ferðamannabólan

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

ferðamannabólan

Pósturaf hakkarin » Mið 03. Sep 2014 18:52

Var að horfa á fréttinar og það var verið að tala um alla þessa ferðamenn sem að eru að koma hingað. Stóru orðinn voru ekki spöruð og það var talað um það að þetta væri orðinn mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga og að þetta væri að gefa okkur meiri gjaldeyri heldur en sjávarútvegurinn.

Það virðist enginn vera að pæla í því að þetta sé bara bóla sem að eigi eftir að springa í tætlur. Ég hef enga trúa á því að þetta munni halda svona áfram endalaust. Annað hvort byrjaði þetta að því að gjaldeyrinn okkar varð lélegur eða að því að einhver tískubylgja er í gangi sem að væntanlega endar einhverntíman. Svo eru líka svo margir og ófyrinsjánlegir hlutir sem að hafa áhrif á fjölda ferðamanna sem að við ráðum ekkert og getum ekki séð fyrir. Mig grunnar að þetta munni enda með ósköpum :S

Skoðun?



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Plushy » Mið 03. Sep 2014 19:01

Ég hlakka bara til að sjá leigumarkaðinn þegar þetta dettur niður. Mörgum langtímasamningum hefur verið sagt upp svo hægt sé að leigja íbúðirnar til erlendra ferðamanna.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf hakkarin » Mið 03. Sep 2014 19:57

Plushy skrifaði:Ég hlakka bara til að sjá leigumarkaðinn þegar þetta dettur niður. Mörgum langtímasamningum hefur verið sagt upp svo hægt sé að leigja íbúðirnar til erlendra ferðamanna.


Skammtíma hugsunin er svo mikil að það er ekki fyndið. Lærði fólk ekkert af hruninu?




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf biturk » Mið 03. Sep 2014 20:23

Ferðamannaiðnaðurinn skilar lang mest í kassan hjá þeim sem eru í þessu og reka batteríin með launasvikum og okurstarfsemi

Skilar samfélaginu litlu öðru en vandræðum og á ekki roð í sjávarútveginn

+ ferðamannaiðnaðurinn hefur gert það að verkum að íslendingar geta ekki ferðast um sitt eigið land því það er allt prísað langt umfram eðlileg mörk til að svíkja sem mest úr túrismanum


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Orri
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Orri » Mið 03. Sep 2014 20:44

biturk skrifaði:+ ferðamannaiðnaðurinn hefur gert það að verkum að íslendingar geta ekki ferðast um sitt eigið land því það er allt prísað langt umfram eðlileg mörk til að svíkja sem mest úr túrismanum

Nú fór ég hringinn í kringum landið í byrjun ágúst og fór á alla þessa helstu túristastaði og gekk það bara svona helvíti vel.
Tók ekki eftir neinum prísum langt umfram eðlileg mörk, allaveganna ekkert sem ég man eftir.
En ég var þó ekki að gista á gistihúsum, leigja bílaleigubíl eða ferðast með rútu, hlutir sem eru líklegast frekar hátt verðlagðir (eru þeir það ekki á flestum túristastöðum?).

Það ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á okkur sem ferðast um okkar eigið land, eða hvað?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16266
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1987
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Sep 2014 20:58

"Ferðamannabólan" er rétta orðið.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf depill » Mið 03. Sep 2014 21:09

Ehh hafið þið pælt í því hvað ferðamannabólan er actually lítil hérna á Íslandi. Þó að vöxturinn í prósentum er örugglega unsustanable að þá held ég að við þurfum að sætta okkur við það að hér verði svona í kringum milljón ( jafnvel fleirri ) ferðamenn á hverju ári. Árið 2013 komu hingað 807.349 á sama tíma komu 84 milljónir túrista til Frakklands.

