Kerfisstjórnun hjá Promennt

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Fös 17. Okt 2014 13:25

Hverjir hér hafa farið í þetta nám og hvað hafiði að segja um það.

Er auðvelt að fá vinnu að námi loknu í geiranum ?

Er þetta sambærilegt kerfisstjóra náminu í HR Veit reyndar að HR er meira bóklegt og þar er farið í forritun líka.

Er mikið að spá í að skrá mig í þetta en vill fá álit frá þeim sem hafa farið í þetta eða þekkja fólk.



Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf asgeireg » Fös 17. Okt 2014 14:22

Ég fór í þessa braut hjá Promennt og fékk vinnu áður en ég var búinn að útskrifast.

Það er ýmislegt gott þarna hjá þeim og annað sem að mætti vera betra. Þetta er náttúrulega ótrúlega mikið efni sem að verið er að fara yfir á ekki löngum tíma.

Mér persónulega fannst vanta aðeins upp á að hafa meiri tíma í verkefnin í MSCA og Exchange, en mér skillst að þetta sé komið í Cloud hjá þeim núna og þá meiri möguleiki að gera verkefnin heima.
CCNA var gott, við gerðum öll verkefni á Cisco Boxum en ekki í simulator.
A+ gagnlegt, vantaði samt meira verklegt
Network + mann lítið eftir því, en góður grunnur fyrir CCNA uppá subnetting ofl.

Ég var að gera þetta með fullri vinnu og því var enginn séns fyrir mig að taka prófin beint eftir hvern kúrs, en það hefði verið kostur að ná því.

Ég veit svo sem ekki hvort að það séu margir komnir með vinnu sem voru með mér í hóp, en það gekk allavega vel hjá mér.

Veit ekki hvernig er í HR, en þar er náttúrulega ekkert sambærilegt við Promennt þar sem áherlsan er mest á forritun og fræðin á bak við hlutina frekar en notkun.

Ég vona að þetta hjálpar eitthvað.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 17. Okt 2014 14:24

asgeireg skrifaði:Ég fór í þessa braut hjá Promennt og fékk vinnu áður en ég var búinn að útskrifast.

Það er ýmislegt gott þarna hjá þeim og annað sem að mætti vera betra. Þetta er náttúrulega ótrúlega mikið efni sem að verið er að fara yfir á ekki löngum tíma.

Mér persónulega fannst vanta aðeins upp á að hafa meiri tíma í verkefnin í MSCA og Exchange, en mér skillst að þetta sé komið í Cloud hjá þeim núna og þá meiri möguleiki að gera verkefnin heima.
CCNA var gott, við gerðum öll verkefni á Cisco Boxum en ekki í simulator.
A+ gagnlegt, vantaði samt meira verklegt
Network + mann lítið eftir því, en góður grunnur fyrir CCNA uppá subnetting ofl.

Ég var að gera þetta með fullri vinnu og því var enginn séns fyrir mig að taka prófin beint eftir hvern kúrs, en það hefði verið kostur að ná því.

Ég veit svo sem ekki hvort að það séu margir komnir með vinnu sem voru með mér í hóp, en það gekk allavega vel hjá mér.

Veit ekki hvernig er í HR, en þar er náttúrulega ekkert sambærilegt við Promennt þar sem áherlsan er mest á forritun og fræðin á bak við hlutina frekar en notkun.

Ég vona að þetta hjálpar eitthvað.



Til að bæta við þetta, þá hafa 2x fengið vinnu hjá okkur (Sensa) sem hafa verið á þessari braut og klárað CCNA R&S

Þannig að þetta er sterkur leikur að taka þetta. Þó ekki nema bara CCNA :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Fös 17. Okt 2014 14:28

asgeireg skrifaði:Ég fór í þessa braut hjá Promennt og fékk vinnu áður en ég var búinn að útskrifast.

Það er ýmislegt gott þarna hjá þeim og annað sem að mætti vera betra. Þetta er náttúrulega ótrúlega mikið efni sem að verið er að fara yfir á ekki löngum tíma.

