Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Allt utan efnis
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 28. Mar 2015 05:58

J1nX skrifaði:ég skil þessa baráttu og allt það.. en mér finnst þetta bara engan vegin vera rétta leiðin til að berjast fyrir þessu..
það er líka svo mikil æronía í þessu.. fyrir nokkrum dögum voru haldnir fundir í skólum þar sem var verið að tala um að passa sig hverjum þú værir að senda myndir á netinu (bæði nektar og venjulegar) svo kemur þetta og stelpurnar setja topless myndir af sér á twitter og eins og við allir vitum, það sem lendir á netinu, verður á netinu.. örugglega HELLINGUR af stelpum sem eiga eftir að sjá eftir því að setja þessar myndir á netið eftir nokkra daga/vikur


Hluti af pointinu með þessu var að útrýma því sem kalla má "hefndarklám." Ef það er ekkert að því að kona sé ber að ofan, þá er enginn ávinningur í því fyrir menn að deila sín á milli brjóstamyndum. Ekki frekar en myndum af olnbogum eða eyrum.

Auðvitað eru og munu alltaf vera perrar, en það eitt ætti ekki að skerða frelsi kvenna til að vera topless þar sem það er viðeigandi. Og svo eru ekkert allar konur sem vilja bera sig. Sumar vilja bara halda þessu fyrir sig og sinn mann, en aðrar ættu samt að hafa möguleikann á því.

Eitt sem mér fannst samt kjánalegt við þetta voru allar stelpurnar sem slepptu því að vera í brjóstahaldara og fannst það alveg geðveikt og blabla. Ég skildi það ekki alveg. Það neyðir enginn neinn til að vera í brjóstahaldara. Sumar einfaldlega þurfa brjóstahaldara og öðrum finnst það bara þægilegra. Ekki ósvipað því að vera með innlegg í skónum.

Auðvitað má deila um aðferðina en það þarf að vekja athygli á svona og þessu tókst það svo sannarlega. Þetta kom kannski meira út eins og "ég má pósta mynd af tits ef ég vil" heldur en "afhverju má hann vera ber að ofan en ekki ég?" Það þarf að koma þessum íhaldssama hugsunarhætti út og það mun gerast með næstu kynslóðum.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf hakkarin » Lau 28. Mar 2015 13:37

KermitTheFrog skrifaði: Auðvitað eru og munu alltaf vera perrar


En þegar þú segir þetta, ertu þá að meina að kallar séu perrar að því að þeim finnist brjóst sexy? Mér finnst flott brjóst sexy. Er ég þá perri?

KermitTheFrog skrifaði: Og svo eru ekkert allar konur sem vilja bera sig.


Sem þýðir að þær eru svo lagðar í einelti af þeim sem að eru berar og kallaðar íllum nöfnum, sem að eykur yfirborðskennd og vanlíðan kvenna.

http://www.dv.is/frettir/2015/3/26/tani ... -brjostin/

Held að þið skiljið það ekki alveg af hverju þetta er ekkert sniðugt.

KermitTheFrog skrifaði: Það þarf að koma þessum íhaldssama hugsunarhætti út og það mun gerast með næstu kynslóðum.


Þessi frasi um að "gamla íhaldið" sé á útleið er jafn gamall og hugmyndinar sem að setja sig á móti þeim. En þótt svo að það væri rétt að þá eru það ekki bara íhaldsmenn sem að setja sig upp á móti þessi. Feminístar og sum vinstrisinnuð öfl eru líka á móti þessu því þeir vilja meina að þetta auki bara hlutgervingu fólks og fái fólk til þess að dæma aðra meira eftir því líklamlega og yfirborðskennda frekar heldur en persónuleika. Og þótt svo að ég sé mjög lítið hrifinn af þessum femmum að þá er ég nú bara eiglega alveg sammála. Hvað haldið þið að gerist ef að allir færu að fækka fötum? Fólk myndi dæma meira og því þyrftu allir að hugsa meira um útlitið heldur en áður. Yfirborðskennd myndi aukast. Þetta er ekki eitthvað sem að bara einhverjir gamlir fúlir íhaldsmenn eru að segja. Þú finnur líka fullt af vinstra fólki sem að er alveg sammála þessu.