Hins vegar þarf að taka á skattsvikum í greinni og hækka virðisaukaskattinn í 25,5%



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Glazier » Mið 03. Sep 2014 22:02

Fannst nú bara fyndið að hlusta á þetta.. eitt kvöldið er kvartað undan of mikilli aukningu ferðamanna sem séu að skemma landið og það þoli ekki meir og næsta dag kemur frétt um hvað þessi aukning sé frábær.
Augljóslega sitthvor hópurinn af fólki.. annar hópurinn vill fækka ferðamönnum og hinn hópurinn vill þrefalda fjölda ferðamanna.


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf natti » Mið 03. Sep 2014 22:09

Orri skrifaði:
biturk skrifaði:+ ferðamannaiðnaðurinn hefur gert það að verkum að íslendingar geta ekki ferðast um sitt eigið land því það er allt prísað langt umfram eðlileg mörk til að svíkja sem mest úr túrismanum

Nú fór ég hringinn í kringum landið í byrjun ágúst og fór á alla þessa helstu túristastaði og gekk það bara svona helvíti vel.
Tók ekki eftir neinum prísum langt umfram eðlileg mörk, allaveganna ekkert sem ég man eftir.
En ég var þó ekki að gista á gistihúsum, leigja bílaleigubíl eða ferðast með rútu, hlutir sem eru líklegast frekar hátt verðlagðir (eru þeir það ekki á flestum túristastöðum?).

Það ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á okkur sem ferðast um okkar eigið land, eða hvað?

Áður en Bláa Lónið var skikkað til að breyta, þá var ódýrara fyrir íslendinga að fara í lónið. (Því verðið var miðað við erlenda gesti.)
Mörg "tourist attractions" bjóða upp á sér verð fyrir íslendinga, það má bara enginn útlendingur heyra það, stundum ertu beðinn um að bíða aðeins ef það er röð, eða þá að þér er gefið merki um að segja ekki neitt upphátt þegar þér er sýnt verðið.
T.d. hvalaskoðunarfyrirtæki(bæði í Rvk og útiálandi), útsýnisflug, og aðrar svona "ferðir" þar sem mér hefur verið boðinn afsláttur fyrir það eitt að vera íslendingur...
Kannski ertu bara svona vanur að sjá svona há verð... en það er smurt vel ofan á verðið til erlendra túrista.

En svo hafa nú heyrst raddir um hvort það eigi að gera e-ð til að takmarka túristana líka, þannig að þeim geti ekki bara fjölgað.


Mkay.


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Bjosep » Mið 03. Sep 2014 22:21

Nokkur atriði hérna

Ferðamannaiðnaðurinn í dag er mest megnis atvinnugrein ófaglærðs láglaunafólks. Margir eru erlendir og þar af leiðandi er svínað duglega á viðkomandi. Einnig er verið að keyra mestmegnis á skólafólki yfir háannatímann, skólafólk er ekki alltaf (og líklegast sjaldnast) of meðvitað um réttindi sín sem launþegar. Ég veit að það er mikið um undanskot á launagreiðslum til þessara hópa (aðallega útlendinganna). Einnig er líklegast verið að keyra duglega á undirmönnun samanber fréttir um það í júlí (nb) að starfsfólk ferðamannastaða sé að þrotum komið og kvíði ágústmánuði þegar undirmönnunin verður alger (skólafólk fer í skólann)

Ákveðin svæði eru auðlind ferðaþjónustunnar en samt virðist hún ekki eiga að leggja neitt af mörkum til viðhalds þessara svæða. Menn hafa stundað það í áraraðir að aka með rútur fullar af fólki inn á landsvæði annara til þess að skoða eitthvað á landinu án þess að landeigandi fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Meðan greinin var lítil gekk var kannski hægt að horfa í gegnum fingur sér með þetta en þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er enginn munur á Geysi eða fiskinum í sjónum í þessu samhengi, hvoru tveggja er auðlind. Af hverju eiga bara sumir sem hagnast á auðlindum að greiða fyrir það ?

