Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf svensven » Lau 03. Jan 2015 01:47

Svona í óbeinu framhaldi af umræðunni um Vefstjori.is geymir lykilorð

Fékk bréf frá Motus í dag þar ég hafði gleymt að greiða reikning í bréfinu koma fram allar upplýsingar en það sem að mér þótti undarlegt var þetta:
20150102_223645~2.jpg
20150102_223645~2.jpg (907.88 KiB) Skoðað 1280 sinnum


Þarna senda þér mér venjulegan bréf póst sem inniheldur bæði notendanafnið mitt, kt (kemur fram ofar á bréfinu) og einnir lykilorð til þess að komast þarna inn án nokkurrar fyrirhafnar - ég prufaði að fara inn á vefinn áðan á þessu lykilorð og ég var ekki neyddur til þess að breyta um lykilorð. Ef ég óska eftir nýju lykilorði á síðunni þeirra kemur fram að það komi undir rafræn skjöl í heimabanka.

Hvað þykir ykkur um svona ?




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf capteinninn » Lau 03. Jan 2015 03:18

Wot? Afhverju ekki að láta þig þurfa að skoða rafræn skjöl til að sjá þetta í upphafi?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 09:43

Þetta er milljón sinnum skárra en ömurlega og viðbjóðslega uppsetningin hjá Vefstjori.is á Eldsmidjan.is sem mætti líkja við phishing síðu.

Þarna er enginn að plata þig til að gefa upp lykilorðið þitt og geyma það svo á óöruggan máta þvert á alla almenna skynsemi og öryggisstandarda, án aðvörunar til notenda/fórnarlamba.

Þetta er fyrirframskapað lykilorð frá Motus, ekki satt?

M.v. bréfið eru líka engar upplýsingar inni á síðunni (sem fæst með notkun aðgangsins) sem væru ekki hvort sem er í kröfu sem er send með bréfpósti.

Svo í hnotskurn finnst mér ekkert að þessu.

Auk þess legg ég til að Vefstjori.is verði lagt í eyði.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf svensven » Lau 03. Jan 2015 12:22

Gúrú skrifaði:M.v. bréfið eru líka engar upplýsingar inni á síðunni (sem fæst með notkun aðgangsins) sem væru ekki hvort sem er í kröfu sem er send með bréfpósti.


Sýnist þetta ekki alveg vera málið - m.v valmöguleikana sem ég sé inni á síðunni þá getur maður séð fyrri mál sem hafa verið hjá motus allt að 2 ár aftur í tímann. Þú getur einnig séð ef þú ert með virka greiðslusamninga þarna inni - semsagt nokkuð nákvæma sögu.

Ég er alveg vissulega sammála að þetta sé ekki nálægt því sem vefstjori.is er að gera, en mér finnst þetta vera svo mikið óþarfi.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Jan 2015 13:50

Þetta eru mjög persónulegar upplýsingar og alls ekki í lagi að senda þær í almennum bréfapósti.
Ég fæ oft bréf inn um lúgina stíluð á nágranna minn og öfugt.
Það er ekkert mál fyrir þessi innheimtufyrirtæki að senda þetta í ábyrgðarpósti, eða senda lykilorð í heimabanka viðkomandi eða bjóða upp á auðkenningu með rafrænum skilríkjum.
Almennur bréfapóstur er bara NO-NO!



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7087
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1011
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf rapport » Lau 03. Jan 2015 14:43

svensven skrifaði:
Gúrú skrifaði:M.v. bréfið eru líka engar upplýsingar inni á síðunni (sem fæst með notkun aðgangsins) sem væru ekki hvort sem er í kröfu sem er send með bréfpósti.


Sýnist þetta ekki alveg vera málið - m.v valmöguleikana sem ég sé inni á síðunni þá getur maður séð fyrri mál sem hafa verið hjá motus allt að 2 ár aftur í tímann. Þú getur einnig séð ef þú ert með virka greiðslusamninga þarna inni - semsagt nokkuð nákvæma sögu.

Ég er alveg vissulega sammála að þetta sé ekki nálægt því sem vefstjori.is er að gera, en mér finnst þetta vera svo mikið óþarfi.



Það er algjör feill að veita aðgang með þessum hætti að viðskiptasögu/skuldasögu einstaklings...

Persóulega finnst mér helsta grunnskilyrði fyrir að fyrirtæki safni svona upplýsingum, að þau geti upplýst nákvæmlega hver hefur skoðað upplýsingarnar og hvenær þær voru skoðaðar.