Svo þróast samfélagið ekki í einhverjari beinni línu. Í gamla daga var í lagi að reykja næstum allstaðar og það er frjálslyndi. Núna liggur við að það sé næstum bannað að reykja (og síðasta stjórn reyndi eiglega að banna þær) og er það vinsælt að skattleggja það sem þykkir óhollt. Það er ekki frjálslyndi. Samfélög verða ekkert bara frjálslyndari með tímanum. Það er mikil ranghugmynd.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 28. Mar 2015 14:00

hakkarin skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði: Auðvitað eru og munu alltaf vera perrar


En þegar þú segir þetta, ertu þá að meina að kallar séu perrar að því að þeim finnist brjóst sexy? Mér finnst flott brjóst sexy. Er ég þá perri?


Nei það er ekki það sem ég er að segja. Sjálfum finnst mér brjóst sexy. Alveg eins og mér finnst rassar sexy. Samt get ég alveg farið í sund eða á strönd án þess að stara á brjóst og rassa kvenna. Ég hef stjórn á hvötum mínum.

hakkarin skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði: Og svo eru ekkert allar konur sem vilja bera sig.


Sem þýðir að þær eru svo lagðar í einelti af þeim sem að eru berar og kallaðar íllum nöfnum, sem að eykur yfirborðskennd og vanlíðan kvenna.

http://www.dv.is/frettir/2015/3/26/tani ... -brjostin/

Held að þið skiljið það ekki alveg af hverju þetta er ekkert sniðugt.


Af því að þetta er í fyrsta skipti sem krakkar eru krakkar og stríða og leggja í einelti? Kommon.

hakkarin skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði: Það þarf að koma þessum íhaldssama hugsunarhætti út og það mun gerast með næstu kynslóðum.


Hvað haldið þið að gerist ef að allir færu að fækka fötum? Fólk myndi dæma meira og því þyrftu allir að hugsa meira um útlitið heldur en áður. Yfirborðskennd myndi aukast. Þetta er ekki eitthvað sem að bara einhverjir gamlir fúlir íhaldsmenn eru að segja. Þú finnur líka fullt af vinstra fólki sem að er alveg sammála þessu.


Það er ekki verið að berjast fyrir því að allir séu alltaf berir að ofan. Lífið er ekki svona svart og hvítt. Konur vilja hafa möguleikann á því að vera berbrjósta í sundi, í Nauthólsvík, í sólbaði og bara hvar sem það telst eðlilegt fyrir karlmenn að bera berir að ofan.

Ef fólk er ekki nógu sjálfsöruggt þá bara einfaldlega er það í bol. Það er þeirra val.

hakkarin skrifaði:Svo þróast samfélagið ekki í einhverjari beinni línu. Í gamla daga var í lagi að reykja næstum allstaðar og það er frjálslyndi. Núna liggur við að það sé næstum bannað að reykja (og síðasta stjórn reyndi eiglega að banna þær) og er það vinsælt að skattleggja það sem þykkir óhollt. Það er ekki frjálslyndi. Samfélög verða ekkert bara frjálslyndari með tímanum. Það er mikil ranghugmynd.


Hvernig ætlastu til að bera saman eitthvað sem skaðar ekki bara heilsu þína, heldur líka þeirra sem eru í þínu nánasta umhverfi, og það að vera ber að ofan í viðeigandi aðstæðum?

Ég bara skil ekki hvar skaðinn er í þessu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf rapport » Lau 28. Mar 2015 14:41

Tilgangurinn með þessu er svo margþættur, það er svo margt við brjóst/geirvörtur sem er absurd.

- Konur geta ekki gefið brjóst á veitingastöðum, jafnvel á Íslandi á fólk erfitt með það í einhverjum tilfellum.
- Ef geirvarta sést á facebook og mörgum öðrum miðlum þá er myndin tekin út.
- Ef geirvarta sést á sést úti á götu þá er það glæpur sumstaðar í heiminum.
- Sumir fréttamiðlar fjölluðu um að birting sumra mynda væri ólögleg því að þær sýndu brjóst ólögráða stúlkna og væru þá af kynferðislegum toga.
- Af hverju bara konubrjóst/geirvörtur bannaðar?

Svo er þetta örugglega góð leið til að hvetja til samstöðu í samfélaginu.

Ég get rétt ímyndað mér að hellingur af stelpum, konum og foreldrum stelpna sem hafa verið með hnút í maganum því brjóstamynd rataði á netið, með áhyggjur af því hvort að þetta fyndist ef verið væri að meta atvinnuumsókn, hvort þetta hefði áhrif á daglegt líf, veldi kvíða, vanlíðan eða félagsfælni, hvort að þetta takmarkaði líf viðkomandi á einhvern annan hátt og svo náttúrulega "druslustimpillinn".

Á þessum degi þá fékk allt þetta fólk sem hefur liðið illa einhverskonar uppreisn æru, það fékk ástæðu til að hætta að hafa áhyggjur.

Það breyttist eitthvað.

Og ef þessi breyting er til framtíðar, þá er ég viss um að það er af hinu góða.




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf suxxass » Sun 29. Mar 2015 16:22

rapport skrifaði:Það breyttist eitthvað.



Þetta er svo rosaleg setning...




krat
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 21:14
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf krat » Sun 29. Mar 2015 18:06

svo gerðist þetta http://www.ratethenipple.com



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf dori » Sun 29. Mar 2015 18:22

Það fyrirsjáanlegasta sem hefði getað gerst.

Hins vegar tekur það tíma fyrir viðhorf að breytast. Ekki það að ég hefði kippt mér upp við það að sjá berbrjósta konu á almannafæri undanfarin ár en einhverjir virðast ennþá gera það. Ég hef ekki trú á því að þetta muni hafa mikil áhrif til að breyta viðhorfi fólks, en maður getur bara vonað.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf hakkarin » Mán 30. Mar 2015 21:50

Henjo skrifaði:Afhverju finnst þér samt að kvennmenn eiga að hylja brjóst sín ef þær fara t.d í sund eða eru í sólbaði eða eithvað. Ertu með eithverja góða ástæðu?


Ég gaf hana áðan. Það ýtir bara undir yfirborðskennd og fólk færi að dæma meira eftir útliti.

KermitTheFrog skrifaði:
Af því að þetta er í fyrsta skipti sem krakkar eru krakkar og stríða og leggja í einelti? Kommon.


Nei þetta er ekki í fyrsta skiptið en það er óþarfi að gefa þeim fleiri ástæður. Og svo eru það ekki bara krakkar sem að dæma frá útlitinu. Mér finnst að það sé bara almennt "in bad taste" að gera mikið úr líkamanum sínum. Það sýnir bara hvar forgangsröðun fólks er.

KermitTheFrog skrifaði:
Það er ekki verið að berjast fyrir því að allir séu alltaf berir að ofan. Lífið er ekki svona svart og hvítt. Konur vilja hafa möguleikann á því að vera berbrjósta í sundi, í Nauthólsvík, í sólbaði og bara hvar sem það telst eðlilegt fyrir karlmenn að bera berir að ofan.


Ef að sumir fara að gera það að þá verður til pressa fyrir alla aðra að gera það líka. Þótt að þeir séu ekki skyldugir til þess að þá myndi það klárlega auka vanlíða fullt af fólks. En fyrst að við erum byrjaðir að tala um sundlaugar og svona...