Er ferðamannabólan lítil? Hingað koma hátt í þrefalt fleiri ferðamenn en íbúar landsins. Þá þarf að hafa í huga að þeir sem hingað koma hafa lagt á sig umtalsvert ferðalag sbr. við Frakkland t.d. sem á landamæri að (ef ég gleymi smáríkjum) 6 löndum (+ Bretland um göngin), samanlagður íbúafjöldi líklegast á milli 2-300 milljónir.

Og vöxtur greinarinnar undanfarið byggir eflaust mikið á lágu gengi krónunnar. Ef krónan styrkist eitthvað (ekki endilega líklegt) er viðbúið að það dragi úr vexti greinarinnar.

Auk þess held ég að það sé ekki björt framtíð að búa við það að þurfa að keppa við útlendinga á "fasteignamarkaði" sem skáka í skjóli bágrar stöðu gjaldmiðilsins og eins horfa til þess að þrífa klósett og skipta á rúmum eftir þessa sömu útlendinga sem starfsframa.

Eru ekki annars túristastaðir svefnbæir meirihluta ársins?

Eitthvað :)



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Viktor » Mið 03. Sep 2014 22:26

Ég er ekki viss um að þetta sé bóla - Ísland hefur upp á svo fjölmargt að bjóða.

Mér finnst hins vegar að við eigum frekar að reyna að höfða meira til mjög ríks fólks - og fá þannig meiri tekjur af færri ferðamönnum. Minna álag, meiri tekjur.
Það er ýmislegt sem er hægt að gera til þess að stuðla að því, og það virðist vera einhver þróun í því, maður hefur til dæmis heyrt að það verði byggt 5 stjörnu hótel við Hörpu.

Ég er líka tilbúinn að skoða hugmyndir eins og spilavíti í Perlunni til dæmis. Margt sem má skoða.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf biturk » Mið 03. Sep 2014 23:06

Spilavíti í perlunni væri snilldar hugmynd til að auka tekjur ríkis og leifa þau bara almennt á landinu


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Orri
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Orri » Mið 03. Sep 2014 23:23

natti skrifaði:Áður en Bláa Lónið var skikkað til að breyta, þá var ódýrara fyrir íslendinga að fara í lónið. (Því verðið var miðað við erlenda gesti.)
Mörg "tourist attractions" bjóða upp á sér verð fyrir íslendinga, það má bara enginn útlendingur heyra það, stundum ertu beðinn um að bíða aðeins ef það er röð, eða þá að þér er gefið merki um að segja ekki neitt upphátt þegar þér er sýnt verðið.
T.d. hvalaskoðunarfyrirtæki(bæði í Rvk og útiálandi), útsýnisflug, og aðrar svona "ferðir" þar sem mér hefur verið boðinn afsláttur fyrir það eitt að vera íslendingur...
Kannski ertu bara svona vanur að sjá svona há verð... en það er smurt vel ofan á verðið til erlendra túrista.

En svo hafa nú heyrst raddir um hvort það eigi að gera e-ð til að takmarka túristana líka, þannig að þeim geti ekki bara fjölgað.

Ég var nú bara að benda háttvirtum biturk á að það er ekkert mál að ferðast um landið okkar fagra og stendur ferðamannaiðnaðurinn ekki í vegi fyrir því.
Á þessum helstu 'túrista' stöðum sem ég kíkti á (Jökulsárlón, Dettifoss, Ásbyrgi o.fl.) þá borgaði ég ekki krónu :)



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf hakkarin » Mið 03. Sep 2014 23:45

Sallarólegur skrifaði:Ég er ekki viss um að þetta sé bóla - Ísland hefur upp á svo fjölmargt að bjóða.


Það er hægt að segja þetta um fullt af löndum. Mér finnst það vera þjóðhrokki að halda að Ísland sé það spes að hér gildi ekki sömu efnahagslegu lögmál og annarstaðar hvað þetta mál varðar. Þetta minnir mig á talandan fyrir hrun. "Já Íslendingar eru bara það miklir snillingar að við getum þetta!".