Mér persónulega fannst vanta aðeins upp á að hafa meiri tíma í verkefnin í MSCA og Exchange, en mér skillst að þetta sé komið í Cloud hjá þeim núna og þá meiri möguleiki að gera verkefnin heima.
CCNA var gott, við gerðum öll verkefni á Cisco Boxum en ekki í simulator.
A+ gagnlegt, vantaði samt meira verklegt
Network + mann lítið eftir því, en góður grunnur fyrir CCNA uppá subnetting ofl.

Ég var að gera þetta með fullri vinnu og því var enginn séns fyrir mig að taka prófin beint eftir hvern kúrs, en það hefði verið kostur að ná því.

Ég veit svo sem ekki hvort að það séu margir komnir með vinnu sem voru með mér í hóp, en það gekk allavega vel hjá mér.

Veit ekki hvernig er í HR, en þar er náttúrulega ekkert sambærilegt við Promennt þar sem áherlsan er mest á forritun og fræðin á bak við hlutina frekar en notkun.

Ég vona að þetta hjálpar eitthvað.


Takk fyrir að svara mun líka gera þetta með fullri vinnu en er að vinna vaktavinnu og fæ frí á milli svo það auðveldar aðeins fyrir. Spruning með prófin langar að taka þau með myndi hjálpa mikið með vinnu erlendis ef útí það yrði farið.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3098
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 445
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf hagur » Fös 17. Okt 2014 18:20

Það er ekkert kerfisstjóranám í HR. HR býður uppá Kerfisfræðinám sem er allt annað. Það er í raun svona u.þ.b 60-70% af BSc gráðu í Tölvunarfræði.




slapi
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf slapi » Fös 17. Okt 2014 18:39

Er aðeins að hugsa um áframhaldið
Vonandi er þér sama að ég nippa aðeins í þráðinn þinn , ætli að það sé einhver markaður fyrir datacenter engineer á Íslandi?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3109
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 530
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 17. Okt 2014 22:01

Fer örugglega eftir því hvernig þér þykir best að læra , ég er persónulega meira hands on náungi og þarf að skilja hlutina áður en ég fer að kafa útí öll þessi fræði og setja hlutina í rétt samhengi hvað ég er að fara nýta mér það sem ég er að læra.

Það er tekið sérstaklega fram í official MCSA bókunum að það er mælt með 3 ára reynslu í starfi þar sem þú hefur að vera vinna við kerfisumsjón (help desk) áður en þú ferð að hella þér í öll þessi fræði .

Þetta er pottþétt fínn stökkpallur en hvort þetta nám nýtist þér að fullu það er annað mál ( reikna með að vinnuveitendur sjái að þér er alvara með að læra ef þú klára þetta nám).

Sjálfur byrjaði ég í námi 2009 í kerfisumsjón í NTV sem vakti áhuga og ákvað ég að fara í HR í töluvnarfræði í framhaldinu í eitt ár (fékk vinnu hjá Skýrr 2010 í þjónustuborðinu/tækniþjónustunni samhliða háskólanáminu) og ákvað ég að taka pásu frá BSC tölvunarfræðináminu í HR þar sem ég fékk 100 % vinnu við það sem ég hafði áhuga á að vinna við (minn stökkpallur).

Með starfinu fór ég að læra MCITP+ Exchange í Promennt í kringum 2011.

Núna í byrjun þessa mánaðar var ég að vinna mig upp í Microsoft kerfisstjóra stöðu innan Advania og tel ég að ég hefði ekkert með það að gera að byrja í þeirri deild fyrr en ég virkilega hafði verið búinn að vinna við hlutinn eitthvað áður ( Er samt ekki með sömu sýn og maunnauðssvið fyrirtækja hvort þetta nám skaffi þér vinnu sem kerfisstjóri að námi loknu, væri réttara að spurja einhvern hjá Capacent eða Hagvangri hvað þeir horfa til þegar verið er að ráða í þessi störf þetta er jú 800.000 - 1.000.000 kr nám sem þú ert að hugsa um).

