Síða 1 af 2

Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchange?

Sent: Lau 29. Mar 2014 15:53
af krissi10
Ég var að spá í hvort að einhver hérna hefði einhverja reynslu af því að millifæra á íslenskan bankareikning frá einhverri bitcoin exchange síðu. Ég myndi gjarnan vilja fá að vita hvaða bitcoin exchange þið notuðust við, hversu há fees voru tekin og hversu lengi þetta var að koma inn á bankareikninginn.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 16:37
af Hrotti
justcoin.com , ég skipti 300 evrum og það kostaði 6 evrur (sem að bankinn tekur en ekki síðan, skilst mér) tók 2 daga að birtast í heimabankanum.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 16:50
af fuglur
Halló

Ég skipti 151$ á miðvikudag hjá https://www.virwox.com yfir á Debet reikning en er ekki enn búinn að fá það yfir til mín. Bankinn segir að Seðlabankinn þurfi að heimila þetta og eftir það þarf "foreign exchange" deildin hjá Arion banka að fjalla um þetta. Arionbanki segir að þetta geti tekið allt upp í 5-7 daga. Síðan tók sitt(man ekki í augnablikinu hve mikið) en veit ekki hvað Arionbanki tekur, það kemur bara í ljós. Svo verður bara að koma í ljós ef og þá hve mikið skatturinn tekur af þessu....

Öddy

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 17:14
af vikingbay
hvernig stendur á þessum mismunandi reynslum hjá ykkur?

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 18:06
af Hrotti
vikingbay skrifaði:hvernig stendur á þessum mismunandi reynslum hjá ykkur?



ekki sama síðan eða bara heppni? Ég var að skipta slatta í viðbót í evrur áðan, skal pósta hérna aftur ef að það verður eitthvað vesen.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 18:27
af fuglur
Það gæti verið spurning um þjónustuaðila (Banka) en svo gæti það verið líka spurning um svo margt annað. Heppni, tíma og álag.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 18:35
af vikingbay
endilega, keep us posted
fleiri með reynslu af þessu?

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 18:35
af Tiger
Ég fékk á 2 dögum frá Justcoin og þeir tóku ekkert gjald, Landsbankinn tók 700kr.

Gekk mjög smooth og mæli með justcoin, verst þessir 200 AUR-ar sem maður á núna eru ekki pappírsins virði lengur.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:11
af pattzi
Tekur Þetta langan tíma var að leggja af mintpal inná justcoin og það stendur inná mintpal status:successful en ekki komið inná justcoin???

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:24
af Nariur
pattzi skrifaði:Tekur Þetta langan tíma var að leggja af mintpal inná justcoin og það stendur inná mintpal status:successful en ekki komið inná justcoin???


Það tók 1-2 tíma fyrir mig.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:25
af pattzi
Nariur skrifaði:
pattzi skrifaði:Tekur Þetta langan tíma var að leggja af mintpal inná justcoin og það stendur inná mintpal status:successful en ekki komið inná justcoin???


Það tók 1-2 tíma fyrir mig.


Þó það standi successful á mintpal??

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:31
af viddi
Tiger skrifaði:Ég fékk á 2 dögum frá Justcoin og þeir tóku ekkert gjald, Landsbankinn tók 700kr.

Gekk mjög smooth og mæli með justcoin, verst þessir 200 AUR-ar sem maður á núna eru ekki pappírsins virði lengur.


Tek undir þetta, tók 2 daga hjá mér :happy

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:35
af GuðjónR
Tiger skrifaði:Ég fékk á 2 dögum frá Justcoin og þeir tóku ekkert gjald, Landsbankinn tók 700kr.

Gekk mjög smooth og mæli með justcoin, verst þessir 200 AUR-ar sem maður á núna eru ekki pappírsins virði lengur.


Því miður þá er það rétt...

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:35
af Nongun
Ég prufaði bæði Justcoin og VirWoX á miðvikudaginn. Justcoin lagði inn í gær en ég er ekki ennþá kominn með pening frá VirWoX. Mæli með Justcoin. :happy

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:56
af cure
mig langar rosa að vita á hvaða svona síðu maður endi með sem mestann pening í isl, hef heyrt að gjöldin seu mjog mismunandi, ef einhver er búinn að stútera þetta, og komast að því hvar og hvernig sé best að skipta btc í sem flestar isl krónur þá væri það mjög vel þegið að þið mynduð deila reynslunni ;)

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 20:13
af halldorjonz
GuðjónR skrifaði:
Tiger skrifaði:Ég fékk á 2 dögum frá Justcoin og þeir tóku ekkert gjald, Landsbankinn tók 700kr.

