Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Allt utan efnis
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Fim 13. Nóv 2014 10:29

Bjosep skrifaði:Einhver setti þetta á Twitter ...

[ Mynd ]


Skál fyrir forsendubresti :guy

Líka best að forsendubresturinn var miðaður við "allt yfir 4%" þegar meðaltal síðustu tæpu 15 ára (frá aldamótum) hefur verið að meðaltali 5,56% (þá eru þessir turnar þarna efst í grafinu ekki teknir með). Meira að segja ef þú skoðar bara frá aldamótum til áramóta 2007/8 þá er meðalverðbólga 4,73% og aldamót til 2005 var meðalverbólga 4,42%.

Það er glæpsamlega heimskulegt að ætla að tryggja fólk fyrir einhverju sem það hefði átt að gera ráð fyrir. Hefði verið aðeins annað (en samt heimskulegt) að setja þetta mark við 8-10%.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Fim 13. Nóv 2014 10:47

Mér finnst sóðalegt að það sé talað um að 1% fólks (775 einstaklingar) í 110% leiðinni hafi fengið 20 milljarða í sömu setningu og sagt er að einungis 7.000 verðtryggð lán hafi verið "applicable" í því úrræði...

Ef 775 eru 1% þá eru það í heildina 77.500 einstaklingar.

Það þýðir að þetta voru 70.000 gengis eða óverðtryggð lán sem úrræðið náði til.

Gengislánin voru svo seinna dæmd ólögleg og því var þetta í raun engin niðurfelling, bara redding fyrir fólk á meðan dómsmálin voru í gangi.

Úrræðið var ekki fjármagnað af ríkinu heldur pressuðu stjornvöld á lánveitendur og náðu samkomulagi um að þessi leið yrði farin.

Það fór því enginn skattpeningur í 110% leiðina.


Fyrri ríkisstjórn hækkaði vaxtabætur og bauð sértækar vaxtabætur sem miðast við hvað fólk er að greiða í vexti í dag, eitthvað sem núverandi stjórnvöld hafa afnumið.

Þetta úrræði "leiðrétting" er í raun ekkert nema einhverskonar ofurvaxtabætur til fólks sem var með lán 2008-2009 og eru 80 milljarðar greiddir með skattfé og skattafsláttur gefinn af 70 milljörðum = c.a. 110 milljarðar sem ríkið er að gefa frá sér til afmarkaðs hóps.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Bjosep » Fim 13. Nóv 2014 11:08

Viðhorfið sem er líka svo vitlaust er að launin hafi staðið í stað en lánin stökkbreyst meðan staðreyndin er sú að lánin eru verðtryggð og halda því verðgildi sínu meðan launin lækka. Launalækkunin kemur hinsvegar niður á öllum, ekki bara þeim sem eru að greiða niður lán af eignunum sínum.

Eignir sem líklegast koma til með að hækka í verði frekar en hitt.



Skjámynd

Höfundur
jericho
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf jericho » Fim 13. Nóv 2014 11:46

Kjarninn er alveg með þetta. Mig langar aðeins að minnast á þennan punkt:

Glærurnar urðu síðan bara skrýtnari og skrýtnari. Þar var til að mynda sett fram sem jákvæð niðurstaða að um 70 prósent millifærslunnar fari til hjóna sem eiga minna en 25 milljónir króna í eigið fé og einstaklinga sem eiga minna en ellefu milljónir króna í eigið fé.

Það þýðir að 30 prósent fara til hjóna sem eiga meira en 25 milljónir króna í eigið fé og einstaklinga sem eiga meira en ellefu milljónir króna í eigið fé. 24 milljarðar króna af skattfé renna til þessa hóps.


Næstum þriðjungur upphæðarinnar rennur til fólks sem á sk$tnóg af peningum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Gúrú » Fim 13. Nóv 2014 12:17

jericho skrifaði:Næstum þriðjungur upphæðarinnar rennur til fólks sem á sk$tnóg af peningum.


Kemur það þér á óvart? Það hljómar bara mjög eðlilega m.v. aðgerðina.