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf Viktor » Fim 04. Sep 2014 01:19

hakkarin skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ég er ekki viss um að þetta sé bóla - Ísland hefur upp á svo fjölmargt að bjóða.


Það er hægt að segja þetta um fullt af löndum. Mér finnst það vera þjóðhrokki að halda að Ísland sé það spes að hér gildi ekki sömu efnahagslegu lögmál og annarstaðar hvað þetta mál varðar. Þetta minnir mig á talandan fyrir hrun. "Já Íslendingar eru bara það miklir snillingar að við getum þetta!".


Það er enginn þjóðhroki að segja það, og það er ekki að ástæðulausu að erlendir ferðamenn eru gapandi eftir hring í kringum landið.

Heyrði ágætis súmm af þessu um daginn í breskum sjónvarpsþætti. Þú getur farið út um allan heim til að sjá há fjöll, stóra jökla, háa eða vatnsmikla fossa, virk eldfjöll, stóra sanda, virka hveri, ósnortna náttúru og svona mætti lengi telja. En á Íslandi höfum við þetta allt á einum stað - á pínulitlu svæði, sem er tiltölulega auðvelt að ferðast á milli - og við erum staðsett mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem er mjög góður kostur.

Fact.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ferðamannabólan

Pósturaf urban » Fim 04. Sep 2014 12:37

Ok byrjum á einu, Ferðamannaiðnaðurinn er ekki bóla.
Núna fyrst er bara orðin einhver grunnur af heilli hugsun í ferðamannaiðnaðinum og þess vegna (og gengi krónunar) hefur ferðamennska stóraukist hérna á íslandi frá hruni, síðan má náttúrulega ekki gleyma hlutum sem að komu íslandi á kortið, samanber t.d. gosið í Eyjafjallajökli og Inspired by iceland herförin sem að var farið í á eftir henni.

biturk skrifaði:Ferðamannaiðnaðurinn skilar lang mest í kassan hjá þeim sem eru í þessu og reka batteríin með launasvikum og okurstarfsemi


Er eitthvað skrítið að iðnaðurinn skili mest í kassann hjá þeim sem að vinna vinnuna ?
og auðvitað skilar það meira í kassan hjá þeim sem að ekki greiða eðlileg gjöld, það sama á við um allar starfsgreinar.

biturk skrifaði:Skilar samfélaginu litlu öðru en vandræðum og á ekki roð í sjávarútveginn

Þetta er bara einfaldlega rangt.
vb.is skrifaði:Alls námu tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega 275 milljörðum króna á árinu 2013, sem samsvarar 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu. Útflutningur sjávarafurða nam 25,5% og áls og álafurða 21,0% og voru það þrír stærstu liðirnir.

ferðamannaiðnaðurinn er nefnilega akkurat gríðarstór á íslandi.
biturk skrifaði:+ ferðamannaiðnaðurinn hefur gert það að verkum að íslendingar geta ekki ferðast um sitt eigið land því það er allt prísað langt umfram eðlileg mörk til að svíkja sem mest úr túrismanum

Hvenær ferðaðistu síðast um landið og hvenær ferðaðistu þar síðast um landið ?

ég nefnilega fór í 2x 2 vikna ferðir í sumar og síðan 1x vikuferð líka um landið, komst alveg þokkalega út úr því.
Það er það nákvæmlega sama í gangi hér og alls staðar annar staðar í heiminum, þar sem að ferðamaðurinn er, þar hækkar verðið um einhver%

Ég allavega rak ekki augun í nein alveg sérstök verð þar sem að mér blöskraði.
En aftur á móti hefur ísland alltaf verið dýrt land að ferðast um
Grunar nefnilega að þeir sem að ætla að kenna ferðamennsku um há verð, hafi bara andskotann ekkert ferðast um ísland.

En jú, vissulega er alltof mikið um það að það sé unnið svart eða greidd röng laun, en að reyna að halda því fram að a. þetta sé bóla og b. að þetta skili engu er einfaldlega gríðarlega rangt.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !