Síða 1 af 1

Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 14:14
af Lexxinn
Sælir drengir,

Nú er ég búinn að vera leita mér að skirfborðsstól sem er virkilega þægilegt að sitja í en ekki eitthvað ikea dót. Valið stendur á milli þessara tveggja stóla;

Dauphin Shape XTL (Held hann heiti reyndar Dauphin Shape Mesh frá framleiðanda)
Kinnarps 6242

Þetta er vissulega stóll sem ég geri ráð fyrir að eiga í 7ár+ og þar af leiðandi vill maður almennilegan stól. Það aftrar mér samt ögn að Dauphin stóllinn sem ég heillast miklu meira af er fáanlegur hérna fyrir ca 450-550€ erlendis á meðan hann telur 160.000 hérna heima. Hafið þið verið að panta stóla að utan eða bara látið ykkur hafa það að borga svona verð fyrir þessa stóla hérlendis?

Bestu kveðjur,
Alex

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 15:40
af rapport
Ég er með svona Kinnarps bæði í vinnuni og heima (fékk hann á klink í Góða hirðinum á sínum tíma) og hef gert hann upp í rólegheitum.

Hef líka prófað hina en finnst þeir ekki jafn rigid...

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 16:00
af ZoRzEr
Fékk mér einn svona um daginn : http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... b3478ee263

Hann er glorious. Fékk 20% off því að daman í Pennanum vildi "endilega selja mér stól". Virkaði líka svona vel hjá henni :P

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 16:11
af rapport
Þessir sem ZoRzEr bendir á eru algjörir captain stólar, er sammála því að þeir séu þægilegir en taka mikið pláss...

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 16:13
af Plushy
Jafnvel með 20% off þá er þessi Director stóll rándýr miðað við verð annarstaðar.

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 16:58
af vesley
Plushy skrifaði:Jafnvel með 20% off þá er þessi Director stóll rándýr miðað við verð annarstaðar.



Það að hún skellti 20% afslátt bara léttilega á stólinn lætur mig missa áhugann á að kaupa hann.. sýnir bara svo auðveldlega hvað álagningin er þá mikil á stólnum.

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 17:31
af kiddi
Góður skrifborðsstóll verður seint ofmetinn, sennilega mikilvægasti partur tölvuaðstöðunnar allavega hvað mig varðar. Þessi verð hjá Pennanum á svona stólum eru svona verð eins og maður sér hjá Advania & Opnum Kerfum á tölvubúnaði, þetta eru svona corporate verð sem ekki er hægt að bjóða einstaklingum upp á. Það getur verið gott að kaupa svona stóla notaða, því góðir stólar slitna sáralítið og endast og endast. Á bland.is fann ég amk 2 stk Kinnarps 6242 á hálfvirði m.v. Penna-verð, og örugglega í fínu lagi með stólana. Sjálfur á ég tvo frábæra stóla sem ég keypti úr fyrirtæki sem var verið að loka, fékk þá á 70% afslætti þegar þeir voru þegar orðnir 3-4 ára gamlir. Stólarnir eru nú búnir að vera í 6 ár í minni eigu og þeir eru enn eins og þeir voru daginn sem þeir voru keyptir í fyrirtækið sem ég vann hjá.

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 18:40
af Lexxinn
kiddi skrifaði:Góður skrifborðsstóll verður seint ofmetinn, sennilega mikilvægasti partur tölvuaðstöðunnar allavega hvað mig varðar. Þessi verð hjá Pennanum á svona stólum eru svona verð eins og maður sér hjá Advania & Opnum Kerfum á tölvubúnaði, þetta eru svona corporate verð sem ekki er hægt að bjóða einstaklingum upp á. Það getur verið gott að kaupa svona stóla notaða, því góðir stólar slitna sáralítið og endast og endast. Á bland.is fann ég amk 2 stk Kinnarps 6242 á hálfvirði m.v. Penna-verð, og örugglega í fínu lagi með stólana. Sjálfur á ég tvo frábæra stóla sem ég keypti úr fyrirtæki sem var verið að loka, fékk þá á 70% afslætti þegar þeir voru þegar orðnir 3-4 ára gamlir. Stólarnir eru nú búnir að vera í 6 ár í minni eigu og þeir eru enn eins og þeir voru daginn sem þeir voru keyptir í fyrirtækið sem ég vann hjá.


Ég er svo sammála þér! Áhrifin sem góður stóll vs lélegur stóll hefur á líkamann, sérstaklega bakið, er svakalegur.

Líklega enda ég á þessum Kinnarps stólum á bland.is.

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Sun 25. Jan 2015 23:24
af machinefart
Einhver sem veit hvernig ÁG stólarnir eru í samanburði, þá sérstaklega þegar kemur að endingu?

http://ag.nwc.is/is/efni/mark_skrifbor% ... t%C3%B3lar

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Mán 26. Jan 2015 00:21
af kiddi
Smá athyglisvert að skoða þetta:

http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... dfde85580c
http://store.hermanmiller.com/Products/Aeron-Chair

340.000 á Íslandi vs. $690 í USA (ca. 115þ. mvsk). Er flutningurinn virkilega svona dýr? Hvað réttlætir þrefalt hærra verð? Eru menn eitthvað bilaðir í höfðinu?

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Mán 26. Jan 2015 00:38
af FreyrGauti
kiddi skrifaði:Smá athyglisvert að skoða þetta:

http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... dfde85580c
http://store.hermanmiller.com/Products/Aeron-Chair

340.000 á Íslandi vs. $690 í USA (ca. 115þ. mvsk). Er flutningurinn virkilega svona dýr? Hvað réttlætir þrefalt hærra verð? Eru menn eitthvað bilaðir í höfðinu?


Free shipping í US, kominn heim á 180k með ShopUSA...

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Mán 26. Jan 2015 01:35
af Lexxinn
FreyrGauti skrifaði:
kiddi skrifaði:Smá athyglisvert að skoða þetta:

http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... dfde85580c
http://store.hermanmiller.com/Products/Aeron-Chair

340.000 á Íslandi vs. $690 í USA (ca. 115þ. mvsk). Er flutningurinn virkilega svona dýr? Hvað réttlætir þrefalt hærra verð? Eru menn eitthvað bilaðir í höfðinu?


Free shipping í US, kominn heim á 180k með ShopUSA...


Þetta er akkurat einn af þeim sem ég skoðaði þegar ég áttaði mig á þessari mögnuðu álagningu...

Hinsvegar skil ég ekki hversvegna Aeron er 100þ dýrari heldur en Mirra hjá pennanum þegar Mirra er 40$ ódýrari frá framleiðanda...

Mirra:
http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... e2b242b6f8
http://store.hermanmiller.com/Products/Mirra-2-Chair

Kab Seating Director (ekki beint frá framleiðanda):
http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... b3478ee263
http://www.officechairsuk.co.uk/kab-dir ... airs-9144/

Nowy Styl Dealer:
http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... 1f48532802
http://www.completeofficechairs.co.uk/N ... fice-Chair

Hvort kostar hann 148þ eða 118þ?
http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... 623756b993

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Mán 26. Jan 2015 09:28
af Frantic
Lexxinn skrifaði:Hvort kostar hann 148þ eða 118þ?
http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... 623756b993

148.000 kr. hitt er örugglega verð án vsk.

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Mán 26. Jan 2015 10:28
af blitz
Ef þú getur pantað hann frá USA/UK þá geriru það auðvitað.

Ég hef pantað eitthvað af húsgögnum frá UK - seljendur þar hafa verið liðlegir í að græja shipping til Íslands

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Mán 26. Jan 2015 11:16
af Lexxinn
blitz skrifaði:Ef þú getur pantað hann frá USA/UK þá geriru það auðvitað.

Ég hef pantað eitthvað af húsgögnum frá UK - seljendur þar hafa verið liðlegir í að græja shipping til Íslands


Nú þegar búinn að senda 5+ tölvupóst að spurjast um sendingu utan Bretlands/Þýskalands og neitun frá þeim sem hafa svarað so far #-o

Frantic skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Hvort kostar hann 148þ eða 118þ?
http://www.penninn.is/nanar/?productid= ... 623756b993

148.000 kr. hitt er örugglega verð án vsk.


Ef þú skoðar hina stólana þá er sama verðið á báðum stöðum nema á þessum stól :?:

Re: Verð á skrifborðsstólum

Sent: Þri 27. Jan 2015 15:01
af machinefart
Stóllinn er á tilboði, ég rak augun í hann á forsíðunni.