Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jericho
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf jericho » Þri 11. Nóv 2014 10:27

Það er orðið ljóst að við hjónin eigum rétt á 1.400.000 kr í "leiðréttingu" en getum því miður ekki nýtt eina krónu, vegna þess að við búum erlendis næstu fjögur árin vegna sérnáms konunnar í læknisfræði. Leiðrétting my foot! Skrýtið að geta ekki sótt um undanþágu á þessari fjögurra ára reglu. Hvað eigið þið hinir rétt á miklu?



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf emmi » Þri 11. Nóv 2014 10:49

Ákvörðuð leiðrétting fyrir þig er 0 kr.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 40
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Squinchy » Þri 11. Nóv 2014 11:03

0.kr :pjuke


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Þri 11. Nóv 2014 11:04

Ég átti ekki rétt á leiðréttingu.

En leigusalinn minn frá þessum tíma fékk víst helling...



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf depill » Þri 11. Nóv 2014 11:54

0 kr en ég var aldrei með verðtryggt lán.

Á svo rétt á einhverju í gegnum þetta lífeyrissjóðs dæmi þarna.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Þri 11. Nóv 2014 12:15

depill skrifaði:0 kr en ég var aldrei með verðtryggt lán.

Á svo rétt á einhverju í gegnum þetta lífeyrissjóðs dæmi þarna.



s.s. Hvort viltu setja sparnaðinn í að "niðurgreiða verðtryggt íbúðarlán á Íslandi" eða "njóta gengistryggingar og ríkistryggðrar ávöxtunar í evrum"...

og þú ætlar að velja íbúðarlánið?


Ég mun halda áfram að greiða í Allianz og ströggla aðeins meira núna til að eiga áhyggjulaust ævikvöld...




B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 11. Nóv 2014 12:29

0 krónur hjá mér en það kom mér sosum ekkert á óvart



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Halli25 » Þri 11. Nóv 2014 13:23

rapport skrifaði:
depill skrifaði:0 kr en ég var aldrei með verðtryggt lán.

Á svo rétt á einhverju í gegnum þetta lífeyrissjóðs dæmi þarna.



s.s. Hvort viltu setja sparnaðinn í að "niðurgreiða verðtryggt íbúðarlán á Íslandi" eða "njóta gengistryggingar og ríkistryggðrar ávöxtunar í evrum"...

og þú ætlar að velja íbúðarlánið?


Ég mun halda áfram að greiða í Allianz og ströggla aðeins meira núna til að eiga áhyggjulaust ævikvöld...

Finnst ágætis díll að sleppa við að borga skatta af þessu sem verður líklega á milli 30-40% plús að sleppa við verðtryggingu og prósentur af þeim hluta lánsins sem greiðist niður við þetta
Ég er svo með aukalífeyri hjá Allianz sem ég tók þegar viðbótalífeyririnn fór niður í 2/1%, ætla að halda því áfram þangað til að þetta hættir.


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Þri 11. Nóv 2014 13:36

Halli25 skrifaði:
rapport skrifaði:
depill skrifaði:0 kr en ég var aldrei með verðtryggt lán.

Á svo rétt á einhverju í gegnum þetta lífeyrissjóðs dæmi þarna.



s.s. Hvort viltu setja sparnaðinn í að "niðurgreiða verðtryggt íbúðarlán á Íslandi" eða "njóta gengistryggingar og ríkistryggðrar ávöxtunar í evrum"...

og þú ætlar að velja íbúðarlánið?


Ég mun halda áfram að greiða í Allianz og ströggla aðeins meira núna til að eiga áhyggjulaust ævikvöld...

Finnst ágætis díll að sleppa við að borga skatta af þessu sem verður líklega á milli 30-40% plús að sleppa við verðtryggingu og prósentur af þeim hluta lánsins sem greiðist niður við þetta
Ég er svo með aukalífeyri hjá Allianz sem ég tók þegar viðbótalífeyririnn fór niður í 2/1%, ætla að halda því áfram þangað til að þetta hættir.


Reyndar...

En ég bind vonir við réttlátara samfélag eftir c.a. 35 ár þar sem skattprósentan á einstaklinga verður eitthvað lægri...

