

https://www.massdrop.com/

Sent: Fim 23. Apr 2015 20:57
af Gunnar
https://www.massdrop.com/
Datt inná þessa sniðugu síðu áðan, datt i hug að deila henni með ykkur.
Ef margir koma saman þá lækkar verðið á vörunni um tugi prósenta.
Hvað finnst ykkur?

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fim 23. Apr 2015 20:59
af kunglao
hef verið að fylgjast með þessu í smá tíma. Fátt sem heillar mig þarna og þegar mar reiknar skatt og shipping þá eru það ekki nema örfáar vörur sem mig myndi langa í frá Massdrop.

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fim 23. Apr 2015 21:16
af beggi90
kunglao skrifaði:hef verið að fylgjast með þessu í smá tíma. Fátt sem heillar mig þarna og þegar mar reiknar skatt og shipping þá eru það ekki nema örfáar vörur sem mig myndi langa í frá Massdrop.


Svo þegar maður finnur eitthvað sniðugt er það us only drop.
Hef fylgst með þessari síðu í nokkra mánuði ekki keypt neitt enn.

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fim 23. Apr 2015 22:03
af Frost
Úff Massdrop hefur meitt veskið mitt oft...

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fim 23. Apr 2015 22:39
af worghal
fékk mér modmic 4.0 þarna fyrir 2-3 mánuðum :happy
good stuff síða

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fim 23. Apr 2015 22:45
af mercury
er búinn að panta þaðan 3x núna. Eina sem ég hef útá hana að setja er það hvað afhendingartíminn er langur miðað við það að maður er að borga fyrir sendingarkostnað. Var reyndar lang verst með Modmic 4 sem ég fékk og beið ég í um 3 vikur eftir að dropið endaði.

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fös 24. Apr 2015 13:17
af machinefart
Afslættirnir á massdrop eru oft ekkert spes ef miðað er við bandaríkin og afhendingartímarnir aldrei góðir. Hinsvegar koma inn drop sem eru á verulega góðum afslætti. Sömuleiðis kemur mikið þarna sem hreinlega er bara erfitt að fá öðruvísi. Ég veit samt ekki um búð sem er með jafn ódýran sendingarkostnað frá BNA og MD.

Re: https://www.massdrop.com/

Sent: Fös 24. Apr 2015 13:25
af chaplin
http://www.amazon.com/JayBird-BlueBuds- ... B00AIRUOI8

$15 ódýrari en Amazon, en með sendingarkostnaði um $100 ódýrari. Fyrir mér er þetta bæði ódýrara en Amazon og ekki sendingarkostnaður sem jafnast á við verð vörunnar.

Mér finnst þetta snilld og gæti alveg beðið í 2 vikur aukalega til að spara helming í verði.