Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf DJOli » Mið 18. Mar 2015 02:32

Sæl og sælir öll sömul.

Ég var í gær spurður hvort hægt væri að fá sér app til að stjórna rafmagnstöflu.
Þetta vakti auðvitað pælingar hjá mér, sem almennum pælingamanni og fiktara.

Vitið þið til þess að þetta sé orðið til?
Það næsta sem mér datt í hug, væri einhversskonar arduino tölvu hybrid með glussaörmum...

Þetta er annars sniðug pæling þar sem hægt væri að fá ýmsar upplýsingar á þennann hátt, s.s. notkunarmælingu, hitamælingu á vírum, öryggjum og fleiru.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

norex94
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf norex94 » Mið 18. Mar 2015 07:08

ummm Og hvað ætlaru að stjórna í rafmangstöflunni? Myndi ekki segja að það sé skynsamlegt að stýra örrygjum.
Eina sem mér dettur í hug er KNX kerfi, semsagt ljósastýringu. Þeir eru með app þannig að þú getur stýrt öllum ljósum, gólfhita og meiri seigja gluggagardínum.
Einnig veit ég að það er íslensk fyrirtæki (sem ég man ekki hvað heitir) sem er með svona tæki eða skinnu sem þú setur á örryginn, sem mælir alla notkun, hvert örryggi fyrir sig og sendir það út á "Ský" sem þú getur skoðað á netinu. Fékk kyningu á þessu fyrir 2 árum. Mjög sniðugt.



Skjámynd

Örn ingi
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Þri 25. Okt 2011 09:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf Örn ingi » Mið 18. Mar 2015 07:21

Rafstýrt öryggi? Ertu ekki bara að meina Segulliða?
Viðhengi
Relay_Hi.gif
Relay_Hi.gif (3.65 KiB) Skoðað 1420 sinnum


Tech Addicted...

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf roadwarrior » Mið 18. Mar 2015 07:39

Það er til íslenskt sprotafyrirtæki sem heitir Remake sem sérhæfir sig í eftirlitskerfum fyrir rafmagnstöflur.
http://www.remakeelectric.com/
Að fjarstýra töflum og öðrum búnaði er ekkert stórt mál. Landsvirkjun fjarstýrir öllum sínum helstu virkjunum og spennistöðvum frá Reykjavík og mörg fyrirtæki eru þannig útbúinn að þau geta fjarstýrt öllum sínum búnaði miðlægt. En hvort það svari kostnaði að setja svoleiðis búnað í venjulegar heimilstöflur efast ég um sem kannski skýrir afhverju ekki eru til mörg öpp til að gera það.
Enda ef lekaliða eða sjálfvari slær út þá er venjulega einhver ástæða fyrir því sem þarf að skoða nánar, td bilun, ofhleðsla á grein og svo frv



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1365
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 193
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf nidur » Mið 18. Mar 2015 16:04

Ég er með mæli frá http://efergy.com/ í töflunni hjá mér virkar nokk, vel.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf DJOli » Mið 18. Mar 2015 17:14

Það sem ég á við kannski á ekki alveg við þau svör sem komið hafa, en ég á eftir að lýta yfir þá hlekki sem borist hafa.

Mér t.d. þætti sniðugt að geta gert þetta eftir að ég er farinn út úr húsinu, kominn út í bíl og svona, að slá t.d. út rafmagni í stofunni, svefnherberginu, og svo framvegis, geta verið viss um að engin rafmagnstæki hafi verið skilin eftir í gangi í eldhúsinu eins og t.d. eldavél eða eitthvað, eða þvottavél eða þurrkari inni á baði eða í þvottahúsi... það er margt sniðugt við þetta.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 19. Mar 2015 00:23

DJOli skrifaði:Það sem ég á við kannski á ekki alveg við þau svör sem komið hafa, en ég á eftir að lýta yfir þá hlekki sem borist hafa.

Mér t.d. þætti sniðugt að geta gert þetta eftir að ég er farinn út úr húsinu, kominn út í bíl og svona, að slá t.d. út rafmagni í stofunni, svefnherberginu, og svo framvegis, geta verið viss um að engin rafmagnstæki hafi verið skilin eftir í gangi í eldhúsinu eins og t.d. eldavél eða eitthvað, eða þvottavél eða þurrkari inni á baði eða í þvottahúsi... það er margt sniðugt við þetta.


Slærð þú út vissum greinum áður en þú ferð úr húsi?



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf DJOli » Fim 19. Mar 2015 00:28

Að vísu geri ég það ekki, en ég sé ekki af hverju það gæti ekki orðið hentugt ef maður þyrfti að yfirgefa húsið, hvort sem yrði til styttri eða lengri tíma, jafnvel í snatri.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf Blackened » Fim 19. Mar 2015 03:26

Hagnaðurinn í því er hver? ..að fá að stilla klukkuna á örbylgjuofninum í hvert sinn sem þú kemur heim? ;)

Ég held að það sé alveg ástæða fyrir því að þetta er ekki vinsælla en raun ber vitni :) ef að raflögnin þín er ekki þeim mun vafasamari þá er nákvæmlega ekkert að því að hafa rafmagn á húsinu allt árið um kring ;)

Og.. ef að raflögnin heima hjá þér er eitthvað vafasöm, þá er til nóg af rafvirkjum á landinu sem eru tilbúnir að gera raflagnirnar þínar öruggar :)




raekwon
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mán 07. Jan 2008 13:04
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pæling um rafmagn og rafmagnstöflur. Rafstýrð tafla/öryggi?

Pósturaf raekwon » Fim 19. Mar 2015 15:51

Það eru náttúrulega mjög margar leiðir, einfaldasta af því sem er í ódýrari kantinum væri sennilega stýrivél svokölluð sem er eiginlega sambyggð tölva og 8 relay útgangar eða meira og wifi samskiptaeining myndi leyfa þér að tengjast netinu hvaðan sem er meðan kemst inná net, einnig eru til símkerfi eins og eru mikið í sumarbústöðum til að kveikja á hita eða heita pott þegar leggur af stað.
Meiri spurning hvað vilt eyða miklu í föndrið