Gekk mjög smooth og mæli með justcoin, verst þessir 200 AUR-ar sem maður á núna eru ekki pappírsins virði lengur.


Því miður þá er það rétt...



:face Er 50k fyrir ekkert alveg ágætt eða?

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 21:09
af Olli
Hvað sem þið gerið, ekki nota paypal. Er í basli með að losa peninga þaðan.
http://www.trustpilot.com/review/www.paypal.com

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 21:19
af kasper3
Ég sé að margir hæla JustCoin hérna, en vandamálið við þá er að þeir eru svo litlir í þessum skiptibransa. Um leið og þú ert með nokkra bitcoins en ekki brot af honum til að skipta í USD, þá þarftu að selja þig ansi lágt til að losna við alla þá bicoins sem þú ert með ef þig vantar að dumpa þeim hratt. En hvað varðar þóknun, hraða og valmöguleika þá er JustCoin fín.

Er sjálfur að nota btc-e.com sem er ein af þrem stærstu. Vandamálið með hana er að það er ekki hægt að casha sig út fyrstu 3 sólarhringana síðan reikningurinn er stofnaður, og þeir taka hærri úttektarþóknun. En þeir eru alltaf með betra kaupgengi en JustCoin og í miklu meira magni. Þannig að þótt þú sért að losa þig við hratt við 10 bitcoins þá fara þeir nánast á sama verði.

Vona að þetta hjálpi þér og kannski einhverjum öðrum eitthvað

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 21:24
af GuðjónR
halldorjonz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Tiger skrifaði:Ég fékk á 2 dögum frá Justcoin og þeir tóku ekkert gjald, Landsbankinn tók 700kr.

Gekk mjög smooth og mæli með justcoin, verst þessir 200 AUR-ar sem maður á núna eru ekki pappírsins virði lengur.


Því miður þá er það rétt...



:face Er 50k fyrir ekkert alveg ágætt eða?


Ekkert endilega, ef þú keyptir þessa 200 aura þá eru það 6.6 skammtar, ef þú borgar 5k fyrir hvern skammt þá ertu að borga 33.3k mismunir er 16.6k, þegar þú ert svo búinn að borga gjöld fyrir að setja yfir í bitcoin og aftur til að mlllifæra til íslands þá er nú lítið eftir miðað við fyrirhöfnina.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 21:32
af pattzi
Ef ég er buinn að selja þein bitcoin og með skraðan bankareikning kemur þetta þa ekki bara inná hann þarf maður að senda þeim einhver afrit af ökuskirteino og orkureikning eins og stendur ef maður ýtir á bank

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 21:36
af halldorjonz
GuðjónR skrifaði:
Ekkert endilega, ef þú keyptir þessa 200 aura þá eru það 6.6 skammtar, ef þú borgar 5k fyrir hvern skammt þá ertu að borga 33.3k mismunir er 16.6k, þegar þú ert svo búinn að borga gjöld fyrir að setja yfir í bitcoin og aftur til að mlllifæra til íslands þá er nú lítið eftir miðað við fyrirhöfnina.


já reyndar.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 22:09
af Tiger
pattzi skrifaði:Ef ég er buinn að selja þein bitcoin og með skraðan bankareikning kemur þetta þa ekki bara inná hann þarf maður að senda þeim einhver afrit af ökuskirteino og orkureikning eins og stendur ef maður ýtir á bank


Jebb þarft að gera það, annars leggja þeir ekki inn.

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 22:13
af GuðjónR
Þetta er búið spil :(

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 22:20
af vikingbay
þú ert að fá einhverja kolvitlausa niðurstöðu Guðjón..
er að hækka aðeins núna um nokkur stig :D

Re: Millifærsla á íslenskan bankareikning frá bitcoin exchan

Sent: Lau 29. Mar 2014 23:44
af pattzi
Tiger skrifaði:
pattzi skrifaði:Ef ég er buinn að selja þein bitcoin og með skraðan bankareikning kemur þetta þa ekki bara inná hann þarf maður að senda þeim einhver afrit af ökuskirteino og orkureikning eins og stendur ef maður ýtir á bank


Jebb þarft að gera það, annars leggja þeir ekki inn.



Já Þá er þetta búið spil gæti sent þeim mynd af ökuskírteininu en er ekki með neitt annað