Íslandsbanki hættir með Visa

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2766
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 123
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf zedro » Fim 29. Jan 2015 05:23

Jæja drengir, stúlkur,

Núna fyrir áramót ákvað Íslandsbanki að nú skyldi ég sko fá mér MasterCard. Ekki fékk ég neitt um það ráðir,
mér var ekki boðið hvort ég vildi skipta eða bara segja upp kortunum. Eftir að hafa grennslast fyrir þá er mér
sagt að það sér til að létta á kortaflórunni.... Mér er tjáð að allar tryggingar muni vera eins þar sem ég nýti
kortið mitt aðallega þegar ég ferðast. Samt fer það í mig að svona ákvörðun sé tekin án samþykkis enda smá
vesen innifalið hjá mér að skipta út kortanúmerum á þeim stöðum sem ég hef stundað viðskipti í gegnum tíðina.

Einnig tók ég nýlega eftir því að Valtior virðist vera í vandræðum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... a_valitor/
Þá sá ég aðra frétt í sjónvarpi, tekst ekki að finna hana, þar sem talað var um, ef ég man rétt, að Valitor
hefði ekki skilað neinum hagnaði í X langar tíma heldur væri allveg á núllinu, frekar dúbíus ef ég sletti smá.

Er einhver tenging hér á milli eða um tilviljun að ræða og hvað finnst fólki um svona kortaskipti eftir geði
bankans?

Kv. Samsæriskenningarnöttinn :fly


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Revenant » Fim 29. Jan 2015 07:45

Það er dýrt að reka tvær kortategundir (VISA og Mastercard) og þar að auki á Íslandsbanki Kreditkort sem gefur út amex/mastercard kort. Því til viðbótar þá á íslandsbanki ekkert í Valitor (sem er í eigu Arion banka) sem er keppninautur þeirra.

Varðandi gjaldþrotabeiðni á Valitor frá wikileaks þá er mjög ótrúlegt að hún verði yfir höfuð samþykkt (í fyrsta lagi er krafan á bilinu 1 - 9 milljarðar og í öðru lagi þá getur wikileaks ekki sýnt fram á þetta tjón sem er grundvöllur skaðabótakrafna).



Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf svensven » Fim 29. Jan 2015 09:48

Ég var og er ekki sáttur við Íslandsbanka vegna þessa. Var í sambandi við þá í desember, þegar tilkynningin kom, og þá fékk ég svar sem mér þykir hrikalega lélegt "Við erum að gera þetta til þess að bæta þjónustuna, þetta er allt fyrir þig" -- BULLSHIT!

Mér finnst það ekki vera bætt þjónusta við mig að taka af mér valkost, að neyða mig í viðskipti við annað fyrirtæki en ég hef verið í viðskiptum við og að láta mig standa í veseninu að breyta kortanúmerum á þeim stöðum sem ég er með áskriftir.

En að sjálfsögðu kom það í ljós stuttu eftir tilkynninguna að Íslandsbanki hefði keypt stærri hlut í Kreditkort og að sjálfsögðu er það þá ódýrara fyrir þá að "kaupa" kortin af sjálfum sér heldur en af Valitor (Arion banka) - svo aftur bullshit að þetta sé allt gert fyrir mig.

Ef þeir hugsuðu svona mikið um sýna viðskiptavini þá myndi kostnaður við að halda úti VISA og Mastercard / AMEX ekki stoppa þá m.v við gróðann síðustu ár, hinir bankarnir leyfa viðskiptavinum að velja.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Gúrú » Fim 29. Jan 2015 09:50

Revenant skrifaði:Varðandi gjaldþrotabeiðni á Valitor frá wikileaks þá er mjög ótrúlegt að hún verði yfir höfuð samþykkt (í fyrsta lagi er krafan á bilinu 1 - 9 milljarðar og í öðru lagi þá getur wikileaks ekki sýnt fram á þetta tjón sem er grundvöllur skaðabótakrafna).


Nú?

Geta þeir sýnt fram á það að Valitor hafi samþykkt að annast þessa söfnun? Já.
Geta þeir sýnt fram á það að fjármagn hafi verið að safnast? Já.
Hafa þeir sýnt fram á að það hafi verið ólögmætt af Valitor að loka á söfnunina? Já.
Geta þeir sýnt fram á það að fyrirsjáanlegt hafi verið að hálfu Valitor að söfnunin ylli fjárhagstjóni? Já. Auðveldlega.
Hafa þeir þ.a.l. orðið fyrir tjóni sem Valitor olli?

Þá er Valitor skaðabótaskylt. Þetta er eins einfalt mál og þau geta orðið.
Gangi Valitor vel að verja sig segi ég nú bara.


Modus ponens

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Daz » Fim 29. Jan 2015 10:07

Gúrú skrifaði:
Revenant skrifaði:Varðandi gjaldþrotabeiðni á Valitor frá wikileaks þá er mjög ótrúlegt að hún verði yfir höfuð samþykkt (í fyrsta lagi er krafan á bilinu 1 - 9 milljarðar og í öðru lagi þá getur wikileaks ekki sýnt fram á þetta tjón sem er grundvöllur skaðabótakrafna).


Nú?

Geta þeir sýnt fram á það að Valitor hafi samþykkt að annast þessa söfnun? Já.
Geta þeir sýnt fram á það að fjármagn hafi verið að safnast? Já.
Hafa þeir sýnt fram á að það hafi verið ólögmætt af Valitor að loka á söfnunina? Já.
Geta þeir sýnt fram á það að fyrirsjáanlegt hafi verið að hálfu Valitor að söfnunin ylli fjárhagstjóni? Já. Auðveldlega.
Hafa þeir þ.a.l. orðið fyrir tjóni sem Valitor olli?

Þá er Valitor skaðabótaskylt. Þetta er eins einfalt mál og þau geta orðið.
Gangi Valitor vel að verja sig segi ég nú bara.


Lykilatriðið þarna hjá Revenant var held ég "sýnt fram á þetta tjón". Þeir hafa ekki sýnt fram á að það fjárhagstjón sem þeir urðu fyrir hafi verið í líkingu við þá skaðabótarkröfu sem þeir gera. Hitt er allt satt og rétt og Valitor á örugglega eftir að þurfa að greiða skaðabætur. Einhvernvegin efast ég um að þær nái 1% af því sem Wikileaks eru að biðja um samt.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf dori » Fim 29. Jan 2015 10:13

Þetta eru náttúrulega ítrustu kröfur, þeir fengu einhvern til að meta þetta fyrir sig sem sagði að þetta gæti verið á risastóru bili þannig að það var bara farið með kröfu upp á hæstu upphæðina til Valitor. Það furðulegasta í þessu dæmi er að þeir skuli bara hafa ignorað hana í staðin fyrir að sýna einhvern vilja til að ganga frá þessu (sama hversu hátt þeirra tilboð hefði verið).

Annars er ástæðan eins og Revenant bendir á bara að þeir eiga Borgun en ekkert dýpra samsæri.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Gislinn » Fim 29. Jan 2015 10:30

dori skrifaði:Annars er ástæðan eins og Revenant bendir á bara að þeir eiga Borgun en ekkert dýpra samsæri.


Og Íslandsbanki á líka Kreditkort hf.

kreditkort.is skrifaði:Kreditkort er sérhæft kortaútibú innan Íslandsbanka hf. sem gefur út greiðslukort samkvæmt leyfi frá alþjóðlegri kortasamsteypu.

Kreditkort nýtur trausts baklands Íslandsbanka og er hluti af uppgjöri bankans.


Arion banki á Valitor að hluta, ég er með MasterCard kort sem er útgefið af Borgun og þegar Arion banki fór að fá MasterCard kort útgefin af Valitor þá var ég spurður hvort ég vildi halda mínu korti áfram útgefnu af Borgun eða hvort mér væri sama að bankinn myndi óska eftir nýju korti útgefnu af Valitor. Ég skil vel að Íslandsbanki taki ákvörðun um að öll kort eftir ákveðin dag verði MasterCard kort en mér finnst asnalegt að Íslandsbanki bjóði ekki þeim sem hafa áður verið með VISA kort fái að halda þeim áfram ef þeir vilja það.


common sense is not so common.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7087
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1011
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf rapport » Fim 29. Jan 2015 10:36

Persónulega finnst mér að bankinn eigi að eltast við duttlungana í viðskiptavinunum en ekki öfugt.

Ég hef alltaf verið með Euro en hef lent í að það virki ekki erlendis en þá virkar samt Visa kort konunar.

Mér finnst líka absurd að það sé hægt að gefa út eurokort í nafni einhvers nema að einhvarskonar samkomulag liggi fyrir.

Hvað ef mér er bara illa við einhvern sem vinnur hjá Euro og treysti ekki viðkomandi til að láta mínar persónuupplýsingar í friði?

