Svo þú hafir einhverja hugmynd um hvað þessar tölur þýða.
Þá er talan á eftir R inu tommustærðin á felgunni. þú ert semsagt með 14" felgur undir bílnum núna en ert að fara setja 17" undir hann.
Fyrsta talan er breiddin á dekkjunum í millimetrum. Þú ert núna með dekk sem er 175 millimetra breitt en ert að fara setja 205mm breitt undir hann á 17" felguna.
Seinni talan er solldið ruglandi fyrir marga því hún er prófíllinn á dekkinu, semsagt hæð frá götu og upp í felgu en hún er ekki gefin upp í millimetrum eða tommum heldur er hún prósentan af breiddini.
Gamla dekkið er 175/70R14 sem þýðir að prófíllinn er 70% af 175 millimetrum.
Ef við viljum halda sömu hæð á dekkinu þegar við erum búnir að stækka felguna inn í dekkinu og breikka dekkið þá þurfum við að minka þessa prósentutölu þannig að nýja dekkið okkar er 205mm breitt og þá þurfum við að fara niður í 40% af því svo dekkið hækki ekki mikið.
Smá useless info í mínu boði.