Sá rekjanleiki verður aldrei betri en gæði aðgangsveitinga og í þessu tilfelli þá getur hvaða einstaklingur sem er sagt "ég fékk aldrei þetta bréf" "hver var að skoða þetta?" og Modus lendir þá í vandræðum vegna rekjanleika niður á tæki.

Það væri miklu sniðugra að Modus gæfi lykilorð að síðu, þú notaðir svo það + kennitölu til að opna síðu, þyrftir að skrá GSM nr. og fengir svo nýtt notendanafn og lykilorð í SMS, lykilorð sem krafa væri um að breyta við fyrsta login.

Fólk gæti þá hringt og þjónustuverið gæti þá alltaf smellt á hnapp og viðkomandi fengi nýtt notendanafn í SMS í skráðan síma.

Öll frávik mundu fattast strax.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf Revenant » Lau 03. Jan 2015 15:42

rapport skrifaði:Það er algjör feill að veita aðgang með þessum hætti að viðskiptasögu/skuldasögu einstaklings...

Persóulega finnst mér helsta grunnskilyrði fyrir að fyrirtæki safni svona upplýsingum, að þau geti upplýst nákvæmlega hver hefur skoðað upplýsingarnar og hvenær þær voru skoðaðar.

Sá rekjanleiki verður aldrei betri en gæði aðgangsveitinga og í þessu tilfelli þá getur hvaða einstaklingur sem er sagt "ég fékk aldrei þetta bréf" "hver var að skoða þetta?" og Modus lendir þá í vandræðum vegna rekjanleika niður á tæki.

Það væri miklu sniðugra að Modus gæfi lykilorð að síðu, þú notaðir svo það + kennitölu til að opna síðu, þyrftir að skrá GSM nr. og fengir svo nýtt notendanafn og lykilorð í SMS, lykilorð sem krafa væri um að breyta við fyrsta login.

Fólk gæti þá hringt og þjónustuverið gæti þá alltaf smellt á hnapp og viðkomandi fengi nýtt notendanafn í SMS í skráðan síma.

Öll frávik mundu fattast strax.


Modus er skylt skv. lögum að setja þessar upplýsingar í innheimtuviðvörun. Sjá t.d. lög nr. 95/2005 grein 7 en þar stendur:

7. gr. Innheimtuviðvörun.
Eftir gjalddaga kröfu skal kröfuhafi eða innheimtuaðili senda skuldara eina skriflega viðvörun þess efnis að vænta megi frekari innheimtuaðgerða verði krafa eigi greidd innan tíu daga frá sendingu viðvörunar. Veita má lengri frest til greiðslu.
Í viðvörun komi fram:
a. nöfn, kennitölur og heimilisföng skuldara, kröfuhafa eða umboðsmanns hans og innheimtuaðila;
b. lýsing á kröfu;
c. fjárhæð kröfu og skal sundurliða hver sé höfuðstóll og hverjar séu viðbótarkröfur, svo sem dráttarvextir og innheimtuþóknun;
d. greiðslustaður; og
e. að greiðslufall skuldara geti leitt til málshöfðunar eða annarra innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga og aukins kostnaðar fyrir skuldara.


Birting á netinu er ekki skrifleg birting (þótt það geti verið mun þægilegra fyrir "kúnnann"). Það stendur ekkert að það verði að senda innheimtuviðvörun í ábyrgðarpósti í lögunum enda eru hundruðir svona bréfa send daglega.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7087
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1011
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf rapport » Lau 03. Jan 2015 16:01

Revenant skrifaði:Modus er skylt skv. lögum að setja þessar upplýsingar í innheimtuviðvörun. Sjá t.d. lög


Þeim er ekki skylt að birta viðskiptasögu/skuldasögu á internetinu...

Ég er að gagnrýna hvernig það er gert, ekki hvort og hvaða upplýsingar verið er að birta.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Motus að senda lykilorð í bréfpósti

Pósturaf intenz » Lau 03. Jan 2015 18:27

GuðjónR skrifaði:Þetta eru mjög persónulegar upplýsingar og alls ekki í lagi að senda þær í almennum bréfapósti.
Ég fæ oft bréf inn um lúgina stíluð á nágranna minn og öfugt.
Það er ekkert mál fyrir þessi innheimtufyrirtæki að senda þetta í ábyrgðarpósti, eða senda lykilorð í heimabanka viðkomandi eða bjóða upp á auðkenningu með rafrænum skilríkjum.
Almennur bréfapóstur er bara NO-NO!

+1


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64