Síða 1 af 4

Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:10
af jonsig
Er þessi gæji að trolla okkur ?

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:12
af GuðjónR
jonsig skrifaði:Er þessi gæji að trolla okkur ?

Já ég held það bara...
:svekktur

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:14
af jonsig
Ætli þetta sé félaginn með buy.is að ná sér niðrí á vaktinni fyrir að hafa lagt sig í einelti ?

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:16
af KermitTheFrog
Nei það efast ég um. Varst þú ekki á Huga, ircinu, töflunni eða hvaðeina þegar þú varst yngri? Þessir þræðir hans eiga miklu meira heima á svoleiðis stöðum en það virðist bara vera hálf dautt.

Koníakstofan er fyrir umræður utan efnis vaktarinnar og mér finnst nú allt í lagi að drengurinn megi stofna til umræða þar um hvað sem honum dettur í hug (innan laga- og skynsemismarka).

Ef þetta fer svona í taugarnar á þér þá sleppirðu einfaldlega að lesa þræðina.

En ps ef hann er tröll þá tókst honum að trolla mig.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:37
af tdog
Ég elska þennan aðgang, næstum jafn mikið og Robertas Denton sem var hérna einu sinni.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 12:47
af jonsig
Hann er á góðri leið með að hakka heilann í okkur á koníakstofunni.

Virkasta spjallborði:Koníakstofan
(377 innlegg / 91.73% af póstunum þínum)

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 13:14
af Moldvarpan
Hahahha

Þetta er sennilega eitt þægilega og mest friendly spjall sem ég veit um hérna á klakanum.
Hann hefur gefið það út að hann er öryrki, hefur áhuga á áfengi og býr á Selfossi.

Mér finnst hann furðufugl, en samt ;:::oftast::::; skemmtilegur fugl.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 17:39
af svanur08
Hlaut að koma að því að einhver myndi búa til þráð um hann.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:07
af Hrotti
Er hann nokkuð fyrir? Ég sleppi því bara að opna umræður sem að hann byrjar og þ.a.l er hann ekkert fyrir mér amk.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:10
af svanur08
Hann má nú alveg gera það sem hann gerir, fer stundum í taugarnar á mér þessir þræðir hans en þá á maður bara að sleppa að lesa þá, hann er ágætur :happy

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:23
af HalistaX
Það sem fer mest í taugarnar á mér er þetta eina N sem vantar í nafnið.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:43
af hakkarin
jonsig skrifaði:Er þessi gæji að trolla okkur ?


Nei.

Annars er það bara fínt að ég sé svona ágætur náungi að fólk sé að búa til heila þræði bara spes fyrir mig :P

Ekki hefur neinn búið til alveg spes þráð bara fyrir þig \:D/

:baby :baby :baby

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:44
af lifeformes
Annars er það bara fínt að ég sé svona ágætur náungi að fólk sé að búa til heila þræði bara spes fyrir mig

Ekki hefur neinn búið til alveg spes þráð bara fyrir þig


Flottur :happy

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:45
af tdog
... Einhver var ... hakkaður.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:47
af worghal
Sumt folk hegur gaman af þráðunum hans en fyrir mitt leiti vill eg geta filterað þræðina hans af forsíðunni eins og hægt er með sölu þræði.
Það er ekki nog að setja hann undir "óvini"

Einnig hefur hann ekki gert einn þrað sem er tölvutengdur.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:50
af hakkarin
worghal skrifaði:Einnig hefur hann ekki gert einn þrað sem er tölvutengdur.


viewtopic.php?f=21&t=61220

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:51
af svanur08
hakkarin skrifaði:
worghal skrifaði:Einnig hefur hann ekki gert einn þrað sem er tölvutengdur.


viewtopic.php?f=21&t=61220


Jæja 1 :)

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 18:59
af worghal
svanur08 skrifaði:
hakkarin skrifaði:
worghal skrifaði:Einnig hefur hann ekki gert einn þrað sem er tölvutengdur.


viewtopic.php?f=21&t=61220


Jæja 1 :)

Tok ekki nema 3 ar og 5 manudi af gera tolvutengdan þrað

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 20:02
af Squinchy
Ég hef nokkuð gaman af umræðunum sem koma upp í þráðunum sem hann opnar

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 20:47
af jonsig
hakkarin skrifaði:
jonsig skrifaði:Er þessi gæji að trolla okkur ?


Nei.

Annars er það bara fínt að ég sé svona ágætur náungi að fólk sé að búa til heila þræði bara spes fyrir mig :P

Ekki hefur neinn búið til alveg spes þráð bara fyrir þig \:D/

:baby :baby :baby


jú minnir að það hafi verið gerður þráður um mig þegar það var búið að banna mig í 3x skipti hérna á vaktinni hehe. Gæti hafa verið live2cuize .

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 21:07
af Viktor
Oft mjög líflegir þræðir - menn verða bara að passa að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér :) Frekar bara að fara að skoða eitthvað annað heldur en að röfla :happy

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 21:33
af hakkarin
Sallarólegur skrifaði:Oft mjög líflegir þræðir - menn verða bara að passa að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér :) Frekar bara að fara að skoða eitthvað annað heldur en að röfla :happy


Talandi um röfl, ég var að spila CS: Go competative áðan og ég var svo lélegur (var kominn með 1/9 KD ratio) að hinnir teamates sem að tóku leikinn greinilega eitthvað aðeins og alvarlega fóru endalaust að röfla um það hvað ég var lélegur og reyndu að vote kick mér (tókst það ekki strax). Ég hefndi mín með því að þykkjast vera CoD nýliði sem að gerði þá bara ennþá reiðari :twisted:

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 22:07
af GuðjónR
HalistaX skrifaði:Það sem fer mest í taugarnar á mér er þetta eina N sem vantar í nafnið.

Hey hacker, viltu að ég lagi þetta fyrir þig eða viltu hafa þetta svona?

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 22:24
af hakkarin
GuðjónR skrifaði:
HalistaX skrifaði:Það sem fer mest í taugarnar á mér er þetta eina N sem vantar í nafnið.

Hey hacker, viltu að ég lagi þetta fyrir þig eða viltu hafa þetta svona?


Vill hafa þetta svona. Ég veit að þetta er stafsetningarvilla en málið er það að þetta er ancient notandanafn sem að ég hef notað frá því að ég var ungur. Oft þegar ég bý til notandanafn að þá nota ég þetta nafn. Það að stafa það með einu N er bara hefð.

Re: Hakkarin

Sent: Fös 29. Ágú 2014 22:56
af jonsig
Hvað um að hafa bara öll umræðuefnin hans í sér dálk fyrir neðan koníakstofuna ? Sem mundi þá bara heita daglegir pistlar Hakkarans, eða jafnvel láta dálkinn heita einfaldlega hakkarin... þar gæti hann sett inn sín daglegu innlegg .