Ég fékk nýja T430 í fyrra í staðinn fyrir Thinkpad T60 frá árinu 2007 (ekki widescreen!). Var búinn að fá SSD og 8gb í minni til að framlengja hana aðeins en 6 ár eru bara alltof mikið.
Gæðin á Thinkpad vélunum þýða að þær endast von úr viti en ef maður er í þungri vinnslu þá dugar það ekki eitt til að hún líti enn vel út, örgjörvinn verður á endanum flöskuháls.
Það er að mínu mati mis mikill skilningur á því hvað góður búnaður gerir fyrir starfsfólkið, bæði hvað varðar afköst og starfsánægju. Það eru því miður ekki nógu margir yfirmenn sem vita að þetta er góð leið til að auka starfsánægju og mun ódýrara að kaupa góða tölvu og stóran skjá en að t.d. hækka laun. Síðan er það þekkt, þó það sé oft ekki góður skilningur á því, að það getur valdið mikilli togstreitu á vinnustöðum ef fólk hefur mis góðan búnað, þ.e. ef einhver fær t.d. nýja tölvu en ekki annar eða ef úthlutun á búnaði er handahófskennd eða "ósanngjörn". Starfsfólk sem upplifir sig "vanrækt" eða "vanmetið" á þennan hátt er líklegt til að "hefna sín", draga viljandi úr afköstum, stela ofl. ef óánægjan nær að grassera. Góð tölvuaðstaða er því ekki bara tæknimál heldur líka mikilvægt út frá sjónarmiðum mannauðsstjórnunar.
Af þeim sögum sem maður heyrir er oft góð aðstaða í tölvufyrirtækjum, sennilega þar sem yfirmennirnir eru "nördar" sjálfir og hafa því kannski betri skilning á þessu. Í þeim bransa sem ég vinn er það ekki raunin auk þess sem það eru bara ekki nægir peningar til að hægt sé að bjóða upp á góðan tölvubúnað og vinnuaðstöðu. Það hjálpaði mér á endanum koma með góð rök fyrir því að ég þyrfti betri vél og svo tuða hæfilega mikið
