Síða 1 af 1

Fríverslunarsamningur

Sent: Lau 05. Júl 2014 22:57
af Oak
Sælir

Einhver sem hefur pantað sér að utan frá því að hann tók gildi?

Er eitthvað sem maður þarf að varast?

Hef heyrt það að maður þurfi að fá eitthvað sent með sendingu sem er dýrari en $600. Einhver sem getur sagt mér hvað það er?

Kv. Oak

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Lau 05. Júl 2014 23:25
af brain
Ef vara er dýrari en $ 600 þarf upprunavottorð að fylgja vöruni. Annars er hún tolluð.

Líka að allar vörusendingar verða að koma mililiðalaust frá Kína til að njóta tollfrelsis.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Lau 05. Júl 2014 23:38
af gutti
var panta lyklaborð og mús frá china læt vita þegar ég fæ þetta !

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Lau 05. Júl 2014 23:42
af Oak
Bið ég þá bara um "origin of the product" eða er það einhver staðfesting á því hvaðan varan kemur?
Ætti fólkið ekki að kannast við þetta ef að maður biður um þetta? Nenni ómögulega einhverju auka veseni, alltaf svo erfitt að ræða við þau. Tekur svo langan tíma vegna tíma mismuns.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Lau 05. Júl 2014 23:42
af Quemar
Tölvuvörur eru eingöngu VSK skyldar og því breytast gjöld á þeim ekki neitt.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Lau 05. Júl 2014 23:56
af brain
Fagheiti á upprunavottorði er "Certificates of Origin" stytt nafn er "CO"

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 00:40
af Minuz1
Eru iphones að lækka í verði þá núna?
Þeir eru framleiddir í kína.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 00:50
af Nariur
Minuz1 skrifaði:Eru iphones að lækka í verði þá núna?
Þeir eru framleiddir í kína.


Nei, af mörgum ástæðum. Ein þeirra er að þeir bera enga tolla til að byrja með.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 00:54
af Oak
Takk fyrir þetta :)

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 08:35
af lukkuláki
Nokkur atriði þar sem tollar falla niður í fríverslunarsamningi við Kína.

Buffalar:
0102.3100 -- Hreinræktuð dýr til undaneldis 0 A
0102.3900 -- Aðrir 0 A
0102.9000 - Önnur: 0 A

Önnur lifandi dýr:
- Spendýr:
0106.1100 -- Prímatar 0 A

Fílabein, skjaldbökuskeljar, hvalskíði og skíðishár, horn,
hreindýrahorn, hófar og klaufir, neglur, klær og nef, óunnið
eða lauslega forunnið en ekki tilskorið; duft og úrgangur úr
þessum vörum:

- Fílabein; duft og úrgangur fílabeins:
0507.1001 -- Hvaltennur 0 A
0507.1009 -- Annað 0 A
- Annað:
0507.9001 -- Hvalskíði 0 A
0507.9002 -- Fuglaklær 0 A
0507.9003 -- Kindahorn 0 A
0507.9004 -- Nautgripahorn 0 A
0507.9009 -- Annars 0 A
0508.0000 Kórallar og áþekk efni, óunnið eða lauslega forunnið en ekki
frekar unnið; skeljar lindýra, krabbadýra eða skrápdýra og
kolkrabbabein, óunnið eða lauslega forunnið en ekki tilskorið,
duft og úrgangur úr þessum vörum
0 A
0510.0000 Ambra, bifurbelgur, desmerkattardeig og moskus;
spanskflugur; gall, einnig þurrkað; kirtlar og aðrar vörur úr
dýraríkinu sem notaðar eru við framleiðslu á vörum til
lækninga, nýjar, kældar, frystar eða á annan hátt varðar til
bráðabirgða gegn skemmdum

Unnið fílabein, bein, skjaldbökuskel, horn, hjartarhorn,
kórall, perlumóðir og önnur unnin útskurðarefni úr
dýraríkinu, og vörur úr þessum efnum (einnig mótaðar
vörur):

9601.1000 - Unnið fílabein og vörur úr fílabeini 10 A

TAKK RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS. ÞETTA Á SKO EFTIR AÐ KOMA SÉR VEL! :-"

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 08:49
af brain
LOL...

Ættir frekar að þakka fyrri ríkistjórn, og þá sérstaklega Össuri.

Hann sá um að setja þetta saman :p

Svona skeður þegar Fiskifræðingur gerist Utanríkisráherra :p

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 10:44
af braudrist
Jæja, loksins get ég látið gamlan og langþráðan draum rætast og keypt mér buffala.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Sun 06. Júl 2014 10:52
af blitz
Þetta sýnir nú bara hversu hrikalega ruglað íslenska tollakerfið er - það er einn flokkur fyrir nautahorn og annar fyrir kindahorn.

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Mið 09. Júl 2014 09:56
af Oak
Hafa menn verið rukkaðir fyrir þetta plagg?

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Mið 09. Júl 2014 22:10
af Oak
Sunsky-Online er að rukka mig um $20 fyrir þetta. Hefur einhver lent í því?

Re: Fríverslunarsamningur

Sent: Fim 10. Júl 2014 22:41
af brain
Mér finnst ekkert skrítið að vera rukkaður fyrir það. Fyrirtækið þarf að útbúa sérstaklega fyrir hverja vöru sem þú kaupir.

Nema að þú sért fastur kúnni í miklum viðskiptum. $ 20 er ekki mikið ef varan sleppur við gjöld.

En þú verður að vega og meta