Síða 1 af 1

Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:31
af hagur
Sælir,

Er að vesenast með að draga CAT5 kapal úr þvottahúsinu hjá mér í kjallara upp í stofu (sem er á næstu hæð fyrir ofan). Er með ídráttarfjöður úr plasti sem er með járnauga á endanum. Þetta er engin ógurleg vegalengd (c.a 10 metrar), en ég er bara ekki að ná fjandans fjöðrinni í gegn. Rörið er rétt, það var coax snúra þarna í gegn sem ég í fljótfærni dró úr (hálfvitaskapur þar sem ég hefði eflaust getað fiskað CAT5 kapalinn í gegn með coax kaplinum).

Ég er búinn að prófa að þræða í báðar áttir en draslið stoppar alltaf á leiðinni, grunar samt að það vanti bara örfáa metra uppá þegar þetta stoppar.

Er ég svona mikill klaufi? Er e.t.v. til betri fjöður í þetta verk? Myndi ég græða eitthvað á að nota einhverskonar feiti/lube eða hvað sem þetta kallast?

Er að verða brrrrrrjáaalaður :-)

Annað, þarf að endurnýja hjá mér dyrasímakerfið. Allar lagnir eru til staðar (einhverskonar CAT5 kapall að mér sýnist). Mæliði með einhverjum góðum í svoleiðis verk?

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:37
af nidur
Ertu ekki örugglega að þræða með gorma endanum á fjöðurinni þegar þú ert að fara í gegn? Stundum er hægt að ryksuga spotta í gegn til að fá stýringu á fjöðurina.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:41
af hagur
nidur skrifaði:Ertu ekki örugglega að þræða með gorma endanum á fjöðurinni þegar þú ert að fara í gegn? Stundum er hægt að ryksuga spotta í gegn til að fá stýringu á fjöðurina.


Hmmmm góður punktur, nei .... eins og má heyra/sjá, þá er ég greinilega ekki alveg með þetta á hreinu :oops:

Ég prófa þetta aftur og nú með hinn endan á fjöðrinni á undan :happy Hélt einhvernveginn að endinn með auganu ætti að fara á undan.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:46
af Pandemic
Helvítis basl að draga svona í nema að vera með sleipiefni.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:47
af hagur
Pandemic skrifaði:Helvítis basl að draga svona í nema að vera með sleipiefni.


Já, mig grunaði það svosem. Ég þarf að redda mér svona efni.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:50
af Dúlli
Ef þú nennir ekki að bíða reddaðu þér sæmilegum þráð, til dæmis þvotta snúru eða álíka svo skellir þú ryksugu hinum meginn og sogar í gegn og tosar fjöðrina í gegn.

Við gerum þetta af og til í vinnuni þegar maður er að vinna við gamlar lagnir.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:50
af andribolla
Ef þú átt handsápu eða uppþvottalaug undir vaskinum hjá þér, þá áttu sleipiefni ;)

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:54
af hagur
Dúlli skrifaði:Ef þú nennir ekki að bíða reddaðu þér sæmilegum þráð, til dæmis þvotta snúru eða álíka svo skellir þú ryksugu hinum meginn og sogar í gegn og tosar fjöðrina í gegn.

Við gerum þetta af og til í vinnuni þegar maður er að vinna við gamlar lagnir.



andribolla skrifaði:Ef þú átt handsápu eða uppþvottalaug undir vaskinum hjá þér, þá áttu sleipiefni ;)


Takk drengir, ég hlýt að geta græjað þetta með þessum trixum :happy

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Sun 15. Mar 2015 20:05
af Gunnar
lúbið/nunnufeiti/sleipiefni er samt oftast notað þegar fjöðrin er komin i gegn og margir/þykkir vírar eiga að fara i gegn. Ég nota allaveganna ekki lúbið með fjöðrinni, þá missi ég allt grip á henni og þá verður þetta ómögulegt.
Helst eins og allir bunir að segja, ryksuga spotta með smá bút af poka á endanum i gegnu eða snúa fjöðrinni á meðan þú ýtir, það hefur oft virkað líka.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Mán 16. Mar 2015 11:52
af Squinchy
Náðu þér í snæri sem er sæmilega sterkt, settur smá bút af glærum plastpoka á endann, settu ryksugu á einn endan á rörinu og plastpoka snærið inn í hinn endann

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Mán 16. Mar 2015 20:00
af hagur
Ryksugu-trickið svona líka svínvirkaði! Fjöðrin komin í gegn.

Ætti ekki að vera hægt að draga tvo CAT5e strengi í gegnum svona rör ef maður smyr þetta vel? Giska á að þetta sé 16mm rör.

Takk fyrir hjálpina strákar :happy

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Mán 16. Mar 2015 20:42
af arons4
Ef þú ert graður nærðu fjórum ef rörið er ekki með langt eða með kröppum beigjum.

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Mán 16. Mar 2015 21:56
af Squinchy
Myndi byrja á því að reyna án einhvers sulls, 2x cat5 eiga að fara easy í 16mm, fá aðstöð þar sem 1 togar og hinn ýtir eftir köplunum og passar að þeir séu ekki að snúast utan um hvort annan, svona smurning getur virkað eins og lím þegar þetta þornar :)

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Mán 16. Mar 2015 22:02
af Dúlli
Standar fyrir COAX hefur alltaf verið minnir mig 20mm ættir að geta auðveldlega komið 4 fyrir, ef þetta er aftur á móti 16mm sem yrði furðulegt þá áttu samt pláss fyrir 3 ef þetta er góð og bein leið fáar sem engar beygjur.

Skemmtu þér :)

Re: Draga CAT5 í stað Coax, þröng rör eða eitthvað ...

Sent: Þri 17. Mar 2015 01:45
af BugsyB
Átt að koma 3 fyrir, og ekki nota sápu eða uppþvottalög ef þú ætlar að breyta í framtíðinni, notaðu nunnufeiti eða e-h feiti, sápan harnar nem tímanum og þá verður miklu erfiðara að ná þessu út en svínvirkar að draga í en uppá framtíðina og eftir nokkur ár þá verður ljós í allt. Þá þarftu að draga þetta út fyrir ljós.