Gangi þér annars vel félagi


Just do IT
  √

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 459
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf daremo » Fös 17. Okt 2014 23:43

Tek fram að þetta eru bara mínar skoðanir sem kerfisstjóri til 7 ára, og ekki endilega vinsælar meðal minna kollega eða bara almennt.

Þeir kerfisstjórar sem ég hef hitt sem hafa tekið þessi 'Kerfisstjóranám' eru þeir allra verstu sem ég hef séð. Þeir kunna yfirleitt bara að fara eftir leiðbeiningum, af því það lærðu þeir í kerfisstjóranáminu.
Allir þeir kerfisstjórar sem eru einhvers virði (sem ég hef hitt) hafa bara einhvern veginn ratað í þetta starf af slysni - voru forritarar, tæknihjálp eða bara einhverjir sem höfðu áhuga á þessu ógeði sem við vinnum við að leysa.

Ef þú ert að spá í að læra þetta, er mjög mikilvægt að þú hafir meðfæddan hæfileika til að leysa vandamál. Það eru nefnilega alls ekki allir sem fæðast svona. Tökum sem dæmi þá sem kunna að teikna. Þú lærir ekki að teikna, heldur fæðist þú með ákveðna listræna hæfileika. Er ekki að segja að kerfisstjórar séu einhverjir listamenn. Langt í frá, varðandi meðfædda hæfileika erum við mjög lágt á listanum yfir hverjir fæddust heppnir.



Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Lau 18. Okt 2014 01:05

daremo skrifaði:Tek fram að þetta eru bara mínar skoðanir sem kerfisstjóri til 7 ára, og ekki endilega vinsælar meðal minna kollega eða bara almennt.

Þeir kerfisstjórar sem ég hef hitt sem hafa tekið þessi 'Kerfisstjóranám' eru þeir allra verstu sem ég hef séð. Þeir kunna yfirleitt bara að fara eftir leiðbeiningum, af því það lærðu þeir í kerfisstjóranáminu.
Allir þeir kerfisstjórar sem eru einhvers virði (sem ég hef hitt) hafa bara einhvern veginn ratað í þetta starf af slysni - voru forritarar, tæknihjálp eða bara einhverjir sem höfðu áhuga á þessu ógeði sem við vinnum við að leysa.

Ef þú ert að spá í að læra þetta, er mjög mikilvægt að þú hafir meðfæddan hæfileika til að leysa vandamál. Það eru nefnilega alls ekki allir sem fæðast svona. Tökum sem dæmi þá sem kunna að teikna. Þú lærir ekki að teikna, heldur fæðist þú með ákveðna listræna hæfileika. Er ekki að segja að kerfisstjórar séu einhverjir listamenn. Langt í frá, varðandi meðfædda hæfileika erum við mjög lágt á listanum yfir hverjir fæddust heppnir.


Hef alltaf haft mikinn áhuga á tölvum og því sem tengist ég fór í tölvunarfræði í HR í 1 ár en gafst í raun uppá því námi því forritun er ekki fyrir mig eða allir þessir fræðilegu hlutir eins og tölvuhögun og slíkt alltof mikið brain storm efni, Allavega þeir kerfisstjórar sem vinna í minni vinnu koma ekki úr háskóla og eru læðir frá annaðhvort promennt,ntv eða gamla rafiðnaðarskólanum svo 1-2 bara sjálflærðir og eru að standa sig bara nokkuð vel.

Er sjálfur búinn að taka nokkra kúrsa í rafvirkjun sem ég tók með stúdentprófinu sem ætti að hjálpa eitthvað Svo er þetta ekkert dýrara en að fara t.d í HR sem maður gæti svo alltaf gert seinna meir. æji veit það ekki planið var alltaf að taka kerfisfræðina í HR en leyst betur á þetta í raun þar sem ég er miklu meiri þessi hands on náungi eins og var sagt hér fyrir ofan en að liggja í reikningi og bókum allan liðlangan daginn enn kanski er ég að fara með rangt mál.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3109
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 530
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 18. Okt 2014 01:44