Má sýsla svona með þessar upplýsingar og leyfa sér að stofna þúsindir kortanúmera á nöfnum viðskiptavina án formlegs samþykkis?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Gúrú » Fim 29. Jan 2015 10:54

Daz skrifaði:Lykilatriðið þarna hjá Revenant var held ég "sýnt fram á þetta tjón". Þeir hafa ekki sýnt fram á að það fjárhagstjón sem þeir urðu fyrir hafi verið í líkingu við þá skaðabótarkröfu sem þeir gera. Hitt er allt satt og rétt og Valitor á örugglega eftir að þurfa að greiða skaðabætur. Einhvernvegin efast ég um að þær nái 1% af því sem Wikileaks eru að biðja um samt.


Það sem þú kallar þarna "lykilatriði" kalla ég lélegt gisk út frá engum upplýsingum. Bull væri fínt orð yfir það.

Hvað hefur Revenant fyrir sér í því að þeir geti ekki sýnt fram á þetta tjón?
Hvað veit hann sem Sigurjón vissi ekki? Eflaust ekkert. Hversu mikið veit hann af því sem Sigurjón vissi? Eflaust lítið.
Haldiði að maðurinn hafi bara verið "að fokkast"?

Það gefur augaleið að eitt hypeaðasta, vinsælasta og nauðsynlegasta framtak í heiminum á þessum tímapunkti
með endalaust mikið af fjölmiðlaathygli og umræðu var ekki að fara að safna litlum pening.

Wikileaks missti af gróðvænlegasta söfnunartímabili sínu og Valitor olli því á sitt eindæmi.

Hver sá sem telur annað ásættanlegt í stöðunni en að Valitor bæti þeim það tjón hefur lélegan skilning á réttu og röngu (og lögfræði).
Hver sá sem telur að þetta tjón nemi minna en miljarð króna hefur ekki skoðað málið í mínútu.


Modus ponens

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1548
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf depill » Fim 29. Jan 2015 12:25

rapport skrifaði:Persónulega finnst mér að bankinn eigi að eltast við duttlungana í viðskiptavinunum en ekki öfugt.

Ég hef alltaf verið með Euro en hef lent í að það virki ekki erlendis en þá virkar samt Visa kort konunar.

Mér finnst líka absurd að það sé hægt að gefa út eurokort í nafni einhvers nema að einhvarskonar samkomulag liggi fyrir.

Hvað ef mér er bara illa við einhvern sem vinnur hjá Euro og treysti ekki viðkomandi til að láta mínar persónuupplýsingar í friði?

Má sýsla svona með þessar upplýsingar og leyfa sér að stofna þúsindir kortanúmera á nöfnum viðskiptavina án formlegs samþykkis?


Þá er röltir þú bara í Arion eða Landsbankann. Finnst þetta ekki big issue.

Núna er Íslandsbanki = MasterCard
Arion og Landsbankinn = Visa

Arion og Landsbankinn eru að gera það sama við viðskiptavini sína bara öfugt. Íslandsbanki semur beint við MasterCard á norðurlöndunum og LOKSINS fáum við raunstöðu í netbankann okkar á kreditkortafærslum. Þetta virðist ætla að verða betri þjónusta allavega hjá Íslandsbanka að hafa bara MasterCard, mér lýst vel á þetta allavega.




jonthor85
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 24. Sep 2011 14:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf jonthor85 » Fim 29. Jan 2015 12:28

Ef Revenant kemur þarna með lélegt gisk út frá engum upplýsingum eða bull eins og Gúru kallar það þá er lögfræðingur Valitors líklega að bulla líka þegar að hann segir að ársreikningar Datacell og Sunshine Press production sem hann (Sigurður G) segir að hafi ekki haft neinar tekjur, jafnvel þegar að greiðslugáttin hafi verið opin. Þar af leiðandi vill lögfræðingur Valitors meina að ekki hafi verið sýnt fram á tjón upp á marga milljarða þegar að félögin hafi aldrei haft neinar tekjur.

En líklega er þetta bara gisk út í bláinn hjá Sigurði og bara bull.

Heimild: http://www.visir.is/hafa-krafist-thess- ... 5150119203



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Gúrú » Fim 29. Jan 2015 12:56

jonthor85 skrifaði:Ef Revenant kemur þarna með lélegt gisk út frá engum upplýsingum eða bull eins og Gúru kallar það þá er lögfræðingur Valitors líklega að bulla líka þegar að hann segir að ársreikningar Datacell og Sunshine Press production sem hann (Sigurður G) segir að hafi ekki haft neinar tekjur, jafnvel þegar að greiðslugáttin hafi verið opin. Þar af leiðandi vill lögfræðingur Valitors meina að ekki hafi verið sýnt fram á tjón upp á marga milljarða þegar að félögin hafi aldrei haft neinar tekjur.
En líklega er þetta bara gisk út í bláinn hjá Sigurði og bara bull.
Heimild: http://www.visir.is/hafa-krafist-thess- ... 5150119203


Þegar að Valitor tók að sér að samþykkja Visakort o.fl., sem hafði áður ekki verið í boði fyrir styrkjendur
Wikileaks (það var verið að svelta þá frá öllum greiðslumöguleikum), þá var engin von á öðru (frá neinum) en massífu flóði styrkja.
Það var sérstaklega von á því frá stóru kortafyrirtækjunum sem er ástæðan fyrir því að þeir sviku samninginn.
Núna eiga þeir og munu þurfa að borga fyrir það.

Ef þú (eða einhver annar) vilt veðja á annað hvort niðurstöðu úttektar alþjóðlegs greiningarfyrirtækis eðaniðurstöðuna í dómskerfinu
ef það kemur niðurstaða í þetta mál þá er ég mjög opinn fyrir því að bjóða þér stuðul á það.

Ég vil líka benda þér á það að það væri óheimilt fyrir Sigurð, sem lögmann Valitors, að segja kröfuna réttmæta. :lol:


Modus ponens


jonthor85
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 24. Sep 2011 14:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf jonthor85 » Fim 29. Jan 2015 13:01

Ég var ekki að staka afstöðu til málsins á nokkurn hátt. Aðeins var ég að benda á það að þetta var væntanlega ekki gisk út frá "engum" upplýsingum eða bull eins og þú nefndir í fyrra innleggi.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Gúrú » Fim 29. Jan 2015 13:23

jonthor85 skrifaði:Ég var ekki að staka afstöðu til málsins á nokkurn hátt. Aðeins var ég að benda á það að þetta var væntanlega ekki gisk út frá "engum" upplýsingum eða bull eins og þú nefndir í fyrra innleggi.


Heldur hvað? Tilvitnun í stöðu Valitors? Auðvitað er staða Valitors að skaðinn hafi ekki átt sér stað - annars væru þeir að borga án dómsúrskurðar.

Ef þú værir með styrktarsöfnun fyrir málsstaðinn þinn yfir t.d. Super Bowl Sunday og værir kominn með massífa athygli
í fjölmiðlum og spjallborðum og öðrum umræðuvefjum og keyptir fimm miljón dala auglýsingu í útsendingunni
og værir kominn með samning við Visa um að þeir ætli að taka við styrkjunum og þeir hættu viljandi við það til að valda þér fjárhagstjóni
hvernig gætu þeir mögulega ekki verið skaðabótaskyldir á þeim grundvelli að þú hefðir ekki haft neinar tekjur fram að þessu né yfir tímabilið?


Modus ponens


jonthor85
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 24. Sep 2011 14:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf jonthor85 » Fim 29. Jan 2015 14:55

Þetta eru rök lögfræðings Valitors ekki mín eigin. Þau eru væntanlega byggð á heimildum úr ársreikningum eins og kemur fram í frétt þeirri sem ég vitnaði í. Ég hef ekki séð þessi gögn og get því lítið sagt um þau en kannski talar þú um ársreikninga félaganna sem að lögmaður Valitors nefnir sem algjört bull.

Mér finnst þó furðulegt að Sigurjón Þ. sem er fenginn í að vinna matsgerð sem skaðabótakrafa Wikileaks og Datacell byggir á. En eins og þekkt er hefur Sigurjón verið kærður þrisvar og dæmur einu sinni fyrir brot í starfi sínu hjá Landsbankanum. Auk þess var Valitor á þessum tíma í eigu Landsbankans að hluta til þegar Sigurjón fór þar með völd. Einnig er athyglisvert að lögmaður Sigurjóns er einmitt Sigurður G.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Revenant » Fim 29. Jan 2015 16:40

Það er enginn að efast um að Valitor er skaðabótaskyld gagnvart Datacell(Wikileaks) vegna þess að þeir lokuðu á þá.
Hinsvegar þá hafa engar skaðabætur verið dæmdar á Valitor enn sem komið er.

Eina sem Valitor hefur verið dæmt í þessu máli er:
Stefnda, Valitor hf., er skylt, innan 14 daga frá birtingu dóms þessa, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 800.000 krónur fyrir hvern dag eftir þann tíma, að opna greiðslugátt samkvæmt samstarfssamningi stefnanda, DataCell ehf., og stefnda, dags. 15. júní 2011.
Stefndi greiði stefnanda 1.500.000 krónur í málskostnað.