Auk þess þá gæti ég verið kominn með ríkisfang í öðru landi þar sem eru lægri skattar (veit reyndar ekki hvort það mundi virka)...



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf depill » Þri 11. Nóv 2014 13:50

rapport skrifaði:
Reyndar...

En ég bind vonir við réttlátara samfélag eftir c.a. 35 ár þar sem skattprósentan á einstaklinga verður eitthvað lægri...

Auk þess þá gæti ég verið kominn með ríkisfang í öðru landi þar sem eru lægri skattar (veit reyndar ekki hvort það mundi virka)...


Skiptir ekki máli. Skatturinn er greiddur sem tekjuskattur hérna heima. Þetta er bara eina tækifæri til þess að ná peningum án þess að þurfa að borga skatta svo ég þigg það með þökkum og set restina í Allianz.

rapport skrifaði:"niðurgreiða verðtryggt íbúðarlán á Íslandi"

Ekki það ég er með óverðtryggt íbúðarlán á frekar háum vöxtum miðað við önnur lönd og fasteignin mín er ekki minna lífeyrissjóðurinn minn heldur en viðbótarlífeyrissparnaðurinn minn. Þannig já ég vill setja aukaviðbótarlífeyrissparnaðurinn minn ( skattlausan ) í íbúðarlánið mitt til þess að veðja á það að ég hafi það betra í framtíðinni.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf hagur » Þri 11. Nóv 2014 14:29

Rétt rúm milljón sem við hjónaleysin fáum í "leiðréttingu".




Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Magni81 » Þri 11. Nóv 2014 14:36

rapport skrifaði:
depill skrifaði:0 kr en ég var aldrei með verðtryggt lán.

Á svo rétt á einhverju í gegnum þetta lífeyrissjóðs dæmi þarna.



s.s. Hvort viltu setja sparnaðinn í að "niðurgreiða verðtryggt íbúðarlán á Íslandi" eða "njóta gengistryggingar og ríkistryggðrar ávöxtunar í evrum"...

og þú ætlar að velja íbúðarlánið?


Ég mun halda áfram að greiða í Allianz og ströggla aðeins meira núna til að eiga áhyggjulaust ævikvöld...



Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þú ert ekkert að spara neinar fjárhæðir að viti meðan krónan er svona veik... Svona u.þ.b. helmingi minna en miðað við þegar krónan var sem hæst.

Það tapar enginn á því að greiða niður verðtryggð íbúðarlán. Bara hugsa útí það að ef það er borgað 2 milljónir inná lán með séreignasparnaðinum, hvað væru þessar 2 milljónir orðnar háar eftir 40 ár?? sem sagt það borgar sig alltaf að borga inná þessi lán. Það er hagkvæmara að borga inná verðtryggð lán frekar enn að leggja inná bók.. þá er ég ekki að tala um verðtryggðar bækur, raunvextir á innlánsbókum eru ekkert til að hrópa húrra yfir.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Þri 11. Nóv 2014 14:38

Ég sótti ekki um þetta en hefði svosem bara fengið 0 kr. þar sem ég var ekki með húsnæðislán á árunum 2008-2009. Verði ykkur sem fenguð gefins pening úr "vasa okkar allra" að góðu og vonandi nýtist þetta ykkur vel.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Þri 11. Nóv 2014 14:41

Magni81 skrifaði:Það tapar enginn á því að greiða niður verðtryggð íbúðarlán. Bara hugsa útí það að ef það er borgað 2 milljónir inná lán með séreignasparnaðinum, hvað væru þessar 2 milljónir orðnar háar eftir 40 ár?? sem sagt það borgar sig alltaf að borga inná þessi lán. Það er hagkvæmara að borga inná verðtryggð lán frekar enn að leggja inná bók.. þá er ég ekki að tala um verðtryggðar bækur, raunvextir á innlánsbókum eru ekkert til að hrópa húrra yfir.

Besti sparnaðurinn er (nánast alltaf) að borga niður skuldir. En þú getur tapað á því að nýta séreignarsparnaðinn þinn í að greiða niður lánið þitt ef þú ferð á hausinn og missir eignina sem þú varst búinn að borga fyrir með peningunum.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf lukkuláki » Þri 11. Nóv 2014 14:46

Ákvörðuð leiðrétting fyrir þig er 0 kr.
Bjóst ekki við öðru ég fór 110% leiðina.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


slapi
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf slapi » Þri 11. Nóv 2014 18:11

74 þús á haus.
Það er ansi skammt uppí 9 milljónir sem ég skulda fyrir íbúð sem ég seldi fyrir 2 árum :megasmile



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Þri 11. Nóv 2014 18:26

Magni81 skrifaði:Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þú ert ekkert að spara neinar fjárhæðir að viti meðan krónan er svona veik... Svona u.þ.b. helmingi minna en miðað við þegar krónan var sem hæst.

Það tapar enginn á því að greiða niður verðtryggð íbúðarlán. Bara hugsa útí það að ef það er borgað 2 milljónir inná lán með séreignasparnaðinum, hvað væru þessar 2 milljónir orðnar háar eftir 40 ár?? sem sagt það borgar sig alltaf að borga inná þessi lán. Það er hagkvæmara að borga inná verðtryggð lán frekar enn að leggja inná bók.. þá er ég ekki að tala um verðtryggðar bækur, raunvextir á innlánsbókum eru ekkert til að hrópa húrra yfir.


Ég fer ekki á eftirlaun fyrr en eftir 30-35 ár.

Það er öruggara en að anskotinn sé ekki til að gengi krónunar verður verra þá en það er í dag.

Auk þess þá er gengi krónunar ekki veikt, það er sterkt.

Við erum með "hagvöxt" á meðan önnur lönd eru enn að ströggla. Seðlabankastjóri sagði í seinustu viku að aðrar þjóðir öfunduðu okkur af stöðunni sem við erum í.

Getur verið að þegar aðrar þjóðir komast svo á skrið með sinn hagvöxt sem yrði þá ekki haldið uppi af einkaneyslu eins og hér, að staðan snúist fljótt við?

Góðærið er hjá okkur núna... og ekki er það núverandi stjórnvöldum að þakka.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Þri 11. Nóv 2014 18:27

lukkuláki skrifaði:Ákvörðuð leiðrétting fyrir þig er 0 kr.
Bjóst ekki við öðru ég fór 110% leiðina.


En fá þá lánadrottnar þínir eitthvað?

Og hverju breytir það fyrir þig?



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Minuz1 » Þri 11. Nóv 2014 19:40

Ég fékk 1 milljón.
Ég fékk 700 þús fyrir 110% leiðina.

Mér finnst þetta ennþá allt of lítið og allt of seint.

Heildar endurgreiðsla sem ég hef fengið er um 8% af heildarskuldum mínum.
Það endurspeglar ekki þann forsendubrest sem varð.
Í þau 9 á sem ég er búinn að eiga íbúðina mína hefur eignarhlutur minn farið úr 70% í 115% og er núna í u.þ.b 105% (þetta á að vera skuldsetning, ekki eignarhlutur)
Síðast breytt af Minuz1 á Mið 12. Nóv 2014 01:08, breytt samtals 1 sinni.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf rapport » Þri 11. Nóv 2014 21:10

Minuz1 skrifaði:Ég fékk 1 milljón.
Ég fékk 700 þús fyrir 110% leiðina.

Mér finnst þetta ennþá allt of lítið og allt of seint.

Heildar endurgreiðsla sem ég hef fengið er um 8% af heildarskuldum mínum.
Það endurspeglar ekki þann forsendubrest sem varð.
Í þau 9 á sem ég er búinn að eiga íbúðina mína hefur eignarhlutur minn farið úr 70% í 115% og er núna í u.þ.b 105%



Vísitalan hækkaði um c.a. 12% árið 2008, frá janúar til september og var það aðallega vegna hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu.

Mánuðina á eftir hun þá hækkaði vísitalan í raun minna en mánuðina á undan.

Þetta er bara pjúra vitleysa...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Fim 13. Nóv 2014 00:47

Það varð enginn forsendubrestur. Það sem gerist er að húsnæðisverð fellur að raunvirði og þess vegna líta húsnæðislán út fyrir að vera slæm fjárfesting (aðallega hjá þeim sem keyptu á árunum 2004-2008) ef þú skoðar bara þessi fyrstu ár.

