Málið við íslenskan markað í hnotskurn:
http://prezi.com/qvdztirmjnow/argreislustefna/Það er allt spilað eftir hentisemi.
Ef félag eins og VSV væri með aðrgreiðslustefnu og færi eftir henni, þá mundi reksturinn ekki þurfa standa undir einhverjum rugl væntingum sem væru síbreytilegar og oft hamlandi fyrir eðlilegan rekstur.
Þannig er rekstur stórra fyrirtækja á Íslandi í 99,9% tilfella, því miður.
Hér tíðkast það að fyrirtæki taki lán til að getra greitt út arð... og það eru alþingismenn sem gera það í sínum rekstri... hversu klikkað er það?
Hvaða banki leyfir það?
Hverslags fjármálakerfi "leyfir" það og fattar ekki þegar það er gert?
Banki lánar pening til fyrirtæki þar sem ábyrgð eigenda er takmörkuð við hlutafé, hlutaféið er ekki verðmikið enda eignir litlar og lánið fer til eigenda fyrirtækisins sem arður og bankinn hefur engin veð nema í því sem eftir situr í fyrirtækinu sem var ekki nógu gott til að skapa eigendunum neinn hagnað...
Nú bætist svo við að fyrirtækið sem sýndi engan hagnað þarf líka að fara greiða vexti af láninu sem var tekioð tilað greiða arð...
Klikkað.
Rekstur útgerða á Íslandi er yfir það heila prump, ófaglegt brask og stórmennskubrjálæði í fjárfestingum sem farið er í út frá hlutdrægum greiningum sem oiftar en ekki miða að því að ná "hagnaði" með því að borg aminna til samfélagsins.
Það er bara ekki hagnaður. Það gerir þessi fyrirtæki að sníkjudýrum sem vilja fá allt fyrir ekki neitt, rétt eins og einhver sem lýgur að kerfinu að hann sé öryrki en er það ekki.
Og það er bara þannig... Því miður.