Fólk sem er efnað er líka líklegt til að taka lán og þá oft stærri lán þar sem það hefur hærri greiðslubyrði.
Ef sá hópur væri jafn fjölmennur og hinn hópurinn fengi hann eflaust meira en helming upphæðarinnar.

Ef þetta átti að vera Hróa Hattar aðgerð þá er vissulega mislukkað að efnað fólk fékk leiðréttingu en það væri ekkert sanngjarnara að það fengi enga leiðréttingu.

Eftir að hafa skoðað þessa grein á Kjarnanum finnst mér hún vekja athygli á fleiri óathyglisverðum hlutum.

Um 155 þúsund Íslendingar eru yngri en 33 ára. Það er tæpur helmingur landsmanna. Samkvæmt kynningunni fær þessi hópur um tíu prósent af stóru millifærslunni, eða um átta milljarða króna. Það þýðir að 90 prósent fer til eldri kynslóða. Í kynningunni í gær var lögð mikil áhersla á að 68 prósent milljarðanna 80 færu til þeirra sem voru yngri en 50 ára árið 2009. En það þýðir að 32 prósent upphæðarinnar, um 25,6 milljarðar króna, fer til fólks sem er 56 ára eða eldra í dag.


Þó að 151 þúsund, um helmingur landsmanna, séu undir 33 ára þá er ekkert fáránlegt við að sá aldurshópur hafi fengið
mun minna en helming upphæðinnar þar sem þeir eru talsvert ólíklegri til að hafa tekið fasteignalán og eflaust líklegri til að
hafa tekið fasteignalán af ódýrari eignum, frekar en dýrari eignum.
Tilhugsunin að tvítugur einstaklingur taki fasteignalán, hvað þá jafn stórt og þeir sem eldri eru, er fjarlæg.
Samt er athygli vakin á þessari staðreynd þó að aldursflokkurinn 20-33 ára telji bara 20% af Íslendingum. 25-33 ára eru 13%.

Og on-topic, ólíkt því sem ég er vanur, þá fékk ég enga skuldaleiðréttingu. Skiljanlega.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
jericho
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf jericho » Fim 13. Nóv 2014 13:54

Gúrú skrifaði:
jericho skrifaði:Næstum þriðjungur upphæðarinnar rennur til fólks sem á sk$tnóg af peningum.


Kemur það þér á óvart? Það hljómar bara mjög eðlilega m.v. aðgerðina.


Allt við þessa aðgerð kemur mér á óvart og þetta er bara enn eitt dæmið um hversu óréttlát þessu aðgerð er. Eins og kemur fram í nefndaráliti þingmanns úr meirihlutanum, er ekki forsvaranlegt að afhenda þessa 80 milljarða einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda og nýta mætti upphæðina mun betur.

Hins vegar, það sem mér þykir einna athyglisverðast við þessa aðgerð ríkisstjórnarinnar, er "fjögurra ára reglan":

leidretting.is skrifaði:Kafli 1.5 Ráðstöfun
...
Ef ákvörðuð leiðrétting gengur ekki inn á fasteignaveðlán, eða er 200.000 kr. eða lægri, þá myndar hún sérstakan persónuafslátt.

Þessi persónuafsláttur skiptist á fjögur ár og nýtist við álagningu opinberra gjalda á árunum 2015 til og með 2018.


Gæti einhver útskýrt rökin á bak við þessa fjögurra ára reglu og af hverju ekki er hægt að sækja um undanþágu á henni?


p.s. væri hægt að breyta titlinum á þræðinum og hafa hann svona: [Niðurstöður "leiðréttingarinnar" - umræða] ?



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Fim 13. Nóv 2014 14:35

Ég las yfir lögin og reglugerðina sem fylgdi.

í 7.gr lagana segir að nota eigi viðmiðunarvísitölu til að reikna út hvert andvirði leiðréttra lána ætti að vera.

í 17.gr er talað um að viðmið og aðferðir eigi að skýra betur með reglugerð

Í reglugerðinni er svo ekkert talað um þessa viðmiðunarvísitölu og í raun fátt sem bætist við lögin sjálf.


Fyrir vikið er engin leið fyrir fólk að sannreyna útreikningana og sjá hvort að þeir séu réttir.

