Síða 1 af 1

Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 16:19
af Cascade
Sælir,

Frantic skrifaði þetta í einum þræði:

Frantic skrifaði:Er einn af þeim sem geta ekki farið í Egilshöll eða Stjörnutorg útaf stanslausum hátíðnihljóðum sem enginn virðist heyra.



Mig langaði ekki að stela þræðinum svo ég ákvað að gera nýjan.
Ég heyri einmitt líka hátíðnihljóð þarna, Mér finnst það koma, vera á í smástund og fjara svo út, svo þögn í smá tíma og svo heyri ég það aftur, og aftur framvegis

Langaði að starta umræðum hérna um mögulega orsök og hversu margir heyra þetta

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 16:31
af tlord
http://en.wikipedia.org/wiki/Variable-frequency_drive

hugsanlega er eitthvað líkt þessu á svæðinu. Loftræstikerfi er suspect.

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 16:37
af bixer
.

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 16:41
af C2H5OH
get klárlega ekki farið á stjörnutorg, verð hreinlega geðveikur á þessu hátíðnihljóði..

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 16:52
af playman
Er þetta ekki bara Mosquito hljóðið?
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Mosquito
The Mosquito or Mosquito alarm is an electronic device used to deter loitering by young people by emitting sound at high frequency, in some versions so it can only be heard by younger people.

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 17:14
af Jon1
ég spurði einusinni þegar ég fór í bío þarna ! þetta er víst brunavarna kerfið þeirra sem gefurþetta frá sér ! ekki að ég viti afhverju

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 17:49
af Klaufi
Gott ef það var ekki þráður um þetta hérna stuttu eftir opnun á höllinni.

Re: Hátíðnihljóð í Egilshöll

Sent: Þri 30. Sep 2014 18:25
af roadwarrior
Hátíðnihögnar geta verið að valda þessu. Littlar græjur sem senda frá sér hátíðnihljóð til að fæla frá mýs, sérstaklega við útganga. Þetta hátíðnihljóð er sérstaklega áberandi í Eigilshöll, Sambíóinu þegar maður labbar út og er að fara niður stigann hjá útganginum bak við salina.
Þetta pirrar mig líka td þegar ég fer með sendingar til þeirra í áhaldahúsinu í Kópavogi. Þar eru þeir með einn hátíðnihögna uppá vegg til að reyna að halda músum frá.