Síða 1 af 1

besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 10:40
af hakkarin
Hver er besta ókeypis vírusvörnin og er eitthvað varið í slíkt dæmi?

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 10:43
af Klemmi
Ef þú ert með löglegt Windows, þá mæli ég með Microsoft Security Essentials (eða Windows Defender fyrir Windows 8/8.1).

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 10:53
af lukkuláki

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 11:05
af hakkarin
Ég sé núna að bróðir minn lét eitthvað sem að heitir Bitdefender inn á tölvuna þannig að það virðist þegar vera einhver vörn. Er þetta nóg og gott eða á ég að finna eitthvað nýtt?

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 12:08
af Tw1z
viewtopic.php?f=15&t=64115

Ég er að nota MSE og Malwarebytes, Og tölvan er ekki búin að hrynja

http://www.pcadvisor.co.uk/buying-advic ... -software/
Samkvæmt þessu er alveg nóg að vera með frýja vírusvörn

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 13:23
af Dagur
Klemmi skrifaði:Ef þú ert með löglegt Windows, þá mæli ég með Microsoft Security Essentials (eða Windows Defender fyrir Windows 8/8.1).


Sammála. Ég myndi frekar sleppa vírusvörn en að nota annað

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 17:11
af FreyrGauti
Bitdefender er góður, svo er Avira líka öflug, en poppar reglulega með auglýsingu í horninu í ókeypis útgáfunni.

Avast fær ok dóma, og MS vörnin er rusl og MS sjálfir sagt að hún sé eingöngu hugsuð svo notendur séu með smá vörn og í raun mæla með að þú fáir þér alvöru vörn.

Ég keypti Bitdefender leyfi á g2a.com um daginn, getur fengið 1 ár á $5 og 9 mánuði á $0,5-1.
https://www.g2a.com/bitdefender-interne ... lobal.html

Edit: Rökstuðningur, http://www.av-test.org/en/antivirus/home-windows/

Re: besta ókeypis vírusvörnin?

Sent: Lau 21. Mar 2015 18:05
af Hjaltiatla
Mæli einnig með að nota samhliða vírusvörn Windows sysinternals Process explorer og virkja Virus total fídusinn.