Það virðist einnig vera sem að það hafi verið safnað eins mikið af peningum saman eins og hægt var og því svo skipt á milli fólks bara einhvernvegin.

Pirrar mig rosalega að það sé ekki hægt að sannreyna útreikningana, það eigi bara að treysta þeim í blindni.

Ég endurreiknaði líklega tugi gengistryggðra bílalána út frá alskonar forsendum eftir fyrirtækjum fyrir vini og vandamenn og nú er verið að biðja mig um að kanna þetta því að fólk sem hefði átt að fá sömu tölu er að fá mjög mismunandi útkomu.

Þetta er einhvernvegin ekki að meika sens.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Viktor » Fim 13. Nóv 2014 17:22

Gúrú skrifaði:Eftir að hafa skoðað þessa grein á Kjarnanum finnst mér hún vekja athygli á fleiri óathyglisverðum hlutum.

Um 155 þúsund Íslendingar eru yngri en 33 ára. Það er tæpur helmingur landsmanna. Samkvæmt kynningunni fær þessi hópur um tíu prósent af stóru millifærslunni, eða um átta milljarða króna. Það þýðir að 90 prósent fer til eldri kynslóða. Í kynningunni í gær var lögð mikil áhersla á að 68 prósent milljarðanna 80 færu til þeirra sem voru yngri en 50 ára árið 2009. En það þýðir að 32 prósent upphæðarinnar, um 25,6 milljarðar króna, fer til fólks sem er 56 ára eða eldra í dag.


Haha. Ætlast þeir til þess að skuldaleiðrétting fasteignalána nái til barna og unglinga? Nú er ég einmitt á þessum aldri sem þeir nefna - og enginn sem ég þekki á mínu reiki hefur tekið bíla eða fasteignalán. Ekkert óeðlilegt við það að þetta sé langminnsti hópurinn.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Fim 13. Nóv 2014 21:39

Það er ekki það að þeim finnist að leiðrétting fasteignalána ætti að ná til yngra fólks. Það er bara verið að benda á hvernig það er verið að færa peninga skipulega til eldri hópa í þjóðfélaginu og þannig skekkja stöðu yngra fólks sem gerir það ennþá erfiðara fyrir það að ná að koma undir sig fótunum í lífinu.

Þessi aldurshópur er að mestu leyti að leigja og ekki á háum launum þannig að hækkun vísitölu neysluverðs kom alveg jafn illa við hann.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Viktor » Fös 14. Nóv 2014 03:39

dori skrifaði:Það er ekki það að þeim finnist að leiðrétting fasteignalána ætti að ná til yngra fólks. Það er bara verið að benda á hvernig það er verið að færa peninga skipulega til eldri hópa í þjóðfélaginu og þannig skekkja stöðu yngra fólks sem gerir það ennþá erfiðara fyrir það að ná að koma undir sig fótunum í lífinu.

Þessi aldurshópur er að mestu leyti að leigja og ekki á háum launum þannig að hækkun vísitölu neysluverðs kom alveg jafn illa við hann.


Það geta ekki allar aðgerðir náð til allra hópa jafnt. Markmið þessarar aðgerðar var að leiðrétta skuldir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að slík aðgerð hagnist þeim sem skulda en ekki þeim sem skulda ekki, svo mér þykir ekki efni til þess að taka það fram sérstaklega.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Fös 14. Nóv 2014 10:48

Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:Það er ekki það að þeim finnist að leiðrétting fasteignalána ætti að ná til yngra fólks. Það er bara verið að benda á hvernig það er verið að færa peninga skipulega til eldri hópa í þjóðfélaginu og þannig skekkja stöðu yngra fólks sem gerir það ennþá erfiðara fyrir það að ná að koma undir sig fótunum í lífinu.

Þessi aldurshópur er að mestu leyti að leigja og ekki á háum launum þannig að hækkun vísitölu neysluverðs kom alveg jafn illa við hann.


Það geta ekki allar aðgerðir náð til allra hópa jafnt. Markmið þessarar aðgerðar var að leiðrétta skuldir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að slík aðgerð hagnist þeim sem skulda en ekki þeim sem skulda ekki, svo mér þykir ekki efni til þess að taka það fram sérstaklega.


nkl.