@Minuz, ert þú með "jafngreiðslulán" til 40 ára?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Viktor » Fim 13. Nóv 2014 04:34

Ég skil ekki afhverju það kemur fólki á óvart að það sé ekki hagstætt né öruggt að taka lán ](*,)

Ég er svo heppinn að ég fékk ekkert leiðrétt, enda bý ég svo vel enn sem komið er að ég hef aldrei þurft að taka lán.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Magni81 » Fim 13. Nóv 2014 08:18

rapport skrifaði:
Magni81 skrifaði:Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þú ert ekkert að spara neinar fjárhæðir að viti meðan krónan er svona veik... Svona u.þ.b. helmingi minna en miðað við þegar krónan var sem hæst.

Það tapar enginn á því að greiða niður verðtryggð íbúðarlán. Bara hugsa útí það að ef það er borgað 2 milljónir inná lán með séreignasparnaðinum, hvað væru þessar 2 milljónir orðnar háar eftir 40 ár?? sem sagt það borgar sig alltaf að borga inná þessi lán. Það er hagkvæmara að borga inná verðtryggð lán frekar enn að leggja inná bók.. þá er ég ekki að tala um verðtryggðar bækur, raunvextir á innlánsbókum eru ekkert til að hrópa húrra yfir.


Ég fer ekki á eftirlaun fyrr en eftir 30-35 ár.

Það er öruggara en að anskotinn sé ekki til að gengi krónunar verður verra þá en það er í dag.

Auk þess þá er gengi krónunar ekki veikt, það er sterkt.

Við erum með "hagvöxt" á meðan önnur lönd eru enn að ströggla. Seðlabankastjóri sagði í seinustu viku að aðrar þjóðir öfunduðu okkur af stöðunni sem við erum í.

Getur verið að þegar aðrar þjóðir komast svo á skrið með sinn hagvöxt sem yrði þá ekki haldið uppi af einkaneyslu eins og hér, að staðan snúist fljótt við?

Góðærið er hjá okkur núna... og ekki er það núverandi stjórnvöldum að þakka.



Gengisvísitalan er 193 í dag. Ég kalla það ekki sterkt, það er veikt. Hún var 110 þegar krónan var sem sterkust. En gengið í dag er bara plat, hún á eftir að hrynja aftur þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin. Fer örugglega aftur í 220-230..

Ég var sjálfur að borga til Þýskaland fyrir og eftir hrun en hætti því þegar ég fór úr 6þús kr í 14 þús til að leggja inn ákveðið margar evrur í sparnað. Það er súrt að þurfa að borga helmingi fleiri kr. til útlanda eftir hrun. Ég legg því áherslu á að borga niður verðtryggð lán sem ég er með. Það er í raun besti lífeyrissparnaðurinn, að losna við verðtryggð lán og eiga eignina þegar eftirlaunin byrja.

Þó svo það sé "hagvöxtur" þá er bara enginn kaupmáttur í landinu miðað við aðrar þjóðir og verður það ekki á næstunni.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf Bjosep » Fim 13. Nóv 2014 10:05

Einhver setti þetta á Twitter ...

Mynd


Skál fyrir forsendubresti :guy



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Niðurstöður "leiðréttingarinnar"

Pósturaf dori » Fim 13. Nóv 2014 10:29

Bjosep skrifaði:Einhver setti þetta á Twitter ...

[ Mynd ]


Skál fyrir forsendubresti :guy

Líka best að forsendubresturinn var miðaður við "allt yfir 4%" þegar meðaltal síðustu tæpu 15 ára (frá aldamótum) hefur verið 5,56% (þá eru þessir turnar þarna efst í grafinu ekki teknir með). Meira að segja ef þú skoðar bara frá aldamótum til áramóta 2007/8 þá er meðalverðbólga 4,73% og aldamót til 2005 var meðalverbólga 4,42%.

Það er glæpsamlega heimskulegt að ætla að tryggja fólk fyrir einhverju sem það hefði átt að gera ráð fyrir. Hefði verið aðeins annað (en samt heimskulegt) að setja þetta mark við 8-10%.
Síðast breytt af dori á Fim 13. Nóv 2014 10:29, breytt samtals 1 sinni.