Síða 1 af 1

Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Mán 23. Mar 2015 20:12
af hakkarin
http://www.ruv.is/frett/mistok-ad-stydj ... rekasvaedi

Já ok :shock:

Hvað finnst vökturum um þetta? Er ekki í lagi að gá allavega hvort að það sé olía þarna? Varla er olían að fara að verða óverðmætari í bráð!

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Mán 23. Mar 2015 23:05
af Minuz1
Þú byrjar ekkert að athuga bara að því bara.
Þetta eru gríðarlegar fjárfestingar og þeir sem sinna þeim gera það ekki án von um hagnað.
Ef við vildum bara kíkja, þá þyrftum við að gera þetta sjálf og það eru tugmilljarða rannsóknir sem þarf að framkvæma.

Olían verður bara dýrari og dýrari sem líður á, það er engin þörf á henni hér.

Ég vil sjá A-Ö plan hvað við gerum við peningana áður en við byrjum á því að grafa hana upp og laga það sem er að í þjóðfélaginu áður en það gerist.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Mán 23. Mar 2015 23:06
af appel
Á meðan olíuverð er í $50-60 þá þarf ekkert að ræða þetta Drekasvæði, engri olíu verður dælt þar upp nema olían nái í $130-140 a.m.k.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Mán 23. Mar 2015 23:28
af chaplin
Samfylkingin hatar olíu peninga


Full mikil drama eh? ;)

Eina vitið er að leggja niður öll gjöld á rafbílum (etv. niðurgreiða þá líka), sem mun draga úr innkaupum á olíu (og spara gjaldeyrinn) og nýta raforkuna sem við getum framleitt sjálf.

Win-win-win dæmi.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 01:33
af DaRKSTaR
rafbílar hafa ekki lángann líftíma á íslandi útaf okkar veðurfari.. fínt ef þú getur alltaf geymt hann inni.

frost og hiti alltaf til skiptis 9 mánuði ársins eiðileggur allar rafhlöður.. plús að það er óskiljanlegt að pínulítill rafbíll kosti 4 milljónir bíll sem er gott sem verðlaus leið og ábyrgðin er dottin út.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 01:43
af Lunesta
Nú veit ég ekki hvort það sé neitt rétt af því sem ég er að
fara að segja en ég heyrði að þetta væri eiginhagsmunatengt (?)
þar sem einhver hátt í samfylkingunni átti að vera tengdur
metan framleiðslu eða eitthvað svoleiðis.

Leiðrétting/fullyrðing eða eitthvað nánar væri vel þegið.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 09:09
af Icarus
DaRKSTaR skrifaði:rafbílar hafa ekki lángann líftíma á íslandi útaf okkar veðurfari.. fínt ef þú getur alltaf geymt hann inni.

frost og hiti alltaf til skiptis 9 mánuði ársins eiðileggur allar rafhlöður.. plús að það er óskiljanlegt að pínulítill rafbíll kosti 4 milljónir bíll sem er gott sem verðlaus leið og ábyrgðin er dottin út.


Norðmenn eiga svakalegan flota af rafbílum, gengur fínt hjá þeim. Hitastig þar sveiflast mun meira en hér.

Svo er jafnmikið vit í því að segja að rafbíllinn sé verðlaus þegar ábyrgðin er runnin út eins og að segja að bensínbíll sé verðlaus þegar ábyrgðin er runnin út. Að sjálfsögðu er hann minna virði en hann var nýr, en langt því frá verðlaus.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 09:36
af urban
Icarus skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:rafbílar hafa ekki lángann líftíma á íslandi útaf okkar veðurfari.. fínt ef þú getur alltaf geymt hann inni.

frost og hiti alltaf til skiptis 9 mánuði ársins eiðileggur allar rafhlöður.. plús að það er óskiljanlegt að pínulítill rafbíll kosti 4 milljónir bíll sem er gott sem verðlaus leið og ábyrgðin er dottin út.


Norðmenn eiga svakalegan flota af rafbílum, gengur fínt hjá þeim. Hitastig þar sveiflast mun meira en hér.

Svo er jafnmikið vit í því að segja að rafbíllinn sé verðlaus þegar ábyrgðin er runnin út eins og að segja að bensínbíll sé verðlaus þegar ábyrgðin er runnin út. Að sjálfsögðu er hann minna virði en hann var nýr, en langt því frá verðlaus.


ég myndi aldrei kaupa mér second hand rafbíl eldri en 3 ára, nema verðið væri ca 30%af nývirði

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 09:36
af sigurdur
Lunesta skrifaði:Nú veit ég ekki hvort það sé neitt rétt af því sem ég er að
fara að segja en ég heyrði að þetta væri eiginhagsmunatengt (?)
þar sem einhver hátt í samfylkingunni átti að vera tengdur
metan framleiðslu eða eitthvað svoleiðis.

