Af hverju eru þau ekki frekar með sér tekjuskatt sem að bætist bara við þann venjulega? Mér finnst það ekki rökrétt að bara einhver ákveðinn samfélagshópur eigi bara að sjá um það að borga fyrir grunnþjónustur eins og skóla og svona á meðan þeir sem að eiga eignir sjá bara um að borga allt eða flest. Fyrir utan það að eignaskattar eru afar ósanngjarnir í eðli sínu þar sem að fólk hefur ekki endilega neinar tekjur af sínum eignum þrátt fyrir að eiga þær, og þegar það gerir það að þá er það skattlagt hvort eð er með fjármagnstekjuskattinum.
Finnst að það ætti bara ákveðinn prósenta að bætast við venjulega tekjuskatinn sem að fer síðan til sveitafélagsins sem að maður er í. Þá geta allir borgar eins fyrir sína grunnþjónustu (en samt eru þeir sem að græða meira að borga meira, þannig að þetta er ekkert ósanngjarnt gagnvart lálaunafólki) í staðinn fyrir að fólk sé að borga þennan heimskulega skatt.
EDIT: Ef að þetta er vitleysa og sveitafélög innheimta skatt af tekjum nú þegar að þá á bara að hækka hann og efnema fasteignaskatta í leiðinni.
Fasteigna og eignaskatta burt!