Vill allavegana benda þér á að í minni vinnu þá kem ég ekki nálagt Cisco búnaði (þó svo að ég hafi lært CCENT / CCNA með að lesa mig til um þau fræði) þó svo að það skarast á við mína vinnu sem Microsoft kerfisstjóri.
Ég hefði ekki borgað sjálfur fyrir það að læra á Cisco búnað þegar ég fæ ekki að snerta búnaðinn þegar ég færi að vinna sem Microsoft kerfisstjóri. Sjálfur tel ég að þetta nám sé overall nám til að fá innsýn inní þá hluti sem eru í gangi hjá flestum fyrirtækjum á Íslandi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar láttu þær flakka


Just do IT
  √

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf JohnnyRingo » Lau 18. Okt 2014 03:37

Mæli með að þú skoðir td CBT Nuggets, þar er hægt að finna video training fyrir flest allt sem er þarna inní þessari braut hjá Prómennt.

Skoðir það allavega áður en þú alvarlega íhugar að blæða milljón.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Hargo » Lau 18. Okt 2014 09:10

Ég hef tekið þetta nám (reyndar hjá NTV en ekki Promennt). Tók þetta ekki allt í einum rikk heldur hverja gráðu fyrir sig yfir lengra tímabil, A+, MCTS & Netw+ og MCITP.

Þetta er flott nám og maður lærir ýmislegt. Það sem skiptir hinsvegar líka máli er að fá góðan kennara sem er með reynslu úr atvinnulífinu og hvernig hlutirnir eru gerðir á Íslandi í praktík. Sumt sem er í bókinni á hreinlega ekkert við um okkar umhverfi hér á litla Íslandi, en þó gott að fá að vita hvernig þetta er framkvæmt í 5000 manna fyrirtæki. En það er mikilvægt að fá kennara sem veit hvað á að leggja áherslu á þar sem þetta er stutt tímabil til að fara yfir mikið efni.

Þegar ég fór í MCITP þá voru tveir hópar. Annar kennarinn var að kenna þetta í fyrsta skipti og fór algjörlega eftir bókinni sem var óspennandi og eiginlega frekar súrt. Hinn hópurinn var með annan kennara sem hefur kennt þetta í nokkur ár og þar voru þeir að gera aðra hluti og fá allt aðrar upplýsingar, mun praktískari æfingar o.fl. Svo þegar kom að því að ná prófinu sjálfu þá var það í grunninn það sama, fara yfir æfingapróf á netinu eins og enginn væri morgundagurinn.

Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég mæli allavega alveg með þessu námi, flottur grunnur til að fá vinnu við tölvu og tæknitengd störf. Svo færðu auðvitað mesta lærdóminn þegar þú ert kominn út á vinnumarkaðinn :)



Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf asgeireg » Lau 18. Okt 2014 10:25

Kannski ágætt að bæta aðeins við fyrra svar mitt.

Ég fékk vinnu við þetta áður en ég kláraði hjá Promennt og var svo heppinn að komast í vinnu þar sem þeir vildu fá einn sem að ætti eftir að móta og koma reynslu inni í. Eftir þetta nám ertu kominn með grunn sem ætti að hjálpa þér að skilja það er verið að gera og það sem er verið að tala um en þú ert enginn sérfræðingur. Ég hélt ég væri með flotta þekkingu en þegar ég var kominn inn í umhverfi sem er með fullt af 3rd party lausnum sem eru ekkert kenndar í þessu námi þá sér maður að þetta nám er í raun bara stökkpallurinn út í laugina, þú átt eftir að læra að synda.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Lau 18. Okt 2014 14:17

Er það ekki yfirleitt þannig hvort maður sé að koma úr háskóla eða svona námi maður lærir ekki nema þegar maður er farinn að vinna við það sem maður var að læra.

Þó þetta sé ekki það sama þá er ég lærður húsasmiður og þrátt fyrir að hafa farið í skóla og lært greinina þá var maður aldrei nægilega góður fyrr enn maður var farinn að vinna við þetta.

en ég sé að t.d ntv skólinn er ódýrari en þar er ekki CCNA inní náminu en getur þó tekið það að námi loknu.