Sko, sem frjálshyggjusinnaður einstaklingur að þá finnst mér að fólk eigi svosem að geta gert það sem að því sýnist á sinni einkaeign eða ef að eigandinn leyfir það. En ef að þú ert á eign annars og viðkomandi segir að hann vilji ekki svona lagað á sinni eign að þá verður þú bara að drullast til þess að virða það. Það skuldar þér það engin að fá að vera ber að ofan. Vandamálið með sundlaugar og svona er að þetta eru opinberar eignir og því enginn eigandi sem að getur búið fólki til reglur. Ef til vill er þetta gott dæmi um það af hverju ríkiseignir eru ekki góð hugmynd almennt, að því að þá eimitt koma upp svona vandamál: Hver fær að ákveða hvað er ok og hvað ekki? Ef til vill væri hægt að leysa slíkt með beinara lýðræði yfir opinberum eignum og þá gætu stakir bæjir ákveðið hvort að það sé ok fyrir fólk að vera bert í sundi eða ekki. En þú hefur engan spes rétt að gera það á eign annara, hvort sem að sú eign sé opin almenningi eða ekki.



KermitTheFrog skrifaði:
Hvernig ætlastu til að bera saman eitthvað sem skaðar ekki bara heilsu þína, heldur líka þeirra sem eru í þínu nánasta umhverfi, og það að vera ber að ofan í viðeigandi aðstæðum?


Hvað kemur það þér við hvort að aðrir skaðir heilsu sína eða ekki? Ef ég vill reykja (sem ég geri reyndar ekki, en ég drekk) á minni eign eða á eign annars sem að leyfir það, hvaða rétt hefur þú til þess að skipta þér að því? Það sama gildir hér og með nektina. Þín eign þinar reglur. Annara manna eign annara manna reglur. Puntur. Ef þú kærir þig ekki um að fara á veitingahús þar sem að reykingar eru leyfðar, að þá þarft þú bara ekkert að gera það. Þá þarf enginn að sækja um vinnu á slíkum stað heldur nema að þeir vilji. Svo er ekki eins og að áfengi eða sykur gefu frá sér reyk, þannig að það sem að þú sagðir útskýrir ekki af hverju forsjáahyggjufólk er líka fylgandi bönnum og sköttum á því.

Ég held að þið "frjálslynda" fólkið skilji ekki alveg hvað einstaklingsfrelsi er. Það á enginn að geta bannað ykkur svosem að gera það sem þið viljið á eign ykkar, en það skuldar ykkur það engin að fá að gera það annarstaðar.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 30. Mar 2015 22:17

hakkarin skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
Það er ekki verið að berjast fyrir því að allir séu alltaf berir að ofan. Lífið er ekki svona svart og hvítt. Konur vilja hafa möguleikann á því að vera berbrjósta í sundi, í Nauthólsvík, í sólbaði og bara hvar sem það telst eðlilegt fyrir karlmenn að bera berir að ofan.


Ef að sumir fara að gera það að þá verður til pressa fyrir alla aðra að gera það líka. Þótt að þeir séu ekki skyldugir til þess að þá myndi það klárlega auka vanlíða fullt af fólks.


Þannig að ef þú (og fleiri) ert á sólarströnd í stuttermabol og það eru fullt af körlum í kring um þig berir að ofan, finnst þér þú knúinn til þess að fara úr bolnum? Myndi þér líða svakalega illa í bolnum þínum? Myndir þú fara úr honum þó þú vissir að þú vilt miklu frekar vera í bolnum?

Það eru líka konur sem eru kannski ekki nógu sáttar með líkama sinn og eru því frekar í sundbol í sundi en aðrar eru í bikiní. Sumum konum finnst sennilega bara betra að vera í sundbol. Finnst sundbolakonunum þær þá skyldugar til að vera í bikiní? Ég held ekki.


hakkarin skrifaði:Sko, sem frjálshyggjusinnaður einstaklingur að þá finnst mér að fólk eigi svosem að geta gert það sem að því sýnist á sinni einkaeign eða ef að eigandinn leyfir það. En ef að þú ert á eign annars og viðkomandi segir að hann vilji ekki svona lagað á sinni eign að þá verður þú bara að drullast til þess að virða það. Það skuldar þér það engin að fá að vera ber að ofan. Vandamálið með sundlaugar og svona er að þetta eru opinberar eignir og því enginn eigandi sem að getur búið fólki til reglur. Ef til vill er þetta gott dæmi um það af hverju ríkiseignir eru ekki góð hugmynd almennt, að því að þá eimitt koma upp svona vandamál: Hver fær að ákveða hvað er ok og hvað ekki? Ef til vill væri hægt að leysa slíkt með beinara lýðræði yfir opinberum eignum og þá gætu stakir bæjir ákveðið hvort að það sé ok fyrir fólk að vera bert í sundi eða ekki. En þú hefur engan spes rétt að gera það á eign annara, hvort sem að sú eign sé opin almenningi eða ekki.


Ég veit ekki alveg hvaðan þú dróst þessar "einkaeignir." Ef einhver vill ekki að ég sé ber að ofan í garðinum sínum þá er það allt gott og blessað. En að segja "þú mátt vera ber að ofan því þú ert karlmaður, en ekki þú, því þú ert kvenmaður" er bara ranglæti. Karlmaðurinn getur alveg verið með brjóst líka.

hakkarin skrifaði:Hver fær að ákveða hvað er ok og hvað ekki?


Samfélagið ákveður þetta. Og það er einmitt þetta viðhorf samfélagsins sem verið er að reyna að breyta.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf hakkarin » Mán 30. Mar 2015 22:48

KermitTheFrog skrifaði:
Samfélagið ákveður þetta.


Það er ekki til neitt sem að heitir samfélag þannig séð. Bara einstaklingar. Það eru til einstaklingar sem að mynda ákveðin fyribæri sem að síðan eru kölluð samfélög, en "samfélagið" er ekki raunverulega til. Þessi frasi um samfélagið sem einhverskonar lifandi veru er bara kjaftæðis mýta sem að valdgræðisfólk notar til þess að réttlæta einræðisstæla. Ef að 60% af "samfélaginu" er á móti reykingum en 40% finnst þær ok, að þá eru þessi 60% ekkert allt í einu "samfélagið" bara fyrir að vera í meirihluta. Einræði meirihlutans er gott dæmi um það af hverju lýðræðið á aldrei að verða of beint. Það gefur bara af sér kúgun.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf rapport » Mán 30. Mar 2015 23:46

hakkarin skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
Samfélagið ákveður þetta.


Það er ekki til neitt sem að heitir samfélag þannig séð. Bara einstaklingar. Það eru til einstaklingar sem að mynda ákveðin fyribæri sem að síðan eru kölluð samfélög, en "samfélagið" er ekki raunverulega til. Þessi frasi um samfélagið sem einhverskonar lifandi veru er bara kjaftæðis mýta sem að valdgræðisfólk notar til þess að réttlæta einræðisstæla. Ef að 60% af "samfélaginu" er á móti reykingum en 40% finnst þær ok, að þá eru þessi 60% ekkert allt í einu "samfélagið" bara fyrir að vera í meirihluta. Einræði meirihlutans er gott dæmi um það af hverju lýðræðið á aldrei að verða of beint. Það gefur bara af sér kúgun.



Samfélagið a.k.a. samfélagsmótun stýrir gríðarlega miklu af lífi fólks, í raun það miklu að sumir telja frjálsan vilja vera mýtu.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf hakkarin » Þri 31. Mar 2015 12:57

rapport skrifaði:Samfélagið a.k.a. samfélagsmótun stýrir gríðarlega miklu af lífi fólks, í raun það miklu að sumir telja frjálsan vilja vera mýtu.


Þeir sem að telja frjálsan vilja vera mýtu eru oftast hrokkagikkir sem að telja sig yfir aðra hafna. Helvíti merkilegt hvernig sumt fólk blaðrar um það að frjáls vilji sé ekki til en samt virðist það einhvernveginn telja sig vera nóg og klárt til þess að sjá í gegnum allt bullið og sé þar að leiðandi hæft til þess að leiða áfram heimskan lýðinn sem að ekki kann að hugsa sjálfur.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf rapport » Þri 31. Mar 2015 13:38

Málið er að við mannfólkið erum ekki undanskilin frá meginmarkgildissetningu tölfræðinnar (e.central limit theorem).

