Síða 1 af 1

Meniga

Sent: Fös 17. Apr 2015 18:23
af capteinninn
Er einhver hérna að nota þetta og hefur reynslusögur?

Hef verið að skoða Mint sem er ekki í boði hérna heima en mér skilst að Meniga sé sniðugur alternative.

Væri til í að heyra hvort fólki sem hefur notað þetta finnst þetta vera sniðugt eða ekki

Meniga

Sent: Fös 17. Apr 2015 18:48
af Tiger
Jebb hef notað þetta og finnst þetta frábært.
Ekki séð neina ókosti enn og virkar flott.

Re: Meniga

Sent: Fös 17. Apr 2015 23:16
af dori
Ég er með þetta, nota ekki mikið svosem en kíki á þetta við og við. Tók mér tíma í að flokka þau útgjöld sem lentu ekki í réttum flokkum einhvern tíma þannig að núna er þetta voða fínt í að gefa yfirlit (innbyggt í heimabankayfirlitið) yfir útgjöld.

Re: Meniga

Sent: Lau 18. Apr 2015 10:40
af nidur
Ég nota excel

Re: Meniga

Sent: Þri 21. Apr 2015 22:37
af intenz
Mér finnst þetta helvíti sniðugt.

Re: Meniga

Sent: Þri 21. Apr 2015 22:44
af capteinninn
Já ég henti áhyggjum mínum um data miningið í þessu og skráði mig bara, finnst þetta frekar fínt.

Er samt auðvitað eiginlega ekki með neina alvöru reynslu því maður þarf að nota þetta í einhvern tíma