Síða 1 af 1
BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:19
af toybonzi
Sælir vaktarar.
Nú gerði ég þá skemmtilegu gloríu að kaupa mér frá USA stórskemmtilegt Marvel special edition blu ray sett.
Þegar settið loks kom þá fattaði ég að minn spilari getur að sjálfsögðu ekki spilað region A.
Nú spyr ég, hefur einhver fundið og keypt region free BD spilar hérna á klakanum og ef svo er hvar?
Frekar súrt að vera búinn að kaupa 15000kr sett og geta ekki notað það

Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:24
af pegasus
Ef þú ert með BlueRay spilara í tölvunni geturðu keypt þetta forrit:
http://www.slysoft.com/en/anydvdhd.html
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:32
af toybonzi
Sniðugt forrit en ég er ekki með neina tölvu nálægt imbanum

Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:36
af sponni60
Ég pantaði mér kubb sem er svipaður og þessi hérna og skellti honum í.
http://www.rattlebyte.com/Shop.php?lang ... item_id=37Eftir þetta virka öll DVD og Bluray kerfi.
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 10:46
af rattlehead
Ég er einmitt í sömu sporum með nokkra diska bæði blu-ray og dvd frá usa. Er með söfnunaráráttu á kvikmyndum á háu stigi. Er á leiðinni að láta panta fyrir mig spilara frá usa. Þarf ekkert fancy held að hann verði á 15.000kall með gjöldum
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 12:53
af toybonzi
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 14:46
af sponni60
Panasonic BD60
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 14:48
af Halli25
Það var þannig á DVD spilurum að maður gat opnað með kóða, ertu búinn að kanna það á þessu Blu-ray Spilara?
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 15:29
af toybonzi
Halli25 skrifaði:Það var þannig á DVD spilurum að maður gat opnað með kóða, ertu búinn að kanna það á þessu Blu-ray Spilara?
Þetta kóðadæmi er eiginlega alveg dautt í blu ray spilurunum hefur mér sýnst

Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 15:37
af Halli25
toybonzi skrifaði:Halli25 skrifaði:Það var þannig á DVD spilurum að maður gat opnað með kóða, ertu búinn að kanna það á þessu Blu-ray Spilara?
Þetta kóðadæmi er eiginlega alveg dautt í blu ray spilurunum hefur mér sýnst

Heimur versnandi fer... og þeir bölva yfir minnkandi diskasölu hmmm
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 16:04
af bigggan
Ertu viss um að þetta sé læst? vegna þess BluRay notar ekki oft svona læsingum.
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 17:49
af toybonzi
bigggan skrifaði:Ertu viss um að þetta sé læst? vegna þess BluRay notar ekki oft svona læsingum.
Harðlæst, spilarinn minn spilar bara "region B en diskarnir eru "region A" sem er USA og nærliggjandi.
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 18:31
af worghal
bigggan skrifaði:Ertu viss um að þetta sé læst? vegna þess BluRay notar ekki oft svona læsingum.
það er farið að aukast að blu-ray sé region free en samt eru ákveðin studio sem eru föst í því að setja region lock á allt hjá sér.
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 21:29
af Oak
http://www.videohelp.com/dvdhacksEr þetta kannski þarna?
Hvernig spilara ertu með?
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 23:17
af toybonzi
Oak skrifaði:http://www.videohelp.com/dvdhacks
Er þetta kannski þarna?
Hvernig spilara ertu með?
Var búinn að skoða þetta, og eina sem var gefið upp fyrir mitt HTS 5520 kerfi virkaði ekki...því miður.
Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 23:32
af svanur08
Spurði siggi í búðinni 2001 með þetta region dæmi hann sagði að besta væri bara að eiga tvo blu-ray spilara á sitthvoru kerfi

Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 23:42
af toybonzi
svanur08 skrifaði:Spurði siggi í búðinni 2001 með þetta region dæmi hann sagði að besta væri bara að eiga tvo blu-ray spilara á sitthvoru kerfi

Já, það er alveg valid punktur. Eina sem að fer í taugarnar á mér við að eiga USA spilara er þessi straumbreytishlunkur sem að maður kemur væntanlega með að þurfa að splæsa í líka

Re: BluRay-region free
Sent: Fös 09. Jan 2015 23:46
af Gunnar
Re: BluRay-region free
Sent: Lau 10. Jan 2015 00:35
af Kull
Þú getur keypt region free blu ray spilara, t.d. hérna
http://www.220-electronics.com .
Þarft ekkert að hafa áhyggjur af straumbreyti eða svoleiðis, þeir eru flestir 110-240v, bara plug and play.
Re: BluRay-region free
Sent: Lau 10. Jan 2015 16:49
af Oak
http://www.fixya.com/support/t10082936-philips_htsÞetta er þá væntanlega eitthvað sem þú hefur prufað?
Re: BluRay-region free
Sent: Sun 11. Jan 2015 17:56
af toybonzi
Oak skrifaði:http://www.fixya.com/support/t10082936-philips_hts
Þetta er þá væntanlega eitthvað sem þú hefur prufað?
Nei, þetta er reyndar fyrir DVD dæmið og það eru tvö aðskilin process (á þeim spilurum sem virðast vera aflæsanlegir).
Annars ætla ég að skoða þetta 220 dæmi aðeins!