Promennt kostar 799 þús með öllu en fer uppí miljjón með profunum.
NTV er 583.000 kr. (Allar námsbækur eru innifaldar í verði og þrjú alþjóðleg próf.) En Nemendur geta að þessari námsbraut lokinni bætt við sig CCNA-námi hjá NTV og fá þá 20% afslátt af því námskeiði.


Svo það er spurning hvor skólinn er betri því það lítur úr fyrir að NTV sé ódýrari.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3109
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 530
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 18. Okt 2014 14:49

Reikna með að þú hafir klárað saming þ.e þú vannst hjá meistara áður en þú kláraðir smíðanámið ekki satt ?


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Lau 18. Okt 2014 14:55

Hjaltiatla skrifaði:Reikna með að þú hafir klárað saming þ.e þú vannst hjá meistara áður en þú kláraðir smíðanámið ekki satt ?



jú tók samning og þar fékk maður reynsluna semsagt vann sem smiður í 18 mánuði tók samt ekki samninginn fyrr en ég lauk öllu fyrir utan lokaverkefnið.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3109
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 530
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 18. Okt 2014 15:21

Ok , ég myndi allavegana hugsa hlutinn einfalt , hvað myndi skila mér meira value þ.e að taka allt námið í einum rykk vs að skipta náminu upp og vera byrjaður að vinna að einhverju leyti við hlutinn áður en ég klári allt námið ( og hvort það borgi sig á endanum að borga 800.000 - 1.000.000 kr fyrir þetta námskeið vs að skipta náminu upp og taka ákvörðun hvað maður lærir þegar maður er kominn með vinnu í geiranum).


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Lau 18. Okt 2014 15:30

Hjaltiatla skrifaði:Ok , ég myndi allavegana hugsa hlutinn einfalt , hvað myndi skila mér meira value þ.e að taka allt námið í einum rykk vs að skipta náminu upp og vera byrjaður að vinna að einhverju leyti við hlutinn áður en ég klári allt námið ( og hvort það borgi sig á endanum að borga 800.000 - 1.000.000 kr fyrir þetta námskeið vs að skipta náminu upp og taka ákvörðun hvað maður lærir þegar maður er kominn með vinnu í geiranum).



Það væri ef til vill sniðugara en það er mun ódýrara að taka allt í einu en að taka þetta í pörtum. Tæki ég þetta í pörtum er maður að borga 350-450 þús fyrir námskeiðið svo á endanum yrði það miklu dýrara annars myndi ég taka þetta þannig samhliða vinnu.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3109
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 530
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 18. Okt 2014 15:36

Þá áttu eftir einnig að taka inní myndina hvort hluti af náminu nýtist þér betur þegar þú hefur náð þér í smá reynslu í geiranum (sjálfur hefði ég borgað meira ef ég teldi það nýtast mér betur seinna á ferlinum).


Just do IT
  √


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf hkr » Lau 18. Okt 2014 16:36

Ekki gleyma því að mörg fyrirtæki greiða námsgjöldin fyrir starfsfólkið sitt, t.d. gæti farið inn sem tech support og unnið þig upp í kerfisstjórnun.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 978
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 185
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 20. Okt 2014 13:49

slapi skrifaði:Er aðeins að hugsa um áframhaldið
Vonandi er þér sama að ég nippa aðeins í þráðinn þinn , ætli að það sé einhver markaður fyrir datacenter engineer á Íslandi?




Það er að aukast hérna heima

http://www.cisco.com/web/learning/certi ... index.html



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf natti » Fim 23. Okt 2014 23:15

daremo skrifaði:Tek fram að þetta eru bara mínar skoðanir sem kerfisstjóri til 7 ára, og ekki endilega vinsælar meðal minna kollega eða bara almennt.

Þeir kerfisstjórar sem ég hef hitt sem hafa tekið þessi 'Kerfisstjóranám' eru þeir allra verstu sem ég hef séð. Þeir kunna yfirleitt bara að fara eftir leiðbeiningum, af því það lærðu þeir í kerfisstjóranáminu.
Allir þeir kerfisstjórar sem eru einhvers virði (sem ég hef hitt) hafa bara einhvern veginn ratað í þetta starf af slysni - voru forritarar, tæknihjálp eða bara einhverjir sem höfðu áhuga á þessu ógeði sem við vinnum við að leysa.

Ef þú ert að spá í að læra þetta, er mjög mikilvægt að þú hafir meðfæddan hæfileika til að leysa vandamál. Það eru nefnilega alls ekki allir sem fæðast svona. Tökum sem dæmi þá sem kunna að teikna. Þú lærir ekki að teikna, heldur fæðist þú með ákveðna listræna hæfileika. Er ekki að segja að kerfisstjórar séu einhverjir listamenn. Langt í frá, varðandi meðfædda hæfileika erum við mjög lágt á listanum yfir hverjir fæddust heppnir.


Ekki láta svona fílupúka draga þig niður.
Það er enginn með "meðfæddan hæfileika til að leysa vandamál".
Hljómar eins og einhver nýbúinn með "Kerfisstjóranám" hafi þurft að leiðrétta daremo og hann hafi tekið því e-ð persónulega.

Það eina sem þarf til að læra þetta er óbilandi áhugi.

stefhauk skrifaði:Er auðvelt að fá vinnu að námi loknu í geiranum ?

Svona nám skemmir amk ekki fyrir, þó a háskólagráða myndi gera mun meira fyrir þig.
En það er auðvitað margt fleira sem spilar inn í. Framkoma, þjónustulund, etc.

JohnnyRingo skrifaði:Mæli með að þú skoðir td CBT Nuggets, þar er hægt að finna video training fyrir flest allt sem er þarna inní þessari braut hjá Prómennt.

Skoðir það allavega áður en þú alvarlega íhugar að blæða milljón.

This.

Nú veit ég ekki hvaða þekkingu þú hefur fyrir, en ef áhuginn er til staðar þá er tilvalið að byrja á einhverju svona.
Finna training material og annað námsefni.
Ef þú ert að pæla í að fara í námið eftir áramót, þá er heill hellingur sem þú getur gert fram að jólum til að betur átta þig á hvað þú ert að fara út í og hvort þú viljir endurskoða námsferilinn og mögulega taka stök námskeið fyrir það sem þér finnst skipta máli.
stefhauk skrifaði:Spruning með prófin langar að taka þau með myndi hjálpa mikið með vinnu erlendis ef útí það yrði farið.

Það er voða auðvelt að fresta prófunum og sleppa þeim svo, en ekki líta á prófin sem e-ð optional, kláraðu þau. Kostnaðurinn við prófin er ekki neitt sérstaklega hár miðað við námskeiðiskostnaðinn.
Prófin geta verið "milestone" sem þú vinnur þig að og prófgráðurnar geta skipt máli fyrir sum fyrirtæki, depending á hvar þú myndir finna vinnu.

Again, ef þér er það alvara með þetta að þú ert tilbúinn að eyða hátt í milljón í námskeiðisgjald, hvað er þá að stoppa þig í að græja eina vél til að keyra upp virtual umhverfi sem þú getur prófað þig áfram á samhliða því að lesa og horfa á training videos...
Bara það ef þú myndir ná tveim tímum á dag frá og með núna og fram í miðjan desember gæti breytt heilmiklu.
í versta falli væriru betur undirbúinn fyrir námið og hefðir fleiri krefjandi spurningar handa kennaranum.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf stefhauk » Fös 24. Okt 2014 03:02

Takk fyrir þetta svar og eins og þú segjir og johhnyringo maður þarf að drífa sig í því að skoða training video og æfa sig á hlutunum fyrir námið þar sem maður hefur ágætis tíma til að grúska í þessu.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1256
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Kerfisstjórnun hjá Promennt

Pósturaf Minuz1 » Fös 24. Okt 2014 04:05

Sammála natta, endilega demba sér bara í þetta ef þú heldur að þú hafir áhuga.
Þó þú fáir kannski ógeð á þessu starfi, þá mun þetta endast þér ansi lengi.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það