Google er spyware

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5495
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Tengdur

Google er spyware

Pósturaf appel » Mán 26. Jan 2015 20:30

http://rt.com/usa/226415-wikileaks-gene ... son-blake/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... alin_aras/



Ekki að þetta sé nýtt, en maður er orðinn svolítið ... hm... en þetta svolítið minnir mann á að Google er ekki vinur þinn. Svo er maður að nota þetta Gmail... bahh..


*-*

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1548
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf depill » Mán 26. Jan 2015 21:14

Ja ég hætti að nota gmail fyrir 2 árum síðan. Nota Firefox, nota Duckduckgo sem leitar. Er reyndar með Android síma ( með cynagenmod ), en nota Firefox þar líka.

Google er orðið nýja Microsoft í veldi 1000. Keyra á upplýsingunum þínum allan daginn til að selja þér alltof trageted auglýsingar. Google veit alltof mikið um okkur, held það væri mjög gott ef EU nær að fá US til að gera það sem þeim langar. Aðskilja leitarvélina frá öðrum "business" sem Google er í.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf hkr » Mán 26. Jan 2015 23:54

Held að vandamálið sé ekki beint Google per se, heldur lögin sem amerísk fyrirtæki þurfa að fara eftir.

Kæmi mér ekki á óvart að Apple, MS, <insert USA fyrirtæki hér> hefði gert nákvæmlega það sama eða þá farið sömu leið og lavabit, með því einfaldlega að gefast upp.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5495
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Tengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf appel » Þri 27. Jan 2015 00:31

Hvaða hlutverki gegnir hin íslenska "Persónuvernd" þegar meirihluti íslendinga geymir öll persónugögn sín hjá amerískum netþjónustufyrirtækjum, þar sem íslendingar njóta engra persónuverndar?

Ég held að Persónuvernd hafi ekki einu sinni varað við notkun á þessum þjónustum.

Við erum tilneydd að nota þessar Amerísku netþjónustur, en þurfum þó ekki að gera það þegjandi og hljóðalaust.


*-*


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf Bjosep » Þri 27. Jan 2015 09:59

www.leit.is er ennþá lifandi :fly



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5495
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Tengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf appel » Þri 27. Jan 2015 10:06

Bjosep skrifaði:http://www.leit.is er ennþá lifandi :fly


Þetta er ágætis punktur. Leit.is þarf að lúta íslenskum lögum um Persónuvernd, en ekki Google. Er samkeppnin jöfn milli þessara tveggja aðila? Bara svona pæling.


*-*


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf Bjosep » Þri 27. Jan 2015 12:39

Mynd

Muna svo bara að skella þessu á vefmyndavélina á snjalltækinu.




wicket
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf wicket » Þri 27. Jan 2015 13:31

Þetta er nú meira rausið.

Google er ekki spyware. Hver og einn optar inn að nota þeirra þjónustu og að þegar þú optar inn samþykkirðu skilmálanna og þar með ertu samþykkur þessari hegðun. Allar þessar þjónustur eru ókeypis. Og það að Google þekki þig og geti þannig sýnt þér auglýsingar og græðir peninga á því skiptir bara engu máli fyrir mig. Ekki get ég grætt krónu á þessum upplýsingum, ef þeir geta það flott hjá þeim. Menn eru almennt ekki að opta inn að fá spyware/malware/rootkits, þeir koma í skjóli nætur og án þess að notandinn geti nokkuð gert og valda skaða. Skaðinn sem þessar upplýsingar valda notanda hjá Google eru litlar sem engar, hugsa engar.

Mér er drullusama þó að Google getið séð tölvupóstinn minn, séð hvað ég skoða á netinu og þekki WiFi passwordin mín. Allt þetta auðveldar mér lífið, allt þetta gerir mér kleift að nýta netið, snjalltæki og allt dótið á auðveldari máta.

En valið er hvers og eins. Ef einhverjum finnst óþægilegt að Google viti þetta allt er bara að nota aðrar vörur, aðrar þjónustur og önnur tæki. Valið er þitt, óþarfi að væla yfir vali annarra. Þetta eru upplýstar ákvarðanir.

Þetta Wikileaks mál er einfalt, Google er bandarískt fyrirtæki og verður að hlýta bandarískum lögum. Dómari skipar Google að framvísa upplýsingum og þeir fylgja því og verða að gera það. Löggæsla í Bandaríkjunum hefur ríkar heimildir í rannsóknum og þannig er það bara. Dómarinn setur gag order um að Google megi ekki láta vita af þessu fyrr en eftir X tíma, þeir verða að hlýta því. Allt eins og dómarar leyfa hleranir hér, upplýsingar um hver er bakvið hvaða IP tölu, upplýsingar um notendaupplýsingar og annað. Íslenskt fyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og önnur verða að hlýta því.

Álpappír á hausinn og notaðu eitthvað lokað net. Góða skemmtun á því neti.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5495
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Tengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf appel » Mið 28. Jan 2015 22:03



*-*

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf audiophile » Fim 29. Jan 2015 08:31

Nei nú er komið nóg! Nú fer ég bara út í sveit og byggi torfbæ og lifi af landinu.

:happy


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5495
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Tengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf appel » Fim 29. Jan 2015 20:02

I think the amish are on something :)


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google er spyware

Pósturaf Viktor » Sun 01. Feb 2015 22:45

appel skrifaði:Face­book má skoða allt
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... koda_allt/


Ákvæði nýju not­enda­skil­mál­anna gera Face­book nú kleift að safna alls kyns upp­lýs­ing­um af sím­um, spjald­tölv­um og jafn­vel vinnu­tölv­um fólks. Ekki þurfti að samþykkja skil­mál­ana sér­stak­lega held­ur töld­ust þeir samþykkt­ir um leið og fólk fór inn á Face­book eft­ir 1. janú­ar. Ævar sagði að á meðal þess­ara upp­lýs­inga væru öll SMS, sím­töl, tölvu­pósta, á hvaða vefsíður not­and­inn hef­ur farið og hvaða net­um hann hef­ur tengst.


Þetta er svo mikil lýgi, léleg fréttamennska, og algjört bull.

Öpp í iOS stýrikerfum hafa engan aðgang að þessu sem þeir eiga að vera að safna, nema að notandinn leyfi það sérstaklega.

Android tæki eru hinsvegar mjög varasöm hvað þetta varðar.

Mynd

https://apple.stackexchange.com/questio ... e-claiming


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB