Síða 1 af 1

Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 11:55
af appel
Ég er alveg að verða BRJÁLAÐUR á þessu!!

Mynd


Maður er að skoða dv.is eða visir.is og það byrjar einhver bévítans audio að spila í bakgrunninum. Þetta er ekki hluti af einhverri flash auglýsingu því ég er með flash blockerað.

Er þetta lið ekki að djóka?

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 11:57
af depill
okei. Ég hélt að ég væri orðinn vængefinn. Gott að ég er ekki einn um það að vera INDRIÐAÐUR á þessu

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 12:10
af Bjosep
Þið eruð að tala um stikluna fyrir einhverja nýja mynd. Þetta spilast alltaf sem hljóð á dv.is en á visir.is þá er spilari einhversstaðar lengst niðri nema hann lítur út eins og hann sé að hrynja.

En þetta er frekar pirrandi.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 12:16
af playman
ég verð ekki var við neitt... :/

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 12:18
af HalistaX
playman skrifaði:ég verð ekki var við neitt... :/

Ekki ég heldur.

EDIT: er reyndar með Adblock þannig að...

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 12:23
af hkr
adblock?

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 12:23
af Hvati
Ég fæ ekki neitt svona, er með plugins blocked í Chrome, Adblock og Ghostery.
Þessar íslensku "frétta"veitur eru með verstu auglýsingar sem ég hef séð, ótrúlegt að fólk láti bjóða sér þetta.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 13:57
af axyne

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 14:40
af playman
HalistaX skrifaði:
playman skrifaði:ég verð ekki var við neitt... :/

Ekki ég heldur.

EDIT: er reyndar með Adblock þannig að...

Er reyndar með adblock og blocked plugins í chrome, prófaði að slökva á öllu en ekkert gerðist... :catgotmyballs
Hlít að vera svona hræðilega leiðinlegur fyrst að auglýsingar eru farnar að forðast mig :japsmile

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 17:35
af codec
Síður eins og vísir eru bara nánast ónothæfar án tóla eins og adblock, virðist sem menn séu ekki að fatta að að "Content is king" á svona miðlum.
Þetta kemur á endanum sér verst fyrir miðillnn sjálfan því menn hætta að nenna að skoða þá eða blocka auglýsingar sem ætti að a pirra auglýsendur. Og hvernig bregðast menn við, jú með stærri og meira "invasive" auglýsingum sem pirra jafnvel enn meira. Hvað er það?

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 18:41
af stefhauk
Þoli þetta ekki og finnst þetta lélegt trikk til að auglýsa hluti því flestir finna strax hvar er hægt að slökkva á þessu.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 19:57
af slapi
Var að vinna á gamla Thinkpadinn minn í gær og hef greinilega gleymt að setja adblock þar, allt í einu heyri ég viftuna fara bara í 100% og allt laggaði og síðan kom hljóðið úr auglýsingunni. Þetta er bara vanvirðing að troða þessu ógeði inn á síðurnar

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 21:28
af depill
Ja mér fannst þetta pirrandi. Autoplay á aldrei að vera on og það er vont fyrir miðilinn.

Hins vegar nota ég ekki Adblock af prinsip ástæðu. Ég met vinnuna sem fólkið á bakvið miðilinn er að leggja í að halda miðlinum góðum og það kostar peninga. Það er helst gert í formi auglýsinga, ef ykkur finnst auglýsingarnar pirrandi farið þá bara annað.

Finnst skrítið þegar fólk vælir í einn legginn að það finnst ósanngjarnt hvað kjörin eru léleg hjá sér en er svo í hinni hendinn tilbúið að stela vinnu annara.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 22:00
af GuðjónR
Ég hef lent í svona audio auglýsingum og ef hátlaranrir eru of hátt stilltir þá getur manni brugðið hressilega.
Er sammála depil hér að ofan varðandi adblock, þó auglýsingar séu stundum pirrandi þá er ansi hætt við að margir miðlar myndu gefa upp öndina ef þær væru ekki.
Hef samt sé auglýsingu á visir.is sem að mínu mati fór aðeins yfir strikið, það er stór gluggi sem fer yfir allan skjáinn, eina leiðin til að losna við hann er að smella á X í einu horninu.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 22:23
af Bjosep
Adblock fokkar í pornhub þegar maður er að skoða það (segir frændi minn).

Niður með Adblock :thumbsd

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Þri 13. Jan 2015 23:14
af Viktor

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Mið 14. Jan 2015 00:23
af appel
Ég er farinn að sakna gömlu vafranna sem gátu bara birt PJÚRA html, myndir og texta, t.d. Netscape Navigator 1.1. Ah the good old days.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Mið 14. Jan 2015 00:33
af Bjosep
appel skrifaði:Ég er farinn að sakna gömlu vafranna sem gátu bara birt PJÚRA html, myndir og texta, t.d. Netscape Navigator 1.1. Ah the good old days.


Ertu ekki að gleyma Midi skrám ?

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Mið 14. Jan 2015 01:04
af sverrirgu
appel skrifaði:Ég er farinn að sakna gömlu vafranna sem gátu bara birt PJÚRA html, myndir og texta, t.d. Netscape Navigator 1.1. Ah the good old days.