Ef Datacell (Wikileaks) telja að þeir hafi orðið fyrir tjóni þá er eðlilegast að þeir sæki dómsmál (sem þeir eru að gera) og sýni fram á tjón sitt. Ef þeir geta það ekki þá eru kallaðir til matsmenn sem meta tjónið (sambærilegt og í olíusamráðsmálinu og kortasamráðsmálinu).

Það er því óeðlilegt að Datacell (wikileaks) fari fram á gjaldþrot á þessu stigi þar sem dómsmál er í gangi um skaðabætur (ef það væri búið að dæma Valitor til greiðslu skaðabóta þá væri málið náttúrulega öðruvísi).



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Gúrú » Fim 29. Jan 2015 17:08

Revenant skrifaði:Það er því óeðlilegt að Datacell (wikileaks) fari fram á gjaldþrot á þessu stigi þar sem dómsmál er í gangi um skaðabætur (ef það væri búið að dæma Valitor til greiðslu skaðabóta þá væri málið náttúrulega öðruvísi).


Já. Það er hins vegar ekki sá hluti innleggsins þíns sem ég var að vísa í.

Revenant skrifaði:og í öðru lagi þá getur wikileaks ekki sýnt fram á þetta tjón sem er grundvöllur skaðabótakrafna


Staðhæfir að þeir geti ekki sýnt fram á tjónið.


Modus ponens


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf linenoise » Fös 30. Jan 2015 09:57

Much derail. Such cinematics.

Mynd




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4171
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1304
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf Klemmi » Mán 09. Feb 2015 22:27

depill skrifaði:Íslandsbanki semur beint við MasterCard á norðurlöndunum og LOKSINS fáum við raunstöðu í netbankann okkar á kreditkortafærslum.


Er þetta dottið inn?

Ég er með fyrirframgreitt kort og það eru alltaf eldgamlar upplýsingar í heimabankanum, í dag er staðan allavega yfir 10 daga gömul... var farinn að íhuga að skipta um viðskiptabanka útaf þessu, óþolandi að geta ekki séð hvað er inn á kortinu.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1548
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf depill » Þri 10. Feb 2015 11:02

Klemmi skrifaði:
depill skrifaði:Íslandsbanki semur beint við MasterCard á norðurlöndunum og LOKSINS fáum við raunstöðu í netbankann okkar á kreditkortafærslum.


Er þetta dottið inn?

Ég er með fyrirframgreitt kort og það eru alltaf eldgamlar upplýsingar í heimabankanum, í dag er staðan allavega yfir 10 daga gömul... var farinn að íhuga að skipta um viðskiptabanka útaf þessu, óþolandi að geta ekki séð hvað er inn á kortinu.

Neibb ekki dottið inn, segja að þetta sé á leiðinni "bráðlega". Reyndar átti NFC líka vera á leiðnni "bráðlega" og ég var að picka upp nýtt kreditkort á föstudaginn frá Íslandsbanka og það var ekki NFC enabled :(



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 10. Feb 2015 13:12

depill skrifaði:Neibb ekki dottið inn, segja að þetta sé á leiðinni "bráðlega". Reyndar átti NFC líka vera á leiðnni "bráðlega" og ég var að picka upp nýtt kreditkort á föstudaginn frá Íslandsbanka og það var ekki NFC enabled :(


Þeir sendu mér NFC debetkort um daginn. Bað ekki einu sinni um það.



Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Íslandsbanki hættir með Visa

Pósturaf svensven » Þri 10. Feb 2015 13:21

KermitTheFrog skrifaði:
depill skrifaði:Neibb ekki dottið inn, segja að þetta sé á leiðinni "bráðlega". Reyndar átti NFC líka vera á leiðnni "bráðlega" og ég var að picka upp nýtt kreditkort á föstudaginn frá Íslandsbanka og það var ekki NFC enabled :(


Þeir sendu mér NFC debetkort um daginn. Bað ekki einu sinni um það.


Þeir vinna þetta í "bötchum" - það hefur verið komið að þér Kermit en ekki að þér depill - ég athugaði þetta í desember, og þá varðandi kreditkort - ef ég vildi t.d fá AMEX kort og Mastercard kort sem auka kort þá var það vesen.

Ég hefði þurft að sækja um AMEX og Mastercard-ið og hefði svo fengið annað mastercard sent heim þegar "röðin" væri komin að mér í útskiptum og hefði þá þurft að skila því inn - það var ekki hægt að segja "ég hef áhuga á að fá AMEX kort í staðinn, það er óþarfi fyrir ykkur að senda mér þetta mastercard"