Síða 1 af 1
Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Mið 18. Mar 2015 23:51
af Dúlli
Á tölvutek líka þetta tölvuvinir fyrirtæki ? ef maður skoðar vefsíðuna þeirra sem er viðbjóður þá er þetta basicly allt sem tölvutek er að selja og meira að segja sömu myndirnar og uppsetningar á myndun.
Þeir eru með Inter-Tech aflgjafa á sömu verðum og tölvutek.
Sömutölvukassana meira að segja þennan Azzura Tölvukassa sem tölvutek er alltaf með.
Mestmegnis sömuhátalarar.
Og bara margt fleira.
http://tolvuvinir10.wix.com/heimasida
Sent: Fim 19. Mar 2015 00:19
af KermitTheFrog
Ef Tölvutek ætti þessa verslun líka þá væri síðan meira í Tölvutek/tölvuvirkni stílnum.
Finnst líklegt að þeir versli bara af Tölvutek til endursölu.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 01:44
af Xovius
Ég spurðist fyrir þarna og þeir eru ekki í eigu tölvutek. Þeir eru í samstarfi við þá með pantanir og ýmislegt. Þeir eru bara ný byrjaðir að selja tölvuíhluti (voru bara verkstæði) svo það gæti vel verið að þeir fái meira sjálfstæði seinna meir.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 13:30
af AntiTrust
Tölvutek eru bara farnir að panta inn svo mikið sjálfir að þeir eru farnir að endurselja til flestra minni verslana, sem er rosalega leiðinlegt því það eru nær sömu vörurnar orðið í langflestum búðum.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 13:57
af rapport
Tölvuvinir eru ekki í eigu Tölvutek, ég veit það fyrir víst.
Ég held að Tölvuvinir hafi hreinlega verið orðnir það umfangsmikir í þjónustu, lagfæringum og útskiptum á íhlutum að þessi búð sé í raun bara "the next logical step" fyrst þeir voru farnir að vera með lager af hinum og þessum vörum, af hverju ekki að vera með verslun?
Þetta er fín verslun, kósý að koma þarna inn...
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 18:33
af Dúlli
Var bara að spá í þessu þar sem þetta eru sömu verð og tölvutek er með upp á krónu. Hef engan reynslu af þeim en hef bara heyrt margt um þjónustu þeirra ætla ekki að fara út í smáatriði en langaði bara að forvitnast með þetta.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 19:26
af hundur
Bæklingurinn þeirra virðist reyndar vera alveg eins og Tölvutek og Tölvuvirkni bæklingarnir.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 19:30
af Dúlli
Já sæll sá þetta ekki einu sinni, þetta gæti auðveldlega verið copy paste.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 22:03
af Klemmi
Þetta minnir allavega frekar á einhverja umboðssölu þar sem Tölvuvinir fá einhver umboðslaun/hlutfall af sölu, frekar heldur en að þeir séu sjálfstæð verslun...
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 22:50
af Dúlli
Skil bara ekki hví þeir eru að copy pasta þetta svona mikið ef þeir eru að græða eithvað eins og þeir segjast hví þá ekki leggja smá vinnu í vefsvæðið og gera almenilegar auglýsingar en ekki þetta sull.
Og líka að þeir flokki A+ gráðu sem fagmann í tölvuviðgerðum, það er bara grín að 3 mánaða námskeið leyfir þennan titil.
Re: Tölvuvinir.is ? í eigu/samstarfi við tölvutek ?
Sent: Fim 19. Mar 2015 23:01
af Hvati
Þeir eru basically bara endursöluaðilar fyrir Tölvutek og leigja einnig út auglýsingargerð til Tölvutek eins og margar aðrar verslanir úti á landi.