Vá, hvernig fór þessi punktur framhjá manni...

Þeir sem skulda ekki borga svolítið mikið fyrir þetta bruðl.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Fös 14. Nóv 2014 13:19

Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:Það er ekki það að þeim finnist að leiðrétting fasteignalána ætti að ná til yngra fólks. Það er bara verið að benda á hvernig það er verið að færa peninga skipulega til eldri hópa í þjóðfélaginu og þannig skekkja stöðu yngra fólks sem gerir það ennþá erfiðara fyrir það að ná að koma undir sig fótunum í lífinu.

Þessi aldurshópur er að mestu leyti að leigja og ekki á háum launum þannig að hækkun vísitölu neysluverðs kom alveg jafn illa við hann.


Það geta ekki allar aðgerðir náð til allra hópa jafnt. Markmið þessarar aðgerðar var að leiðrétta skuldir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að slík aðgerð hagnist þeim sem skulda en ekki þeim sem skulda ekki, svo mér þykir ekki efni til þess að taka það fram sérstaklega.

Auðvitað ekki. En ef þú ert með 80ma (þar af 40ma í ár m.v. nýjustu tölur) sem þú ætlar að nota í einhverja aðgerð þá finnst mér þurfa að rökstyðja það svolítið vel af hverju sú aðgerð er valin.

Menn tala um "sanngirni", að það hafi orðið forsendubrestur. - Aðal forsendur verðtryggðra lána eru að þau hækka þegar verðlag hækkar[1].
Einhver "rök" fyrir þessu eru að það sé ekki ríkissjóður sem borgar heldur þrotabú gömlu bankanna. - Fyndið hvernig verkefnastjóri þessara aðgerða talar um þetta sem skattfé[2] og sama hvernig er horft á þetta kemur peningurinn alltaf úr ríkissjóði og hefði þannig getað nýst betur í annað [3].
Það er nokkuð augljóst að þessu er ekki stillt upp til að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum.
Áhrifin af þessu, samkvæmt öllum greiningum nema þeirri sem SDG og félagar stilltu upp, eru að öllum líkindum meiri verðbólga þannig að jafnvel fyrir þá sem fá eitthvað útúr þessu er þetta hugsanlega bjarnagreiði (og þá líka fyrir mig og aðra sem höfum verðtryggð lán sem voru ekki í þessum pakka).

Ég sé bara ekki af hverju þetta var það sem var ákveðið að gera við peningana. Það eina sem gæti útskýrt það að einhverju leiti er að "þetta var krafa frá kjósendum" en stjórnmálamenn eiga að hugsa aðeins lengra fram í tímann en að pissa svona í skóna sína (og skó "millistéttarinnar" í leiðinni, sem lekur svo kalt ofan í skó allra hinna og frýs þar).

Þetta er góður pistill sem fer betur en ég geri yfir það af hverju þetta er heimskulegt: http://kjarninn.is/velkomin-i-lagstett

[1] Hvort það sé sanngjarn samningur og eitthvað sem fólk almennt geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort sé góð hugmynd er annað mál.
[2] http://www.visir.is/tryggvi-thor-og-hja ... 4141119724
[3] http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Erikiss ... n%E2%80%9C



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1255
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Minuz1 » Fös 14. Nóv 2014 17:24

rapport skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:Það er ekki það að þeim finnist að leiðrétting fasteignalána ætti að ná til yngra fólks. Það er bara verið að benda á hvernig það er verið að færa peninga skipulega til eldri hópa í þjóðfélaginu og þannig skekkja stöðu yngra fólks sem gerir það ennþá erfiðara fyrir það að ná að koma undir sig fótunum í lífinu.

Þessi aldurshópur er að mestu leyti að leigja og ekki á háum launum þannig að hækkun vísitölu neysluverðs kom alveg jafn illa við hann.


Það geta ekki allar aðgerðir náð til allra hópa jafnt. Markmið þessarar aðgerðar var að leiðrétta skuldir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að slík aðgerð hagnist þeim sem skulda en ekki þeim sem skulda ekki, svo mér þykir ekki efni til þess að taka það fram sérstaklega.


nkl.