Leiðrétting/fullyrðing eða eitthvað nánar væri vel þegið.


Dofri Hermannsson er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og enn virkur í flokksstarfinu. Hann barðist fyrir þessari stefnubreytingu á landsfundinum. Veit ekki hvort staða hans sem framkvæmdastjóri Metanorku hefur haft áhrif.
Vilja samkeppni í sölu metans

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 10:02
af rapport
Mér finnst vanta útskýringar á hvaða rök liggja að baki þessari tillögu.

Mér finnst stórskrítið að einhver stjórnmálaflokkur skipti svona algjörlega um stefnu án þess að geta útskýrt það á nokkurn hátt en bara með því að segja "það var ákveðið á fundi".

Hvað varð til þess að fólkinu í flokknum snérist hugur?

Ég er sjálfur ekkert voðalega sammála því að það eigi að vera bora eftir þessu en það er persónuleg skoðun sem byggir mikið á minni tilfinningu gagnvart þörf Íslands fyrir meiri orku og áhættunni af olíuleit fyrir lífríkið.

En vita þau eitthvað meira en ég og ef svo, þá vil ég fá að vita hvað...

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 10:09
af jericho
Icarus skrifaði:Hitastig þar sveiflast mun meira en hér.


Hef búið í Noregi nú í 2 ár. Sveiflur milli frosts og þíðu eru mun minni hér í Noregi en á Íslandi. Veturnir eru kaldari, en hitastigið er nánast konstant undir 0°C. Öfugt á sumrin. Mjög stutt tímabil á haustin og vorin þar sem hitinn er að rokka mikið á milli frosts og þíðu.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 13:00
af hakkarin
Fyrir þá sem að eiga rafbíla, hvað gerið þið þegar þig finnið ekki stað til þess að endurhlaða hann? Er þá bara útilega? \:D/

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 13:08
af Viktor
Ég held að við ættum frekar að fara að einblína á tölvutæknina, bæði að auka forritunar- og hönnunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum og að gera okkur samkeppnishæf með fleiri sæstrengjum. Það væri að ég held töluvert meira safe-bet en að ætla að dæla olíu í þessum aðstæðum, þetta svæði er ekki samkeppnishæft við borholurnar úti í heimi.

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Þri 24. Mar 2015 19:08
af hakkarin
Sallarólegur skrifaði:gera okkur samkeppnishæf með fleiri sæstrengjum.


Og hvaða rafmagn á svo að selja með þeim? :baby

Sallarólegur skrifaði: þetta svæði er ekki samkeppnishæft við borholurnar úti í heimi.


Hvað áttu eiglega við? Ef að það er olía þarna að þá væri henni væntanlega bara dælt og hún seld ekki satt? Hvað meinar þú með ekki samkeppnishæf?

Sent: Mið 25. Mar 2015 00:56
af biturk
Það er bara heimskt að vinna ekki olíuna ef það er fjárhagslega hagkvæmt

Re: Samfylkingin hatar olíu peninga

Sent: Mið 25. Mar 2015 05:32
af Skaz
hakkarin skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:gera okkur samkeppnishæf með fleiri sæstrengjum.


Og hvaða rafmagn á svo að selja með þeim? :baby

Sallarólegur skrifaði: þetta svæði er ekki samkeppnishæft við borholurnar úti í heimi.


Hvað áttu eiglega við? Ef að það er olía þarna að þá væri henni væntanlega bara dælt og hún seld ekki satt? Hvað meinar þú með ekki samkeppnishæf?



Hann á væntanlega við þá staðreynd að þetta er eitt af öfgafyllstu borsvæðum í heimi, það er verið að bora niður á sjávarbotn á 1000-2000 metra dýpi og þá er eftir að bora niður í olíuna. Ásamt því að þarna er leiðindarveður mestan part úr árinu.
Þannig að þetta er kostnaðarsamari framkvæmd en að dæla upp olíu af auðveldari svæðum, og olíuverð þarf að vera nokkuð örugglega í hærra lagi til að menn fari út í þetta.

Á meðan ódýrari möguleikar eru fyrir hendi þá eru litlar líkur á að menn leggi í þessa framkvæmd. Sérstaklega líka í ljósi þess að það virðist sem að menn séu að missa áhugann jafnvel á rannsóknum til að staðsetja möguleg borsvæði (þú borar ekki hvar sem er) sem að taka tíma.

Þannig að miðað við kostnað og söluverð á olíu þá er þetta svæði ekki samkeppnishæft við önnur svæði sem að framleiða olíu. Allavega ekki fyrr en verð fer að haldast mun hærra.