Skelltu bara upp Lynx! ;)

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Mið 14. Jan 2015 01:38
af hkr
Sallarólegur skrifaði:http://www.pcadvisor.co.uk/how-to/internet/3497991/how-stop-autoplaying-ads-videos-media-on-web-pages/

chrome://chrome/settings/content


appel skrifaði:Maður er að skoða dv.is eða visir.is og það byrjar einhver bévítans audio að spila í bakgrunninum. Þetta er ekki hluti af einhverri flash auglýsingu því ég er með flash blockerað.


Held að stoppa autoplay á plugins stoppi ekki t.d. html5 video/audio í Chrome.

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Mið 14. Jan 2015 08:41
af zedro
Mynd

Er þetta það sem þið viljið?
Því þetta er framtíðin ef þig segið ekki STOPP hingað og ekki lengra með adblock!
Það fyrsta sem ég geri þegar ég set up nýja vél er að setja up adblock, sérstaklega á vélum/símum sem notast
við 3G/4G þar sem þú ert beinlínist að borga fyrir auglýsinguna. Það er varla lesandi fréttaveitur yfir flóði af auglýsingum!

Ég er meira segja svo harður að ég set block á non-intrusive ads! Hef verið að pæla skoða það samt, maður vill
jú fá síður þar sem auglysingarnar eru ekki aðalatriðið.

Maður getur ekki labbað út úr íbúðinni án þess.......uuuu maður getur ekki vaknað án þess að fá auglýsingu beint í æð
þetta er allstaðar, mogginn (smekklegra þar heilsíður og svoleiðis), sjónvarp, auglýsingaskilti, útvarp, á bílum, bara you name it!

Ekki furða að maður vilji fá smá break frá þessu. Fréttaveiturnar geta sjálfum sér um kennt, over saturation af auglýsingum.
Að hofa á einn þátt á rás sem maður er að borga fyrir fær maður allt að 3 auglýsingapásur! Sjónvarpsefni er meira segja að
aðlaga sig að þessu, sem dæmi mythbuster geta ekki klárað einn myth heldur þurfa hoppa fram og tilbaka svo maður horfi
nú örugglega á allann þáttinn og með því hvert einasta auglýsingahlé. (Thank god fyrir tímaflakk vodafone!!)

Re: Audio auglýsing spiluð sjálfkrafa á fréttamiðlum

Sent: Mið 14. Jan 2015 09:13
af depill
zedro skrifaði:Mynd

Er þetta það sem þið viljið?
Því þetta er framtíðin ef þig segið ekki STOPP hingað og ekki lengra með adblock!
Það fyrsta sem ég geri þegar ég set up nýja vél er að setja up adblock, sérstaklega á vélum/símum sem notast
við 3G/4G þar sem þú ert beinlínist að borga fyrir auglýsinguna. Það er varla lesandi fréttaveitur yfir flóði af auglýsingum!

Ég er meira segja svo harður að ég set block á non-intrusive ads! Hef verið að pæla skoða það samt, maður vill
jú fá síður þar sem auglysingarnar eru ekki aðalatriðið.

Maður getur ekki labbað út úr íbúðinni án þess.......uuuu maður getur ekki vaknað án þess að fá auglýsingu beint í æð
þetta er allstaðar, mogginn (smekklegra þar heilsíður og svoleiðis), sjónvarp, auglýsingaskilti, útvarp, á bílum, bara you name it!

Ekki furða að maður vilji fá smá break frá þessu. Fréttaveiturnar geta sjálfum sér um kennt, over saturation af auglýsingum.
Að hofa á einn þátt á rás sem maður er að borga fyrir fær maður allt að 3 auglýsingapásur! Sjónvarpsefni er meira segja að
aðlaga sig að þessu, sem dæmi mythbuster geta ekki klárað einn myth heldur þurfa hoppa fram og tilbaka svo maður horfi
nú örugglega á allann þáttinn og með því hvert einasta auglýsingahlé. (Thank god fyrir tímaflakk vodafone!!)


Again. Það eru til erlendir áskriftarmiðlar þar sem þú greiðir fyrir áskrift og þú getur kosið með peningunum þínum og notað þá frekar. Eða notað aðra miðla sem eru með non-intrusive ads. Hér á landi t.d. kjarninn.is, nutiminn.is, vb.is og mér finnst mbl.is töluvert skárri en dv og visir.is í auglýsingadæminu. ( ef við tölum um Íslensku miðlana, erlendu miðlarnir eru miklu þroskaðri varðandi það að geta borgað til að hafa ekki auglýsingar )

Það er fólk í vinnu samt hjá visir.is sem myndi ekki fá greitt nema það væru auglýsingar..

Það kostar að framleiða Mythbusters, það kostar að reka Discovery, þess vegna eru til dæmis auglýsingar. Ég vorkenni ekkert distributors sem eru í einhverjum region pælingum, það er fucking kjaftæði. En hins vegar við sem neytendur getum bara kosið með peningunum hvort við viljum.

En það að segja, ég ætla að fá að neyta contentsins sem þið eruð búin að framleiða, en ég vill ekki greiða fyrir það, né þurfa að hafa auglýsingar hérna á miðlinum, þannig þú skalt bara gera þetta frítt finnst mér bara dónaskapur við fólkið sem framleiðir efnið ( þar sem það kostar ).