Vá, hvernig fór þessi punktur framhjá manni...

Þeir sem skulda ekki borga svolítið mikið fyrir þetta bruðl.


Hvað heldur þú að þeir sem skulduðu hafi borgað mikið fyrir að allar innistæður hafi verið tryggðar við hrun bankanna?
Þetta fólk sem skuldar er fólkið sem þarf að byggja landið og ef það fer fram sem horfir þá flytur það úr landi.

Þessar aðgerðir eru samt ómerkilegar, þar sem þetta mun allt hverfa þegar gjaldeyrishöftin fara.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Viktor » Fös 14. Nóv 2014 17:27

dori skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:Það er ekki það að þeim finnist að leiðrétting fasteignalána ætti að ná til yngra fólks. Það er bara verið að benda á hvernig það er verið að færa peninga skipulega til eldri hópa í þjóðfélaginu og þannig skekkja stöðu yngra fólks sem gerir það ennþá erfiðara fyrir það að ná að koma undir sig fótunum í lífinu.

Þessi aldurshópur er að mestu leyti að leigja og ekki á háum launum þannig að hækkun vísitölu neysluverðs kom alveg jafn illa við hann.


Það geta ekki allar aðgerðir náð til allra hópa jafnt. Markmið þessarar aðgerðar var að leiðrétta skuldir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að slík aðgerð hagnist þeim sem skulda en ekki þeim sem skulda ekki, svo mér þykir ekki efni til þess að taka það fram sérstaklega.

Auðvitað ekki. En ef þú ert með 80ma (þar af 40ma í ár m.v. nýjustu tölur) sem þú ætlar að nota í einhverja aðgerð þá finnst mér þurfa að rökstyðja það svolítið vel af hverju sú aðgerð er valin.

Menn tala um "sanngirni", að það hafi orðið forsendubrestur. - Aðal forsendur verðtryggðra lána eru að þau hækka þegar verðlag hækkar[1].
Einhver "rök" fyrir þessu eru að það sé ekki ríkissjóður sem borgar heldur þrotabú gömlu bankanna. - Fyndið hvernig verkefnastjóri þessara aðgerða talar um þetta sem skattfé[2] og sama hvernig er horft á þetta kemur peningurinn alltaf úr ríkissjóði og hefði þannig getað nýst betur í annað [3].
Það er nokkuð augljóst að þessu er ekki stillt upp til að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum.
Áhrifin af þessu, samkvæmt öllum greiningum nema þeirri sem SDG og félagar stilltu upp, eru að öllum líkindum meiri verðbólga þannig að jafnvel fyrir þá sem fá eitthvað útúr þessu er þetta hugsanlega bjarnagreiði (og þá líka fyrir mig og aðra sem höfum verðtryggð lán sem voru ekki í þessum pakka).

Ég sé bara ekki af hverju þetta var það sem var ákveðið að gera við peningana. Það eina sem gæti útskýrt það að einhverju leiti er að "þetta var krafa frá kjósendum" en stjórnmálamenn eiga að hugsa aðeins lengra fram í tímann en að pissa svona í skóna sína (og skó "millistéttarinnar" í leiðinni, sem lekur svo kalt ofan í skó allra hinna og frýs þar).

Þetta er góður pistill sem fer betur en ég geri yfir það af hverju þetta er heimskulegt: http://kjarninn.is/velkomin-i-lagstett

[1] Hvort það sé sanngjarn samningur og eitthvað sem fólk almennt geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort sé góð hugmynd er annað mál.
[2] http://www.visir.is/tryggvi-thor-og-hja ... 4141119724
[3] http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Erikiss ... n%E2%80%9C


Það er lýðræði á Íslandi. Þeir voru kosnir á þing til að gera þetta. Svona virkar kerfið. Að sjálfsögðu eru ekki allir sammála þessari forgangsröðun - enda þarf ríkisstjórn aðeins atkvæði ~50% kjósenda.

Mynd
http://www.visir.is/thjodin-klofin-i-af ... 4711149939

Við skulum ekki gleyma því að Samfylkingin setti Evrópumet í fylgistapi - sem margir vilja meina að sé út af því að þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt fyrir þetta fólk. Þessi ríkisstjórn er allavega að sýna það í verki að þeim er alvara með þessum loforðum.

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Fös 14. Nóv 2014 21:46

Það er samt ábyrgð stjórnmálamanna að gera það sem þarf að gera en ekki bara það sem meirihluti fólks heldur að sé góð hugmynd. Nákvæmlega þetta er ástæðan fyrir því að Ísland á ekki að vera með eigin gjaldmiðil, þeir sem stjórna honum eru ekki að hugsa um hagsmuni heildarinnar heldur eru þeir að hugsa um hvað þeir lofuðu kjósendum (eða vinum sínum í einhverju bakherbergi) og hvað mun láta þá líta vel út fyrir næstu kosningar.

Meira sem segir af hverju þetta er galin aðgerð: http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2 ... -er-galin/

Nokkur dæmi um hvað væri hægt að gera fyrir þessa peninga, setur aðeins í samhengi: http://www.visir.is/tiu-hlutir-sem-kost ... 4711149977



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf beatmaster » Fös 14. Nóv 2014 22:12

Að taka allt að 300 milljarða úr "hrægammasjóðum" til leiðréttingar á verðtryggðum skuldum er svolítið annað en að finna nýjan skattstofn og taka 80 milljarða af skattfé þaðan til að koma sér undan stærstu lygum íslandssögunnar.

Að taka allt að 300 milljarða úr hrægammasjóðum til leiðréttingar á verðtryggðum skuldum hefði til dæmis verið að fara fram á enduruppgjör milli gömlu og nýju bankanna þar sem að gert hefði verið upp á nýjan hátt og "forsendubresturinn" tekinn úr í uppgjörinu, svo hefði einkavæðing íbúðalánasjóðs að frádregnum mismuninum fylgt í kjölfarið. þetta er eitt dæmi af mörgum útfærslum sem að gæti verið í boði, flestar svona útfærslur eru hins vegar gróft brot á stjórnarskránni þannig að það var alltaf vitað að þetta væri ekki hægt.

Eina hálmstráið sem hægt var að grípa í eftir að lygin virkaði og fólk og fávitar flykktist til að setja x við B og kom þeim í forsvari fyrir ríkisstjórn var að nota skattpeninga úr ríkissjóði til að til að henda í óstöðvandi hít sem að kallast verðtrygging og gerir það að verkum að þeir sem að þó fá að finna fyrir örfáum þúsundköllum í lækkun á mánaðarlegri afborgun auk lækkunar á höfustól í boði þessarar aðgerðar standa í sömu sporum mjög fljótlega eftir næsta verðbólguskot sem að er aldrei langt undan á íslandi og eru þá þessir 80 miljarðar farnir upp til "money heaven" án þess að hafa getað gert þó það gagn sem að þeir geta gert núna fyrir opinbera kerfið okkar sem að er í molum.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf appel » Lau 15. Nóv 2014 22:37

Þessi leiðrétting er síðbúið prump. Lítið, fyrir fáa, seint-í-rassinn-gripið. Þeir sem stóðu hrunið af sér og standa ágætlega núna fá núna verðlaun, á meðan þeir sem héldu að sér höndum eða lentu í skítnum fá ekkert.

Alltaf þegar stjórnvöld reyna að útdeila réttlæti þá verður til mikið óréttlæti. Það eru margir sem fá ekkert, og mörgum er mismunað og misboðið vegna forgangsröðunar stjórnvalda.

Ég veit ekki betur en að allir íslendingar hafi lent í Hruninu, og hví eiga ekki allir íslendinga að fá einhverskonar leiðréttingu? Eina leiðin er auðvitað að bæta stöðu ríkissjóðs, því öll eigum við hlut í ríkissjóði og berum ábyrgð á honum. Hvernig væri að lækka skuldir ríkissjóðs um 100 milljarða?

Svo er það, afhverju banna þessi stjórnvöld ekki þessa verðtryggingu sem jú skapaði þetta mikla óréttlæti sem þau eru að reyna leiðrétta núna?


*-*