Fyrir vikið þá er "meðalmaðurinn" lang algengastur og lang algengast er að hann taki "meðal ákvarðanir".

Því klárara sem fólk verður því minni dreifni verður á ákvörðunum þess og fyrir vikið þá verðum við enn meira "eins".


En ég er alveg sammála þér, ég vil halda að ég hafi frjálsan vilja þó að ég sé giftur, með tvö börn, háskólagráðu og meðaltekjur, eitthvað sem hefði verið hægt að spá fyrir um með 70-80% vissu út frá minni félagslegu stöðu og einkunnum í 10 ára bekk.




jólnir
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 29. Mar 2015 21:47
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf jólnir » Þri 31. Mar 2015 14:33

rapport skrifaði:Málið er að við mannfólkið erum ekki undanskilin frá meginmarkgildissetningu tölfræðinnar (e.central limit theorem).

Fyrir vikið þá er "meðalmaðurinn" lang algengastur og lang algengast er að hann taki "meðal ákvarðanir".

Því klárara sem fólk verður því minni dreifni verður á ákvörðunum þess og fyrir vikið þá verðum við enn meira "eins".


En ég er alveg sammála þér, ég vil halda að ég hafi frjálsan vilja þó að ég sé giftur, með tvö börn, háskólagráðu og meðaltekjur, eitthvað sem hefði verið hægt að spá fyrir um með 70-80% vissu út frá minni félagslegu stöðu og einkunnum í 10 ára bekk.


Hvað er meðalákvörðun og hvernig tengist hún greind?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf rapport » Þri 31. Mar 2015 15:40

"Meðal ákvörðun" er líklega ekki eitthvað hugtak sem er til, en það sem ég átti við er að þegar fólk er í svipuðum aðstæðum og stendur frammi fyrir svipuðum valkostum, þá hefur greind áhrif.

Því "greindara" sem fólk er því líklegra er að það taki bestu ákvörðunina.

Lítið dæmi: Reykingar, því betur sem fólk er upplýst um skaðsemi reykinga, því færri byrja að reykja og fleiri hætta að reykja.


Ég þekki þetta ekki í þaula en ef þú skoðar t.d. fólkið í kringum þig, þá er það röð keimlíkra ákvarðana sem kom því á þann stað sem það er í lífinu.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf hakkarin » Þri 31. Mar 2015 19:09

rapport skrifaði:
Lítið dæmi: Reykingar, því betur sem fólk er upplýst um skaðsemi reykinga, því færri byrja að reykja og fleiri hætta að reykja.


En málið er, þegar vinstrifólk notar orð eins og "upplýst" og "fræðsla" að þá er það að tala um það sem að ég kýs að kalla áróður og lygar. Ég man eftir því þegar talað var um áfengi á meðan ég var í skóla. Mikið djöfull var það mikið helvítis rugl. "Ef þú drekkur landa að þá dettur þú sko bara niður dauður!".

HA!

Það er ekki til neitt sem að heitir opinber fræðsla. Bara opinber áróður.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Pósturaf biturk » Þri 31. Mar 2015 19:33

Ég minnist þess alltaf þegar vímuefnafræðslan í grunnskólanum mínum benti á að ef þú reykir kannabis einu sinni geturu aldrei hætt OG miklar líkur á að deyja í fyrsta fiktinu

Þess vegna er ég skeptískur á allt og alla sem blaðra um hvað er best fyrir mig og aðra, það eru alltaf hagsmunir í gangi sem ganga framyfir skynsemi eins og í þessari ótrúlega illa heppnuðu "byltingu"



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf rapport » Þri 31. Mar 2015 19:42

Það var fólk sem lenti illa í slæmum landa sem varð virkilega veikt og tréspíri veldur blindu, þetta var engin lygi...

Ég er líka viss um að kennarinn sagði ekki við þig "ef þú drekkur landa þá deyrðu!!!"


p.s. Veistu hvað það er að vera "vinstri" eða "hægri" á Íslandi í samanburði við erlendis?

Hér á Íslandi eru allir þessir flokkar "vinstri" m.v. hvað þeir eru að gera og þekkist annarstaðar í heiminum.


Það er enginn alvöru hægri flokkur hérna, það fyrsta sem alvöru hægri flokkur mundi gera væri að setja kvótann á uppboð, leysa upp alla einokun sbr. Mjólkursamsöluna og hann mundi ekki eyða krónu í að strykja eitthvað eins og Bændasamtökin eða Samtök í Ferðaþjónustu o.s.frv.

Ef flokkur er að gefa einstaka fyrirtækjum afslátt af sköttum, ívilnanir o.þ.h. eða styrkja einhverskonar samtök einhvers hagsmunahóps, þá er hann ekki raunverulegur hægriflokkur.

Þetta er alltsaman íhaldssamir vinstriflokkar sem hérna við völd.

Enginn sem þorir að breyta einu eða neinu nema vonandi píratar...




August
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 17. Ágú 2011 17:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf August » Mið 01. Apr 2015 00:23

Boobees
Síðast breytt af August á Lau 10. Sep 2016 16:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf hakkarin » Mið 01. Apr 2015 01:13

Fyrst að við erum að tala um áfengi. Er heimabrugg ólöglegt? Held að það sé að minsta kosti ekki bannað að búa til bjór til einkaneyslu. Gildir það sama um annað áfengi?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf Klemmi » Mið 01. Apr 2015 08:37

hakkarin skrifaði:Fyrst að við erum að tala um áfengi. Er heimabrugg ólöglegt? Held að það sé að minsta kosti ekki bannað að búa til bjór til einkaneyslu. Gildir það sama um annað áfengi?


Sé ekki í flýti að það sé nokkur að tala um áfengi nema þú, sem virðist vera þitt stærsta áhugamál... en hvað um það.

Þú mátt ekki brugga áfengi sterkara en 2,25%, hvort sem það er bjór eða aðrar tegundir og hvort sem það er til einkaneyslu eða ekki.

En ég reyndar stórefast um að lögreglan sé að eltast við einhverja sem eru bara að brugga bjór til einkaneyslu sem hobbí.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1362
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf nidur » Mið 01. Apr 2015 09:05

Þetta er bara eitt stórt sveitabýli þar sem búfénaðurinn baular stanslaust á samfélagsmiðlum og ekkert gerist.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re:

Pósturaf rapport » Fim 02. Apr 2015 01:50

August skrifaði:Og eitt svona ljóst dæmi til að reyna að sannfæra ykkur alhörðustu "feministana".

Ef 16 ára stelpa labbar framhjá mér berbrjósta og er að mínu mati aðlaðandi, þá er ekki hægt að dæma mig fyrir að verða æstur og það jafnvel SÝNILEGA (bonertimes, duh)?


Þú mátt vera pervert í friði, þekkja lögin í landinu og ert þá búinn að greina sjálfan þig með vott af barnagirnd.

Þú hefur ekki gert neitt ólöglegt, ekki nema þú leitir á stelpur á þessum aldri með ósæmilegum hætti og ættir að hugleiða að leita þér hjálpar.

Það er ekkert óstjórnlegt við kynhvöt karlmanna, maður útilokar börn rétt eins og maður útilokar kærustur/konur vina sinna eða mömmu sína, ömmu sína o.s.frv.

Það er ekkert mál og er algjörlega á þína ábyrgð enda þitt siðferði sem stjórnar því sem þú gerir og það ert alltaf þú sem ert ábyrgur, bæði fyrir því sem þú hugsar og því sem þú gerir.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7060
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf rapport » Fim 02. Apr 2015 23:01




Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þessa geirvörtubyltingu á twitter ?

Pósturaf FreyrGauti » Fös 03. Apr 2015 00:37

Ég skil þetta nú ekki sem að þeim finnist að karlmönnum eigi ekki að finnast brjóst æsandi, þau eiga bara ekki að vera taboo...

Meina...flestir gagnkynhneigðir kvennmenn horfa á fit gaur sem er ber að ofan og hugsa "hey...hann er heitur".