Síða 1 af 1
Hvernig selur maður á Ebay?
Sent: Sun 01. Feb 2015 06:12
af trausti164
Ég er með slatta af dóti sem að erfitt er að selja innanlands en myndi ekki vera neitt vesen að losa sig við á Ebay en ég rak mig á það að Paypal styður ekki Íslendinga sem seljendur, er einhver leið framhjá þessu rugli?
Re: Hvernig selur maður á Ebay?
Sent: Sun 01. Feb 2015 10:15
af lukkuláki
Ég seldi einn hlut á ebay.com í fyrrasumar og það var ekkert mál að nota Paypal þá. Er eitthvað búið að breyta reglum?
Re: Hvernig selur maður á Ebay?
Sent: Sun 01. Feb 2015 10:42
af blitz
lukkuláki skrifaði:Ég seldi einn hlut á ebay.com í fyrrasumar og það var ekkert mál að nota Paypal þá. Er eitthvað búið að breyta reglum?
Sama hér - seldi smádrasl í fyrra og það var ekkert vesen
Re: Hvernig selur maður á Ebay?
Sent: Sun 01. Feb 2015 11:44
af methylman
Er ekki vandamálið það að flytja peningana hingað heim í innlendan banka eins og hefur alltaf verið. Þegar ég hef notað eBay þá hef ég bara þurft að eyða peningunum í eitthvað annað sem mig vantar eða sent þá til kunningja sem tók þá út með tilheyrandi kostnaði og sendi mér þá.
Re: Hvernig selur maður á Ebay?
Sent: Sun 01. Feb 2015 13:26
af brain
Getur flutt pening frá paypal í ísl banka en er hrikalega dýr gjöld á því um 25 % fara í það af total.
Flutti $ 480 í fyrra, fétt samsvarandi 350 $ á reikn, frekar að versla fyrir á ebay, amason etc.
Til að versla/selja á Ebay, stofa account, stofna paypal accout . svo bara nota.
Þú segir paypal ekki styðja ísland. ? Ertu búinn að tengja acc við ebay account ?